Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 14
A U G LÝ S I N G U M N Ý T T D E I L I S K I P U L A G
Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með, í samræmi við
1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi
á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Austursvæði — Háaleitishlað “.
Deiliskipulagssvæðið er um 108 ha og liggur í suðausturjaðri Keflavíkurflugvallar.
Það afmarkast til suðurs af umráðasvæði Landhelgisgæslunnar, til vesturs
af flugbrautarsvæði, til norðurs af deiliskipulagi NA-svæðis og til suðausturs
af götunni Þjóðbraut að skipulagssvæði Reykjanesbæjar. Deiliskipulagið byggir
á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 sem nú er í staðfestingarferli.
Deiliskipulagstillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa
Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkur-
flugvallar frá og með 4. september 2017.
www.kefairport.is/Um-felagid/Throun/Deiliskipulag/
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við
deiliskipulagstillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. október 2017.
Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is.
Keflavíkurflugvelli, 28. ágúst 2017
F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar
Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar.
ára
Starfsmanna-
og munaskápar
www.rymi.is
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
Einu sinni var ball í Borgarnesi og var margt gesta, drykkja var talsverð, keyptu menn
aðallega drykki af barnum og voru
með volga vasapela og buðu með
sér viskí, vodka og kláravín.
Snæfellingar létu sig ekki vanta
og þegar líða var tekið á brutust
út slagsmál mikil á milli Ólsara og
Sandara, að sjálfsögðu út af kven-
manni – Ínu að nafni, ljósri yfir-
litum og fagurri mjög. Sandarar
kölluðu hana reyndar alltaf Níu,
jafnvel Nýju, Ína sjálf hélt að um
uppnefni væri að ræða en Sandarar
lofuðu að kynna sér betur bakgrunn
hennar og sögu og bera nafnið rétt
fram. Skemmst er frá því að segja að
Ína fór með Ólsara heim af ballinu
og eiga þau nú börn og buru.
Mikill hiti var í Söndurum vegna
þessa og ákváðu þeir að refsa Óls-
urum eins grimmilega og hægt
væri, nú voru góð ráð dýr, settir
voru í gang miklir verkferlar til að
standa í lappirnar og lúffa ekki fyrir
Ólsurum. Stóri dómur kom eftir
miklar vangaveltur, skrif og hring-
ingar; jafnvel Suður: Nú látum við
alla vita hve þessir Ólsarar eru mikil
illmenni og hættum að selja þeim
mjólk, þeir hljóta að byrja að rífast
við Ínu og skilja við hana, það er þó
skárra að hún sé einstæð móðir en
gift þessum Ólsara. Það er jú alltaf
einhver fórnarkostnaður.
Í stuttu máli brást þetta, Ólsarar
byrjuðu að kaupa mjólk af Hólm-
urum og nú blómstrar mjólkurbú
Stykkishólms en það á Hellissandi
er í miklum vandræðum og á barmi
gjaldþrots og þeir fyrir Sunnan vilja
ekkert kaupa.
Þetta gengur svo langt að byrjað
er að uppnefna þá á Hellissandi
„sjálfsrefsara“ og masókista.
Menn vona hins vegar að ný og
mjög öflug markaðsherferð úti í
heimi skili tilætluðum árangri, áður
en um seinan er.
Refsingin mikla
Haukur
Hauksson,
leiðsögumaður
og magister í
alþjóðamálum
Umhverfisráðherra hefur friðlýst Jökulsárlón. Engin vitræn umræða hefur farið
fram um málið og daginn eftir lýsir
ráðherrann því yfir opinberlega að
flokkur hans þurfi að gera meira en
tala minna. Þegar öllu er á botninn
hvolft gerði flokkur hans kannski
betur með því gera minna en hugsa
meira.
Ég tek fram til að forða misskiln-
ingi að ég er sjálfur náttúruverndar-
sinni og einlægur unnandi allrar
náttúru, einkum óspilltrar. Ég veit
að það þarf að taka traustar ákvarð-
anir í náttúruverndarmálum þegar
slíkar eru teknar, ákvarðanir sem
eru ekki byggðar á skammsýni eða
óskhyggju einstaklinga, ákvarðanir
sem sjá fram í tímann, ákvarðanir
sem skila tilætluðum árangri, en eru
ekki lína í upptalningaskrá ráðherra
í friðunarmálum eða viðleitni hans
til þess eins að gera meira.
Jökulsárlón og Breiðamerkurjök-
ull eru náttúrufyrirbæri í afar örri
náttúrufarslegri þróun og friðlýsing
á slíkum stöðum er vandasamari en
ella. Í slíkum málum þarf að huga
vel að öllum þáttum áður en gripið
er til ákvarðana og skyndiákvarð-
anir eru ekki líklegar til að skila
góðum árangri. Svona ákvarðanir
í pólitík eru þó ekki nýjar af nál-
inni og voru hér áður fyrr kallaðar
pennastriksákvarðanir.
