Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 4

Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 4
BRATISLAVA 15. september í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 í herbergi.Crowne Plaza Bratislava Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI Frá kr. 49.995 m/morgunmat á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Heilbrigðismál Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarek­ innar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborg­ arsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin. „Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjár­ mögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjár­ magn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsu­ gæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einka­ reknum stöðvum. Því hefur heilsu­ gæslan misst um  195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármála­ stjóri HH, segir það verkefni stofn­ unarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðv­ um þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsu­ gæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Sam­ fylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heil­ brigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsu­ gæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjón­ ustu til að keppa við þennan kúnna­ hóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breyt­ ingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítal­ ann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. sveinn@frettabladid.is Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur misst 6.500 skjólstæðinga á síðustu mánuðum eftir að einka­ reknar stöðvar tóku til starfa. Skjólstæðingarnir taka með sér um 200 milljóna króna framlag frá ríkinu. Opinbera heilsugæslan þarf því að segja upp fólki. Mikil áhrif á reksturinn, segir forstjóri heilsugæslunnar. Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVa Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæsl- unnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Svanhvít Jakobs- dóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins sAmgÖNgUr Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB­slöngubátum. Er það gert í ljósi tíðra slysa sem orðið hafa á farþegum slíkra báta undan­ farin ár. Um miðjan síðasta mánuð skilaði sjóslysasvið RNSA tveimur skýrslum sem varða atvik á slíkum bátum. Skýrslurnar voru birtar fyrir helgi. Fyrra slysið var í september 2015 skammt frá Húsavík í Ömmu Kibbu en báturinn er gerður út af Gentle Giants – Hvalaferðum ehf. Báturinn sigldi í kjölfar annars skips með þeim afleiðingum að hann skall niður. Farþegi kastaðist til og heyrði hrygginn á sér brotna. Sá hefur verið óvinnufær síðan þá. Síðara slysið átti sér stað í maí 2016 um borð í bátnum Öldul­ jóni sem er í eigu Ribsafari ehf. í Vestmannaeyjum. Ölduhæð var um 1,5 metrar og féll báturinn niður í óvæntan öldudal, um þrjá til fimm metra að sögn aðstoðar­ skipstjóra, með þeim afleiðingum að tveir farþegar fremst í bátnum slösuðust. Annar farþeganna hlaut brot í hryggjarlið og annar samfall á hryggjarliðum. Í báðum tilfellum er það mat nefndarinnar að ástæða slysanna hafi verið að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Til að forða því að sambærileg atvik eigi sér stað leggur RNSA til að reglur verði settar um slík skip. Þá er einnig lagt til að fjaðrandi sæti verði tekin upp í frekari mæli. – jóe Fjaðrandi sæti og reglur forði frekari hryggjarbrotum Slys varð um borð í báti frá ribsafari í Eyjum. Fréttablaðið/ÓSKar FriðriKSSON Farþegi kastaðist til og heyrði hrygginn á sér brotna. Sá hefur verið óvinnufær síðan þá. stjórNmál Björt framtíð vill að brotaþoli njóti vafans í kynferðis­ brotum, bæði í regluverkinu og í framkvæmdinni. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun ársfundar flokksins sem fór fram um helgina. „Það hefur alltaf staðið til hjá okkur í Bjartri framtíð að taka fastar á þessu,“ segir Nicole Leigh Mosty, þingkona flokksins og varaformað­ ur Allsherjar­ og menntamálanefnd­ ar. Aðspurð um merkingu þessarar ályktunar og hvort flokkurinn vilji snúa við þeirri meginreglu að maður skuli saklaus uns sekt hans er sönnuð, segir Nicole að málefnið hafi ekki verið ítarlega rætt á fund­ inum. „Við náðum því miður ekki að ræða þetta vel, við vorum að renna út á tíma, segir Nicole Leigh Mosty, en vísar til eldri ályktana flokksins og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar­ innar. Í forgrunni ályktunar fundarins eru þó málefni ráðuneytanna sem flokkurinn fer með og  er sérstak­ lega lagt að ráðherrum flokksins að hafa víðtækt samráð við hagsmuna­ aðila og aðra stjórnmálaflokka við undirbúning mála. Áhersla er lögð á að ná sem mestri sátt um einstök mál, í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi minnsta mögulega meirihluta. – aá Björt framtíð vill að brotaþoli njóti vafans í kynferðisbrotamálum Nicole leigh Mosty, þingkona bjartrar framtíðar. Fréttablaðið/ErNir stjórNsýslA Hanna Katrín Friðriks­ dóttir, alþingismaður Viðreisnar, vill að Ríkisendurskoðun rannsaki aðkomu íslenska ríkisins að starf­ semi verksmiðju United Silicon í Helguvík. Hanna vill fá upplýsingar um kostnað sem ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Í fyrsta lagi vill Hanna fá upp­ lýst  hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana, í öðru lagi hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrir fram hve lengi aðil­ ar fái að njóta vafans er upp koma vandamál. – ebg Vill rannnsókn á United Silicon Hanna Katrín Friðriksdóttir stjórNmál Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi Pírata í borgar­ stjórn, gefur ekki kost á sér til áfram­ haldandi setu í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. „Á aðalfundi Pírata í Reykjavík til­ kynnti ég nú rétt í þessu um erfiða ákvörðun sem hefur verið lengi í fæðingu,“ sagði Halldór  í  færslu á Facebook í gær. Hann segist þó munu starfa áfram í grasrót Pírata. Þá eigi hann enn verk fyrir höndum í borgarstjórn. „Stærsta verkefni mitt verður að tryggja að kláruð verði almenn lýðræðisstefna fyrir borg­ ina,“ skrifar hann. – gar Oddviti Pírata ekki í framboð 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m á N U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -9 8 A 0 1 D A 6 -9 7 6 4 1 D A 6 -9 6 2 8 1 D A 6 -9 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.