Fréttablaðið - 04.09.2017, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Gríptu lyfin á leiðinni heim
Apótek Garðarbæjar í alfaraleið
Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010
Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokks-ins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi
skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík
aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum
í samfélaginu.
Miklu fleiri leiðir til sparnaðar
Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til
að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að
veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki
lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta
„kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu
ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að
kaupa hlutabréf.
Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði.
Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka
sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að
auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er
það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaaf-
slátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og
lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig
mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem
skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.
Kolröng forgangsröðun
Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaaf-
slætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er
kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir
hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um
frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðis-
þjónustu.
Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heil-
brigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlk-
aðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt
um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en
ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda!
Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning
hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í sam-
félaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir
þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.
Skattaafslættir
Það er
undarleg
forgangs-
röðun að
nota skatt-
kerfið til að
hygla þeim
sem hafa
hæstu
tekjurnar
með því að
veita þeim
sérstakar
hlutabréfa-
bætur.
Gunnar
Alexander
Ólafsson
jafnaðarmaður
Við þurfum
nefnilega að
muna að
mannúð og
mannréttindi
eiga að ná yfir
öll aldurs-
skeið rétt eins
og landamæri
og að ekkert
okkar hefur
rétt til þess að
hengja
verðmiða á líf
annarra og
velferð.
Hvernig líður þér? Hvernig hafa krakk-arnir það? Mamma þín? Þú og þitt fólk? Okkur er tamt að spyrja hvert annað um líðan og velferð þeirra sem við þekkjum og látum okkur annt um. Og þó svo ekki sé alltaf gert ráð fyrir
alveg 100 prósent heiðarlegu svari og kurteisisbragur
sé á samræðunum þá segir þetta okkur heilmikið um
það hvað skiptir máli í lífinu. Velferð fólks og líðan
skiptir okkur máli – blessunarlega.
Margrét Helga Jóhannesdóttir leikkona benti á
það samfélagsmein í viðtali hér á síðum blaðsins á
laugardaginn að í íslensku samfélagi sé alltaf talað um
peninga en aldrei um mannúð eða velferð. Tilefnið
fyrir ábendingunni er gagnrýni Margrétar Helgu á að
lífeyrisþegum sé með óréttlátum hætti refsað fyrir það
að vinna. Það er túlkunaratriði en þó er óhætt að segja
að kerfið sé að minnsta kosti letjandi. Kerfið letur
lífeyrisþega til þess að vera áfram virkir í atvinnulífinu
og sækja sér þangað félagsskap og lífsfyllingu með því
að leggja sitt af mörkum og uppskera í samræmi við
það með sanngjörnum hætti. Þessi einangrunarstefna
er gott dæmi um það hvernig peningar eru hér upphaf
og endir alls, á meðan gildi eins og mannúð og velferð
eru lögð á krónukvarða. Hvað kostar þetta? Það er
spurningin sem öllu ræður og engu eyrir.
Hvernig líður þér? Þetta er spurningin sem við öll,
og íslensk stjórnmál sérstaklega, þurfum að spyrja og
leitast við að svara í opinni einlægri umræðu. Stjórn-
mál sem snúast bara um peninga en ekki raunveruleg
gildi á borð við líðan okkar og velferð eru á afleitri
leið. Þetta er umræða sem liggur í skotgrafarhernaði
flokkanna og eins og í öðrum hernaði þá er mannúðin
látin liggja á milli hluta og það jafnvel þó svo óbreyttir
falli í einsemd og vanlíðan eins og veruleikinn er í dag.
Það eru ekki aðeins lífeyrisþegar sem tapa á þessari
umræðu. Það er reyndar erfitt að sýna fram á að sam-
félagið tapi fjármunum með því að halda þessu fólki
frá vinnu, þvert á móti, en látum það liggja á milli
hluta. Samfélagið þarf á vinnandi höndum að halda.
Skólarnir hafa verið í sinni árstíðabundnu og allt að
því örvæntingarfullu leit að starfsfólki að undanförnu,
víða vantar fólk til alls konar starfa og svo má horfa til
vaxandi greina á borð við kvikmynda- og sjónvarps-
þáttagerð. Þar er auðvitað brýn þörf á því að geta
speglað allan aldur samfélagsins. Hvað hefði okkur til
að mynda fundist um kvikmyndina Börn náttúrunnar
ef aðalpersónurnar hefðu verið á miðjum aldri? Það
er hætt við að án Sigríðar Hagalín og Gísla Halldórs-
sonar hefði tilnefning til Óskarsverðlauna vart orðið
að veruleika.
Við þurfum nefnilega að muna að mannúð og
mannréttindi eiga að ná yfir öll aldursskeið rétt eins
og landamæri og að ekkert okkar hefur rétt til þess
að hengja verðmiða á líf annarra og velferð. Því eins
og segir í stökunni góðu eftir Húsvíkinginn Kristján
Ólason: Þegar víkur vetrarnótt / og vorsins fuglar klifa.
/ Gömlum manni getur þótt / gaman enn að lifa.
Gaman að lifa
Fólkið á flugi
Inga Sæland og félagar í Flokki
fólksins hafa verið á miklu flugi
síðustu daga og vikur. Í nýjum
þjóðarpúlsi Gallup mælist
flokkurinn með ellefu pró-
senta fylgi og sjö þingmenn yrði
kosið nú. Þá hefur flokkurinn
mælst með menn inni í borginni
í könnunum Fréttablaðsins.
Kannanir eru hins vegar ekki
kosningar og þegar allt kemur
til alls eru það kjörseðlarnir
sem gilda. Ætli flokkurinn sér
að halda sjó er rétt að draga
lærdóm af lífsskeiði Samstöðu,
Íslensku þjóðfylkingarinnar og
annarra skammlífra flokka. Og
Íkarusi auðvitað.
Hvuttar á kænur
Ársfundur Bjartrar framtíðar fór
fram um helgina og kynnti Björt
Ólafsdóttir umhverfisráðherra
þar meðal annars tillögur sínar
um hvutta á kænur. Í aðdrag-
anda fundarins sagði formaður-
inn, Óttarr Proppé, að flokkur-
inn hefði „ekki almennt hlaupið
algerlega í vinsældapólitíkina“.
Óvíst er hvort pollinn fyrr-
verandi hafi dregið þá ályktun
út frá stefnuskrá flokksins eða
fylgi hans í skoðanakönnunum
en mögulegt er að heimfæra
ummælin á bæði tilvik. Fróð-
legt verður að sjá hvort útspilið
nú, og atkvæði Snata, Seppa og
Perlu, nægi til að hífa flokkinn
úr Pilsner-styrkleika eða hvort
hann endi sem maltöl. joli@365.is
4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
4
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-A
7
7
0
1
D
A
6
-A
6
3
4
1
D
A
6
-A
4
F
8
1
D
A
6
-A
3
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K