Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 16

Fréttablaðið - 04.09.2017, Page 16
Körfubolti Fyrsti sigur íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket lætur bíða eftir sér og eftir tvö þrjátíu stiga töp fyrir Pólverjum og Frökkum um helgina er fátt sem bendir til þess að hann náist á þessu Evrópumóti. Jón Arnór Stefánsson átti sinn langbesta leik á mótinu og íslensku strákarnir stóðu vel í Frökkum í gær með frábærum fyrri hálfleik en það dugði skammt gegn einu besta körfu- boltaliði heims. Þriðja leikinn í röð stungu mótherjarnir af í þriðja leik- hlutanum og á endanum munaði 36 stigum á liðunum. Jón Arnór kom inn í byrjunarliðið og skilaði 23 stigum. Hann skipti um gír frá því í fyrri leikjunum tveimur þar sem lítið gekk hjá kappanum. Íslenska liðið stóð mun betur í mótherjum sínum á EM í Berlín fyrir tveimur árum en Jóni finnst það ósanngjarnt að bera EM í Helsinki saman við mótið í Berlín 2015. „Ég held að það séu mistök að bera þetta saman við mótið í Berlín. Fyrir okkur alla að vera þar í fyrsta skiptið, með allar þessar tilfinningar þar sem við vorum að standa í þjóðum og fá svaka athygli. Allir voru klökkir eftir hvern einasta leik eftir að vera syngja með stuðningsmönnunum. Við erum bara hér og það er mót- læti. Við höfum alveg jafngott af því. Við þurfum að læra af því og höndla það,“ sagði Jón Arnór. Nú eftir þrjá leiki er íslenska liðið ekki aðeins búið að tapa öllum þremur leikjunum sínum heldur öllum með samtals 95 stiga mun. Póllandsleikurinn var hins vegar leikur sem liðið taldi sig eiga mögu- leika á að landa langþráðum sigri. „Við höfum aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið. Við ætluðum að vinna, héldum að við gætum unnið og gerðum okkar besta. Það var ekki nóg. Eftir leikinn var eftir- sjá og okkur langaði að spila leikinn aftur og allt svoleiðis. Þessar tilfinn- ingar voru að poppa upp í gær sem við höfum ekki fundið fyrir áður,“ sagði Jón Arnór. Það er erfitt að mæta í viðtal leik eftir leik og tala um enn eitt stóra tapið. Jón Arnór sinnir þó sínum skyldum með glæsibrag eins og hann er þekktur fyrir. Það gera líka liðsfélagar hans. „Við höfum komist inn á tvö Evr- ópumót í röð og við höfum verið að vinna geggjaða leiki heima í Höll- inni. Þessi skellur er erfiður þegar þú ætlar þér einhverja hluti alveg gríðarlega mikið. Við ætluðum okkur það í gær. Eins sætt og það er að ná markmiðinu þá er alveg hrika- lega erfitt að bregðast hér öllum og sjálfum sér líka,“ sagði Jón. Það má lesa það á reynslumeiri mönnum liðsins að umræðan um andleysi eða baráttuleysi innan liðsins hefur sært menn innan þess. Íslensku leikmennirnir eru höfðinu lægri en flestir mótherjar og glíma við NBA-leikmenn eða leikmenn úr sterkustu félagsliðum Evrópu. Það vissu allir að þetta yrði erfitt og lýjandi að glíma við þessa stóru og kraftmiklu menn. „Mér fannst við koma til baka í dag. Mér fannst við vera frábærir í dag. Einhverjir spekúlantar geta hraunað yfir okkur en við leggjum okkur alltaf fram. Við börðumst eins og við gátum. Menn tala alltaf um eitthvað andleysi, en hvaða and- leysi. Menn eru að leggja sig alla fram í þetta og við erum bara ekki betri en Frakkarnir. Þeir eru alltaf 30 stigum betri en við á hverjum einasta degi nema í einhverjum öskubuskuævin- týrum,“ sagði Jón Arnór. Hann ætlar að njóta tímans í Helsinki þótt verkefnið sé kannski of krefjandi fyrir íslenska liðið í dag. „Ég er að njóta þess að vera hérna. Þetta geta verið einir af mínum síðustu landsleikjum. Ég er svo þakklátur að fá að vera hérna. Spila með Íslandi