Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 44

Fréttablaðið - 04.09.2017, Side 44
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Gíslína Guðrún Friðbjörnsdóttir myndlistarmaður, Brekkugerði 30, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 28. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. september kl. 13.00. Anna Margrét Bjarnadóttir Einar Björn Bjarnason Guðrún Þóra Bjarnadóttir Gunnlaugur Jón Rósarsson Ólavía Guðrún Gísladóttir Hjördís Diljá Gunnlaugsdóttir Bjarni Rósar Gunnlaugsson Einar Gísli Gunnlaugsson Margrét Sóley Gunnlaugsdóttir Ólafur Þór Magnússon Hólabergi 84, lést á heimili sínu 25. ágúst. Jarðarför fer fram 8. september í Grafarvogskirkju klukkan 13.00. Jenný Ólafsdóttir Svanur Ólafsson Kristín Möggudóttir Katrín Ólafsdóttir makar, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Björk Gísladóttir Fríholti 4, Garði, áður búsett í Bræðraborg, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 27. ágúst, verður jarðsungin frá Útskálakirkju þriðjudaginn 5. september klukkan 14.00. Gunnar M. Magnússon Magnea Inga Víglundsdóttir Unnar Már Magnússon Erna Nilssen Sigfús K. Magnússon Gyða Minný Nilssen Hreinn R. Magnússon Elísabet S. Steinsdóttir Kristvina Magnúsdóttir G. Pétur Meekosha Björgvin Magnússon Laufey Þorgeirsdóttir Sigurður H. Magnússon Birna Björk Skúladóttir Magnea B. Magnúsdóttir Sigurjón Sigurðsson barnabörn og langömmubörn.  476 Rómúlus Ágústus, síðasti vestrómverski keisarinn, er rekinn í útlegð. 626 Li Shimin verður keisari í Kína. 1666 Mikill eldsvoði brennir 13.200 hús í Lundúnum til grunna. 1845 Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir giftast. 1943 Íslandsklukka Halldórs Laxness kemur út. 1954 Þverárvirkjun í Steingrímsfirði er vígð. 1969 Björgvin Halldórsson er kosinn poppstjarna ársins, 18 ára gamall. 1984 Síðasta hrina Kröfluelda hefst. 1998 Larry Page og Sergey Brin stofna Google. Merkisatburðir Lykillinn að árangrinum sem hér hefur náðst er sá að Háskólinn á Akureyri hefur aukið aðgengi að háskóla-námi fyrir alla landsmenn,“ segir Eyjólfur Guðmunds- son, rektor HA, en skólinn fagnar þrjátíu ára afmæli sínu þessa dagana. Að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, formanns afmælisnefndar hefur verið haldið upp á afmælið í allt ár. Hátíðardagskráin hefur hins vegar verið umfangsmikil nú um helgina. Var starfsmönnum boðið í afmælis- boð á laugardag og í gær var opið hús í háskólanum. Þá fer ratleikur nemenda og starfsmanna fram í dag. Nemendur sjá hins vegar sjálfir um dagskrána á afmælisdaginn sjálfan á morgun. „Á afmælisdaginn ætlum við að eiga góða stund með nemendum og eiga uppbyggilegar samræður um hvernig þau sjá framtíðina fyrir sér. Ég hlakka eiginlega mest til þess hluta,“ segir Eyjólfur. Rektor segir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum mikinn, sérstaklega í ljósi efasemd- aradda sem heyrðust þegar skólinn var stofnaður. „Það er í raun og veru ótrúlegt hve mikill árangur hefur náðst á ekki lengri tíma. Hann er langt umfram það sem rætt var um þegar menn voru að efast um að hægt væri að vera með háskólakennslu utan höfuðborgar- innar því við værum svo lítil þjóð í litlu landi,“ segir Eyjólfur og bætir við: „Við höfum svo sannarlega sýnt fram á að sú hugmyndafræði sem lagt var upp með hér í upphafi gekk upp.“ Eyjólfur segir áhrif skólans undan- farna áratugi hafa náð út fyrir Norður- land. „Við höfum útskrifað fólk af landinu öllu. Heildarfjöldi útskrif- aðra er rétt umfram 5.000 en helm- ingur þeirra er af Norðurlandi. Hinn helmingurinn er af öðrum stöðum á landinu. Þannig við erum sannarlega háskóli allra landsmanna.“ Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og var þá boðið upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Nú, þrjátíu árum og rúmlega 5.000 útskrifuðum nemend- um síðar býður skólinn upp á nám í alls sjö deildum. thorgnyr@frettabladid.is Aðgengi lykill að árangri  Háskólinn á Akureyri fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Rektor skólans segir HA skóla allra landsmanna og skrifar árangur undanfarinna áratuga á gott aðgengi. „Uppgjöf eða eðlileg breyting?“ Svo hljóðaði spurningin sem blasti við lesendum Morgunblaðsins að morgni 5. september árið 1973 en degi áður hafði Magnús Torfi Ólafsson menntamála- ráðherra ákveðið að leggja skildi zetuna niður. „Það hafði komið í ljós, þegar nefndin sem vinnur að endurskoðun stafsetn- ingarinnar, var farin að starfa að algjör samstaða var innan hennar um þessa sérstöku breytingu,“ vitnaði blaðamað- ur Morgunblaðsins óbeint í ráðherra. Auk Magnúsar spurði Morgunblaðið fimm karlmenn út í ákvörðunina. Hall- dór Halldórsson, prófessor og formaður nefndarinnar, sagði að líta mætti svo á sem þetta væri róttæk breyting. „Það má líka segja, að þetta sé hvarf til fyrri tíma, vegna þess að þetta er mjög svipað ástand og var fyrir 1929.“ Baldur Jónsson lektor var hins vegar ósáttur við brotthvarf zetunnar og aðrar stafsetningarbreytingar sem gerðar voru samtímis. „Yfirleitt er það mikill ábyrgðarhluti að breyta stafsetningu og það gera menningarþjóðir alls ekki, nema þær séu til neyddar. Þetta veldur miklu meira raski, en menn koma auga á í fljótu bragði.“ Á sama máli var Jón Guðmundsson, yfirkennari við MR. „Ég tel enga ástæðu hafa verið til breytinga á stafsetning- unni.“ Gunnar Finnbogason, sem titlaður var cand. mag., var öllu sáttari og sagði breytingarnar eðlilegar. Erlendur Jónsson íslenskukennari tók í sama streng og benti á að fjöldi rithöf- unda hafi til að mynda alls ekki notað zetuna. – þea Þ EttA G E R ð i St : 4 . S E p t E m b E R 1 9 7 3 Menntamálaráðherrann lagði niður zetuna Magnús Torfi Ólafsson. FréTTabLaðið/GVa Háskólanemum framtíðarinnar gafst um helgina tækifæri til að skoða það sem Háskólinn á akureyri býður. FréTTabLaðið/auðunn 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r20 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -9 8 A 0 1 D A 6 -9 7 6 4 1 D A 6 -9 6 2 8 1 D A 6 -9 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.