Náttúruvernd er afar vandmeð-
farið mál og þó flestir viti að nátt-
úruvernd er nauðsynleg þá er ekki
sama hvernig að henni er staðið og
hvernig hún er síðan framkvæmd.
Heimspeki náttúruverndar er flókin
og ekki einhlít og kannski er henni
ekki skenktur nægur þanki. Í nátt-
úruvernd er meira að segja fólgin
alvarleg þversögn og hún hljóðar
svona:
Verndun náttúru hefur þann til-
gang að spara viðkomandi náttúru
handa óbornum kynslóðum til þess
að njóta hennar. Þetta felur í sér, að
ef við nútímafólk njótum hennar
þá spillist hún og verður ekki söm í
framtíðinni. Þetta felur líka í sér, að
þegar hinar óbornu kynslóðir sem
náttúran var friðuð handa, taka sig
til og fara að njóta hennar þá spill-
ist hún og verður ekki lengur söm.
Friðunin ber þannig aldrei einfald-
an tilætlaðan árangur. Það er í raun
alls ekki hægt að friða náttúruna
með þeim árangri sem til er ætlast.
Tilgangurinn virðist óskýr
Það ætti að vera ljóst að ég er ekki
sérlega hlynntur umræddri frið-
lýsingu austur á söndum. Hvers
vegna? Í stuttu máli, vegna þess að
málin hafa ekki verið skoðuð nægi-
lega vítt og framsætt. Tilgangurinn
virðist vera óskýr og er kannski í
raun marklaus.
Til hvers leiðir þessi friðun? Það
er oft búið að ræða náttúrufar og
þróun þess á þessum slóðum, bæði
almennt og einstaka þætti þess og
oftast af miklum vanskilningi á eðli
náttúrunnar þarna. Fáir virðast sjá
og skilja djúpum skilningi hvað
þarna er að gerast, það flókna sam-
spil margra og ólíkra náttúrufars-
þátta sem þarna eru virkir, hvernig
þetta gerist og til hvers það getur
leitt.
Og svo eru hliðarsporin. Hvaða
áhrif hefur friðlýsingin t.d. á mögu-
leika til mannvirkjagerðar á svæð-
inu? Verður kannski ekki leyfilegt
að aðhafast neitt, þegar að því
kemur að bregðast þarf við sjávar-
rofinu á ströndinni við ós Jökulsár,
þegar það ógnar að setja af stað
lokaþáttinn í því að rjúfa þetta mjóa
haft sem er á milli sjávar og lóns?
Verðum við vegna þessarar friðunar
að búa við það á næstu áratugum
og í fjarlægari framtíð að ekki verði
vegasamgöngur og línulagnir á milli
Suðurlands og Austurlands vegna
þess að ekki má verja eina hugsan-
lega vegar- og línustæðið fyrir rofi
sjávar? Eða verður að afturkalla
friðunina og lýsa hana markleysu
til þess að geta brugðist við. Ef svo
fer þá hverfur traust manna til frið-
unar á náttúrunni, ekki bara þarna,
heldur almennt.
Þessi framtíðarsýn er ekki lang-
sótt ímyndun, heldur er þetta
óhjákvæmileg uppákoma í náinni
framtíð. Nær hefði ráðherrum lík-
lega verið að taka þetta varnarmál
á dagskrá núna heldur en að rikka
þess í stað upp óþarfri pennastriks-
skyndiráðstöfun fyrir svæðið, sem
alls ekki mun hafa nein áhrif á þjóð-
nauðsynlega landnýtingu á svæðinu
en setur hins vegar varnir vegar og
lagna í uppnám.
Að því viðkvæma máli verður
nánar vikið í næsta hluta greinar-
innar.
Jökulsárlón á
Breiðamerkursandi - Friðun
til óþurftar?
Páll Imsland
jarðfræðingur
Mikill hiti var í Söndurum
vegna þessa og ákváðu
þeir að refsa Ólsurum eins
grimmilega og hægt væri, nú
voru góð ráð dýr, settir voru
í gang miklir verkferlar til að
standa í lappirnar og lúffa
ekki fyrir Ólsurum.
Verðum við vegna þessarar
friðunar að búa við það á
næstu áratugum og í fjar-
lægari framtíð að ekki verði
vegasamgöngur og línulagnir
á milli Suðurlands og Austur-
lands vegna þess að ekki
má verja eina hugsanlega
vegar- og línustæðið fyrir rofi
sjávar?
4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r14 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
0
4
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-9
3
B
0
1
D
A
6
-9
2
7
4
1
D
A
6
-9
1
3
8
1
D
A
6
-8
F
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K