Fréttablaðið - 22.09.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 22.09.2017, Síða 2
Veður Suðaustan kaldi í dag og víða rigning sunnan til en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 6 til 13 stig. sjá síðu 20 Sameinuðust í sjálfsvígsforvörnum Fjölmargir mættu og þar á meðal herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á góðgerðardaginn Af öllu hjarta í Kringlunni í gær. Verslanir og veitingastaðir hússins tóku sig þá saman og gáfu fimm prósent af veltu sinni til Pieta sjálfsvígsforvarnasamtakanna. Kiwanisklúbburinn Elliði keypti fyrsta gjafabréfið fyrir meðferð í nýju Pietahúsi og var starfsemi samtakanna kynnt gestum og gangandi. Fréttablaðið/Eyþór umferð „Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af mal­ bikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna. Hesthúsin eru ofan við Kaldár­ selsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjól­ reiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reið­ hjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og bið­ skylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafn­ vel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaum­ ferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“ gar@frettabladid.is Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur Hestamenn segja gerð göngu- og hjólastígs neðan hesthúsa við Kaldárselsveg áhyggjuefni. Hröð umferð hjólreiðafólks nærri hestunum skapi hættu sem verði að afstýra. Helst vilja þeir fá göng undir akveginn fyrir reiðmenn og hestana. þórunn ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina. Fréttablaðið/Eyþór Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys. Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla 29. september í 4 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 44.995 m/morgunmat PRAG Helgarferð á spottprís ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Allt að 39.950 kr. afsláttur á mann Dómsmál Héraðsdómur Reykja­ víkur samþykkti síðasta þriðjudag kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem bíður dóms og var gæsluvarðhaldinu markaður hámarkstími til þriðjudagsins 17. október 2017 kl. 12. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi eða að varðhaldinu yrði markaður skemmri tími. Í niðurstöðu Hæstaréttar í gær er þess getið að hinn kærði úrskurður hafi verið kveðinn upp í þinghaldi 19. september og dómþingi svo slit­ ið kl. 11.50. Lögum samkvæmt má ekki marka gæsluvarðhaldi lengri tíma en fjórar vikur og stytti Hæsti­ réttur því gæsluvarðhaldið um tíu mínútur eða til þriðjudagsins 17. október 2017 kl. 11.50. – aá Gæsluvarðhald stytt um heilar tíu mínútur Dómsmál Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Icelandair beri að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp árið 2010 eftir að hafa verið almennur far­ þegi á heimleið eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum Icelandair. Var honum sagt upp vegna þess að flugfélagið taldi hann hafa verið ölvaðan, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni í garð flugfreyja. Maðurinn var vegna þessa sendur á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Á Vogi kom hins vegar í ljós að maðurinn væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann fyndi fyrir meiri ölvunaráhrifum en meðal maðurinn. Á leiðinni heim hafði hann drukkið tvo bjóra, rauð­ vínsflösku og líkjöra en þótti ekki hafa neytt áfengis í óhófi. Dómur héraðsdóms féll í júní á síðasta ári en skaðabótaskylda Ice­ landair var viðurkennd með dómi Hæstaréttar árið 2013. Í niðurstöðu héraðsdóms árið 2013 kemur fram að ekki hafi verið um kynferðislega áreitni að ræða. Skilyrði fyrir kynferðislegri áreitni hefðu ekki verið uppfyllt heldur væri um óviðeigandi hegðun að ræða. – þea, tpt Sendur á Vog og ranglega rekinn 70 milljónir króna þarf Ice­ landair að greiða í skaða­ bætur. 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 f Ö s t u D A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -3 1 9 4 1 D D 0 -3 0 5 8 1 D D 0 -2 F 1 C 1 D D 0 -2 D E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.