Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 1

Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 4 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 ÞAÐ BORGAR SIG AÐ BÓKA Á NETINU BORGARLEIKHUS.IS ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS Fréttablaðið í dag skoðun Elsa Þóra Eysteinsdóttir skrifar um plastlausan septem- ber. 13 sport Körfuboltalandsliðið er án sigurs eftir þrjá leiki á EM. 16 tÍMaMót Háskólinn á Akureyri fagnaði þrjátíu ára afmæli. 20 lÍFið Fólk kaupir sér ennþá geisladiska og vínylplötur. 28 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Viðskipti Þrátt fyrir að vera nú að fullu í eigu ríkisins heldur Íslands- banki áfram að bjóða völdum við- skiptavinum í laxveiði. Arion banki bauð viðskiptavinum í tvær veiði- ferðir en Landsbankinn enga. Viðskiptabankarnir, að Lands- bankanum undanskildum, hófu að bjóða völdum viðskiptavinum í laxveiði á ný árið 2014 eftir að boðs- ferðirnar voru aflagðar eftir hrun. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka bauð bankinn, líkt og síðustu ár, viðskiptavinum í eina boðsferð í laxveiði í Norðurá. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri bankans, segir það hafa verið sólar- hringsferð. Ekki er upplýst hversu mörgum var boðið né um kostnað. Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 er kröfu- hafar Glitnis afhentu ríkinu 95 pró- senta eignarhlut sem hluta af stöðug- leikaframlagi. Norðurá í Borgarfirði er ein af bestu laxveiðiám landsins. Við Norðurá eru tvö veiðihús en í aðal- veiðihúsinu njóta gestir árinnar fullrar þjónustu „eins og best gerist á bestu hótelum,“ segir á vef árinnar. Verð á hverja stöng er mjög breyti- legt í laxveiðiám almennt eftir tíma- bilum yfir sumarið og því erfitt að finna út hver kostnaðurinn kann að hafa verið við þessar boðsferðir. Hann getur numið frá 30 til 150 þús- und krónum á stöng. Arion banki, sem ríkið á 13 pró- senta hlut í, hóf að bjóða viðskipta- vinum í laxveiði sumarið 2014. Voru það fyrstu boðsferðir bankans frá hruni. Það sumar var farið í tvær veiðiferðir en þrjár árið 2015. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðu- maður samskiptasviðs Arion banka, segir að bankinn upplýsi ekki um samskipti við viðskiptavini sína. Hins vegar hafi bankinn áður veitt upplýsingar um fjölda ferða og í ár hafi þær verið tvær. Boðsferðir voru íburðarmiklar og algengar hjá bönkunum fyrir hrun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að samanlagður risnu- kostnaður Glitnis, Kaupþings og Landsbankans vegna boðsferða, gestamóttöku, veiði, íþróttaviðburða og gjafa á árunum 2004 til 2008 var rúmlega þrír milljarðar króna. Boðs- ferðirnar hafi verið birtingarmynd óhófs. – smj Útvalinn hópur veiðir lax í boði Íslandsbanka Íslandsbanki hefur haldið áfram að bjóða völdum viðskiptavinum sínum í laxveiði þrátt fyrir að vera kominn í eigu íslenska ríkisins. Hinn ríkisbankinn, Landsbankinn, býður viðskiptavinum ekkert slíkt og hefur ekki gert frá hruni. Flogið yfir fólk og fé Börn höfðu gaman af þótt fullorðna fólkinu væri ekki öllu jafn skemmt er þessari flugvél var ítrekað flogið lágt yfir sauðfé og mannfólki í Reykjahlíðarrétt í Mývatns- sveit í gær. Fé hefur töluvert fækkað þar og trúlega voru fleiri ferðamenn í réttunum en fé. Var aðkomufólkið ekki síst hrifið af margrödduðum söng heimamanna. Fréttablaðið/benedikt bóas Íslandsbanki komst að fullu í eign íslenska ríkisins vorið 2016 . Halldór heilbrigðisMál Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins hefur misst 6.500 skjólstæðinga eftir að einkareknar stöðvar tóku til starfa. Með þeim hverfur um 200 milljóna króna fram- lag frá ríkinu og opinbera heilsu- gæslan þarf að segja upp fólki Hefur mjög mikil áhrif, segir for- stjóri HH. – sa / sjá síðu 4 Þúsundir frá Heilsugæslu dóMsMál „Málið hefur mikið aðdráttarafl enda mjög margslungið og dularfullt,“ segir Unnar Steinn Bjarndal sem Hæstiréttur skipaði nýverið verjanda Sævars Ciesielskis vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Unnar segir ekki útilokað að ljósi verði varpað á nýjar hliðar málanna við meðferðina í Hæstarétti. „Ég mun leggja mig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir og margir trúðu á og það geri ég auðvitað líka,“ segir Unnar. – aá / sjá síðu 6 Nýjar hliðar í Geirfinnsmálinu Unnar steinn bjarndal 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -7 F F 0 1 D A 6 -7 E B 4 1 D A 6 -7 D 7 8 1 D A 6 -7 C 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.