Fréttablaðið - 18.09.2017, Blaðsíða 6
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | fjaroflun@olis.is | rekstrarland.is
Í Rekstrarlandi fást flottir fjáröflunarpakkar, tilbúnir eða
sérsniðnir eftir óskum. Úrval af hreinsivörum, pappírs-
vörum, plastpokum og álpappír. Gæðavörur sem nýtast vel
og gaman er að selja.
FJÁRÖFLUN FRAMUNDAN?
Bandaríkin Fullkomin óvissa virð-
ist vera um aðild Bandaríkjanna að
Parísarsamkomulaginu um loftslags-
mál. H. R. McMaster, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkja-
forseta, sagði það ekki standa til að
snúa við þeirri ákvörðun forsetans
að draga landið út úr Parísarsam-
komulaginu.
Bandaríska blaðið Wall Street
Journal greindi frá því á laugardag-
inn að stjórn Trumps hefði ákveðið
að hætta við að hætta, en þjóðar-
öryggisráðgjafinn sagði það af og frá.
„Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað
að draga sig úr Parísarsamkomu-
laginu vegna þess að það er slæmur
samningur fyrir bandarísku þjóð-
ina“, sagði McMaster.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að Banda-
ríkjastjórn væri að skoða leiðir til að
vinna með öðrum að nýjum skil-
yrðum í baráttunni við loftslags-
breytingar. Skilyrði sem ættu að taka
tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og
efnahagslegra hagsmuna.
Engin ákvæði eða tæki eru til stað-
ar til að neyða ríkin 195 sem undir-
rituðu samkomulagið til að setja
sér tiltekin markmið.
Bandarísk stjórnvöld
hafa þannig sjálf-
dæmi um að ákveða
ný markmið. – khn
Óvissa um
úrsögn úr
Parísardíl
Donald Trump
Bandaríkja
forseti.
StjórnSýSla Ákvörðun um að veita
Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist
æru stendur þrátt fyrir að svo virðist
sem tvær af þremur umsögnum með
umsókn hans hafi ekki verið skrif-
aðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn
tveimur vottorðum um góða hegð-
un frá valinkunnum einstaklingum,
t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um
uppreist æru til dómsmálaráðu-
neytisins. Lagaprófessor segir að
þeir sem telji að bréf sín hafi verið
misnotuð í þessum tilgangi gætu
leitað til lögreglu.
Haraldur Þór Teitsson, fram-
kvæmdastjóri hópferðabílafyrir-
tækisins Teits Jónassonar ehf., sendi
frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
hann fullyrðir að hann hafi ekki
skrifað meðmælabréf til handa
Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar
hans um uppreist æru heldur hafi
verið um að ræða meðmæli í vinnu
þar sem hann væri að staðfesta að
Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu
og hann gæti mælt með bílstjóra.
„Það að þessi bréf voru notuð sem
meðmæli um uppreist æru Hjalta var
án minnar vitundar og samþykkis.
Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi
bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda
hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“
sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og
gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð
ráðuneytisins að koma með þessum
hætti „aftan að grandalausu fólki“.
Áður hafði Sveinn Matthíasson,
yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferð-
um, sagt að í bréfinu sem hann hafi
skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið
að finna texta sem hann neitar að
hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins
skrifað undir bréf þar sem hann
staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem
bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn
var svo Benedikt Sveinsson, eigandi
Kynnisferða og faðir Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra, sem
sagði í sinni yfirlýsingu að hann
hefði skrifað undir bréf sem Hjalti
hefði fært honum útfyllt.
Ef marka má yfirlýsingar Haralds
og Sveins þá virðist þeim ekki hafa
verið kunnugt um að bréfin sem þeir
skrifuðu undir yrðu notuð í þeim
tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan
barnaníðing, við að fá uppreist æru.
Líklegt er þó að ákvörðunin um að
veita Hjalta uppreist æru standi,
nema bréfritarar taki til sinna ráða.
„Þessi ákvörðun stendur á meðan
ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið
fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá
þarf að vega og meta hvort beri að
endurupptaka málið,“ segir Björg
Thorarensen, prófessor við laga-
deild Háskóla Íslands.
„Ef þessir menn segjast aldrei hafa
skrifað undir það sem það var notað
í eða hafi því verið breytt hlýtur að
hvíla á þeim að kæra það til lögreglu
ef um skjalafals er að ræða. Það er
eitt úrræði.“ mikael@frettabladid.is
Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir
meint meðmælasvik á umsókn
Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu
sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. Lagaprófessor segir að ákvörðunin um að veita Hjalta
uppreist æru standi en að bréfritarar geti kært málið til lögreglu, telji þeir að fölsun hafi átt sér stað.
Hjalti Sigurjón Hauksson fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.
Forsetinn ákvað að
draga sig úr Parísar-
samkomulaginu vegna þess
að það er slæmur samningur
fyrir bandarísku þjóðina.
H. R. McMaster
dómSmál Kona á þrítugsaldri hefur
verið ákærð fyrir nokkrar afar
hættulegar líkamsárásir á síðustu
misserum á Akureyri. Verði hún
fundin sek af þeim ákærum gæti
hún átt yfir höfði sér langa fang-
elsisvist.
Um jólahátíðina síðustu skar
konan kynsystur sína í andlitið með
eggvopni þannig að fórnarlambið
hlaut tvö skurðsár, annað yfir
vinstra kinnbein og hitt yfir höku
vinstra megin. Er þetta af ákæru-
valdinu talin sérstaklega hættuleg
líkamsárás sem getur leitt til dauða.
Gerir fórnarlambið í málinu
einkaréttarkröfu upp á fimm millj-
ónir króna vegna þess skaða og
miska sem hún hefur orðið fyrir.
Einnig er konunni gert að sök að
hafa, á skemmtistað í miðbæ Akur-
eyrar, ráðist að annarri konu, rifið
hana niður í gólfið og sest ofan á
hana. Eftir þann atgang hafi hin
ákærða sparkað að minnsta kosti
sex sinnum í höfuð og brjóstkassa
konunnar þegar hún var að reyna að
standa upp.
Þriðja alvarlega líkamsárásin
sem konan er ákærð fyrir varðar
einnig sérstaklega hættulega
líkamsárás og hótanir með því
að hafa slegið til karlmanns með
sprautunál.
Stakkst nálin á kaf í vinstra hand-
arbak fórnarlambsins þegar það
bar hönd fyrir höfuð sér til að verja
sig. Síðan á konan að hafa hlaupið
á eftir manninum með sprautuna á
lofti og hótað á sama tíma að drepa
hann. Ákærða var á þessum tíma
smituð af lifrarbólgu C.
Krefst fórnarlambið í því máli
rúmlega tveggja milljóna króna í
skaðabætur en maðurinn þarf að
fara reglulega í blóðprufur vegna
árásarinnar með sýktri sprautunál.
– sa
Ákærð fyrir ítrekaðar stórhættulegar líkamsárásir
Lögreglustöðin á Akureyri FréTTA-
BLAðið/PjeTur
1 8 . S e p t e m B e r 2 0 1 7 m á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
8
-0
9
-2
0
1
7
0
5
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
C
1
-4
A
2
0
1
D
C
1
-4
8
E
4
1
D
C
1
-4
7
A
8
1
D
C
1
-4
6
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K