og fyrir framan þessa áhorfendur. Þegar maður er hættur þessu þá á maður eftir að horfa til baka og hugsa: Djöf- ull var þetta gaman,“ sagði Jón Arnór. Tilfinningar sem við höfum ekki fundið fyrir áður Jón Arnór Stefánsson átti flottan leik gegn Frökkum í gær en það dugði skammt gegn einu besta liði heims. Jón segir að íslenska liðið hafi aldrei upplifað svona vonbrigði áður sem lið eins og að steinliggja á móti Pól- verjum á laugardaginn. Jón vill njóta leikjanna sem eftir eru en gætu þeir verið hans síðustu fyrir landsliðið. Skrifar frá Helsinki Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is 61 79 Ísland Ísland 91 115 Pólland Frakkland Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar 33 - 53 34% - 42% 7/20 - 10/25 17 - 19 50% - 89% 13 - 13 Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar Fráköst Stoðsendingar Skotnýting 3 stiga skot Vítanýting Tapaðir boltar 39 - 39 36% - 68% 9/30 - 10/18 20 - 31 91% - 58% 16 - 11 tölfræði leikjanna Úrslit A-riðill Ísland - Pólland 61-91 Stig Íslands: Hörður Axel Vilhjálmsson 16, Martin Hermannsson 14, Hlynur Bærings- son 6/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 6, Tryggvi Snær Hlinason 4, Kristófer Acox 4, Logi Gunnarsson 3, Pavel Ermolinskij 3, Haukur Helgi Pálsson 3/4 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 2. Grikkland - Frakkland 87-95 Finnland - Slóvenía 78-81 Ísland - Pólland 79-115 Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 23/7 fráköst, Martin Hermannsson 13, Kristófer Acox 10/7 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 10/6 stoðsendingar, Hörður Axel Vil- hjálmsson 8/6 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 5, Elvar Már Friðriksson 3, Brynjar Þór Björnsson 3, Logi Gunnarsson 2, Hlynur Bæringsson 2. Slóvenía - Grikkland 78-72 Finnland - Pólland 90-87 Staðan: Slóvenía 6, Frakkland 5, Finnland 5, Pólland 4, Grikkland 4, Ísland 3. B-riðill Georgía - Þýskaland 57-67 Úkraína - Ítalía 66-78 Ísrael - Litháen 73-88 Georgía - Úkraína 81-88 Litháen - Ítalía 78-73 Þýskaland - Ísrael 80-82 Staðan: Ítalía 5, Þýskaland 5, Lit- háen 5, Georgía 4, Úkraína 4, Ísrael 4. C-riðill Svartfjall. - Ungverjal. 72-48 Tékkland - Spánn 56-93 Króatía - Rúmenía 74-58 Staðan: Spánn 4. Króatía 4, Svart- fjallaland 3, Tékkland 3, Rúmenía 2, Ungverjaland 2. D-riðill Lettland - Belgía 92-64 Rússland - Serbía 75-72 Bretland - Tyrkland 70-84 Staðan: Rússland 4, Lettland 3, Tyrkland 3, Serbía 3, Belgía 3, Bret- land 3. EM í körfubolta Leikir Finna á EM í körfubolta hafa svo sannarlega ekki verið fyrir hjart- veika. Finnska liðið hefur leikið þrjá leiki á mótinu. Einn þeirra fór í framlengingu, einn var tvífram- lengdur og úrslitin í þeim þriðja réðust á lokasekúndunum. Finnar unnu Pólverja í gær, 90-87, eftir tví- framlengdan leik. Ungstirnið Lauri Markkanen, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, dró vagninn fyrir Finnland og skoraði 27 stig og tók níu fráköst. Finnar hafa unnið tvo leiki á EM og tapað einum. Þeir mæta Íslendingum á miðviku- daginn kemur í lokaumferð riðla- keppninnar. Ég held að það séu mistök að bera þetta saman við mótið í Berlín. Jón Arnór Stefánsson Jón Arnór Stefánsson veifar til íslenskra áhorfenda eftir tapið fyrir Frakklandi á EM í körfubolta í gær. Jón Arnór skoraði 23 stig í leiknum. FRéTTABLAðið/ERniR 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N u D A G u r16 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -8 E C 0 1 D A 6 -8 D 8 4 1 D A 6 -8 C 4 8 1 D A 6 -8 B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.