Fréttablaðið - 18.09.2017, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 18.09.2017, Blaðsíða 39
LJÓS OG PERUR 25% AFSLÁTTUR Gildir til 16/10 Guðrún Brá oG Axel unnu Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson úr Keili tryggðu sér sigur á Honda Classic mótinu sem fór fram á á urriðavelli um helgina en mótið er annað mót keppnis- tímabilsins 2017-2018 á eim- skipsmótaröð- inni. Vegna slæms veðurs voru aðeins leiknir tveir hringir. Guðrún Brá lék holurnar 36 á níu högggum yfir pari og vann með sjö höggum en hún hefur nú unnið tvö fyrstu mótin. Axel lék á fimm höggum yfir pari og vann með þriggja högga mun. Nýjast Gylfi í nýju liði en áfram fastur í botnslagnum Everton tapaði 4-0 á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur liðið þar með tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa enn fremur ekki skorað í 404 mínútur og það er grátt yfir Goodison Park í byrjun tímabils enda situr liðið í fallsæti. Gylfi bíður eftir fyrsta sigrinum. Gylfi fékk annað þessara færa en hitt fékk Wayne rooney sem lék við hlið hans í framlínunni. Þeir tveir eru ekki fljótustu leikmennirnir í boltanum og klókindin eða reynsl- an koma mönnum bara ákveðið langt í boltanum. Gylfi var keyptur til að hjálpa everton að komast upp í hóp bestu liðanna en ekki vegna þess hversu öflugur hann var að bjarga Swansea frá falli úr ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil. Gylfi er vissu- lega í nýju liði en liðið hans er samt á sömu slóðum og síðustu ár. Svipuð byrjun og hjá Swansea líkt og everton í ár þá vann Swan- sea 1-0 sigur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en svo tóku við ellefu deildarleikir í röð án sigurs. everton-liðið er ekki alveg komið þangað en það eru ýmsar vísbendingar um að þetta gæti orðið mikið basltímabil fyrir Gylfa og félaga. Swansea var í 15. sæti með fjögur stig á sama tíma í fyrra en eftir ellefu leiki í röð án sigurs var liðið komið niður í neðsta sæti og búið að skipta um stjóra. Bob Bradley entist reynd- ar stutt og það þurfti Paul Clement og svo auðvitað magnaða frammi- stöðu frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að Swansea kæmist upp úr fallsæti og næði að bjarga sér frá falli. Hvort stjóri Gylfa verður rekinn í þriðja sinn á innan við ári kemur í ljós en það er smá ljósglæta við enda ganganna. eftir erfiða leiki að und- anförnu ætti þetta að verða aðeins auðveldara í næstu leikjum á móti Bournemoth, Burnley og Brighton. everton þarf helst sigur í þeim öllum ætli liðið sér að gera eitthvað á þess- ari leiktíð. Gylfi á það nú skilið eftir erfið ár að kynnast hinum enda töflunnar líka. ooj@frettabladid.is Eftir þennan leik þá eigum við fjóra heimaleiki í röð og við verðum að fara að vinna leiki því annars lendum við í vandræðum. Ronaldo Koeman, knattspyrnustjóri Everton. Everton hefur nú leikið fjóra heila leiki og næstum því einn hálfleik til viðbótar án þess að skora mark. Markatala liðsins á síðustu 404 mínútum í öllum keppnum er 0-12. Olís-deild karla í handbolta Valur - Víkingur 25-21 Markahæstir: Magnús Óli Magnússon 8, Vignir Stefánsson 7, Ólafur Ægir Ólafsson 7, Anton Rúnarss. 5/3 - Birgir Már Birgisson 8, Jón Hjálmarsson 5, Egidijus Mikalonis 5/1. Haukar - ÍBV 29-23 Markahæstir: Daníel Þór Ingason 7/1, Hákon Daði Styrmisson 6/1, Pétur Pálsson 5, Guðmundur Árni Ólafsson 5. Björgvin Páll Gústavsson varði 22 skot - Róbert Aron Hostert 8, Elliði Snær Vignisson 5. Selfoss - Fjölnir 34-24 Markahæstir: Teitur Örn Einarsson 13/6, Elvar Örn Jónsson 7, Atli Ævar Ívarsson 5. Sölvi Ólafsson varði 17/2 skot. - Brynjar Loftsson 7/3, Breki Dagsson 6. FH - Afturelding 32-30 Markahæstir: Ásbjörn Friðriksson 7/1, Einar Rafn Eiðsson 7/2, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 5, Ísak Rafnsson 5 - Elvar Ásgeirsson 8, Árni Bragi Eyjólfsson 6/1, Ernir Hrafn Arnarson 6/1. FÉLAG L U J T MÖRK S FH 2 2 0 0 75-56 4 Haukar 2 2 0 0 50-42 4 Valur 2 2 0 0 49-42 4 Selfoss 2 1 0 1 60-53 2 Stjarnan 1 1 0 0 29-26 2 ÍBV 2 1 0 1 50-52 2 Víkingur 2 0 1 1 47-51 1 Fjölnir 2 0 1 1 50-60 1 ÍR 1 0 0 1 19-21 0 Grótta 1 0 0 1 21-24 0 Afturelding 2 0 0 2 53-59 0 Fram 1 0 0 1 26-43 0 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í liði Everton gátu ekki leynt vonbrigðum sínum á Old Trafford í gær. 4-0 skellur bættist þá í viðbót við öll vonbrigðin í undanförnum leikjum þar sem liðinu virðist fyrirmunað að skora. FRÉTTABLAðið/nORdicHpOTOS/GETTy HAmilton Að StinGA Af lewis Hamilton (263 stig) er kominn með 28 stiga forystu í keppni ökumanna í formúlu eitt eftir sigur í Singapúr-kappakstr- inum í gær. Daniel ricciardo varð annar og Valtteri Bottas þriðji. Sebastian Vettel, sem var með 20 stiga forystu á toppnum í júlí, fékk ekkert stig í gær þar sem hann hætti keppni eftir árekstur í byrjun en báðir ferrari-bílarnir duttu þá út á sama tíma og Hamilton hafði heppnina með sér. Hamilton hefur nú unnið þrjár keppnir í röð og alls sextíu keppnir á ferlinum. Sex keppnir eru nú eftir af tíma- bil- inu. SlóVenAr eVróPumeiStArAr í KörfuBoltA í fyrStA Sinn Slóvenar tryggðu sér evrópu- meistaratitilinn í fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið vann átta stiga sigur á Serbíu, 93-85, í úrslita- leiknum í istanbúl í tyrklandi. nBA-leikmaðurinn Goran Dragic átti stórleik og var með 35 stig þar af 20 þeirra í öðrum leikhlutanum. Klemen Prepelic var einnig frábær með 21 stig á 28 mínútum og þá Anthony randolph skoraði 11 stig. Slóvenar létu það ekki stoppa sig að ungstirnið luka Doncic meidd- ist í leiknum. GOlf ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 48. sæti á evian risamót- inu sem lauk í frakklandi í gær en þetta var söguleg helgi fyrir fremsta kylfing landsins. íslenskur kylfingur hefur aldrei staðið ofar á stærsta sviðinu í alþjóðlega golfinu. ólafía varð nefnilega í gær fyrsti íslensku kylfingurinn sem spilar á lokadegi á risamóti en hún hafði ekki komist í gegnum niðurskurð- inn á fyrstu tveimur risamótum sínum. Það er óhætt að segja að skorkort okkar konu hafi verið lit- ríkt á golfvellinum í evian-les-Bains í frönsku ölpunum gær. ólafía Þór- unn fékk fimm fugla, þrjá skolla og einn skramba á hringnum. ólafía kom því inn í klúbbhús á parinu þrátt fyrir að hafa tapað fjór- um höggum á þremur holum á fyrri níu. ólafía sýndi mikinn styrk með því að koma til baka og lék síð - ustu tíu holurnar á þremur höggum undir pari. „Ég hélt bara áfram að vera þolinmóð. Ég varð ekk- ert reið en kannski smá pirruð á meðan á þessu stóð. Ég var fljót að jafna mig og kom bara til baka ,“ sagði ólafía Þórunn. Hún átti mörg frábær högg á lokaholunum þar sem hún var að búa sér til auðveld pútt fyrir fugl. „Ég missti nokkur upphafshögg en fyrir utan það var þetta bara mjög gott. Ég var líka að pútta nokkuð vel,“ sagði ólafía Þórunn. „Ég er mjög sátt. Þetta er búin að vera ágætis törn og öll stórmótin mín hafa verið þannig að ég hef verið að spila fjórðu vikuna í röð. Ég fæ kannski á næsta ári að taka mér frí og koma þá aðeins ferskari inn,“ sagði ólafía Þórunn. Það er samt ekkert frí á næstunni hjá henni. „Ég keyri til Þýskalands og fæ einn dag í frí þar áður en ég flýg til nýja- Sjálands. Ég ætla að taka því rólega fyrstu dagana  á nýja-Sjálandi af því að mótið byrjar ekki alveg strax,“ sagði ólafía Þórunn að lokum. - óój Fimm fuglar á sögulegum lokahring hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristins- dóttir. S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ð 15M Á N U D A G U R 1 8 . s e p t e M b e R 2 0 1 7 1 8 -0 9 -2 0 1 7 0 5 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D C 1 -3 1 7 0 1 D C 1 -3 0 3 4 1 D C 1 -2 E F 8 1 D C 1 -2 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.