Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.09.2017, Qupperneq 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Þetta ár hefur verið annasamt en um leið gjöfult og ég hef verið svo heppinn að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefn- um,“ segir Þorvaldur Davíð Krist- jánsson leikari en aðeins vika er síðan leikritið 1984, þar sem hann fer með aðalhlutverkið, var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur hefur fengið góða dóma fyrir túlkun sína og segir það sérstaka upplifun að koma að verkefni sem eigi jafnmikið erindi við samtím- ann og 1984. „Ég svaf varla nóttina fyrir frumsýningu, það var svo mikið í gangi. Ríkisstjórnin sprakk þá nótt og leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, átti sinn þátt í að velta við steinum sem urðu til þess að stjórnin féll. Þetta stóð okkur í leikhópnum nærri.“ Listrænir stjórnendur og leik- endur í 1984 sökktu sér niður í rannsóknir á verkinu og segir Þor- valdur það hafa verið krefjandi en á sama tíma mjög gefandi. „Hlut- verk okkar sem störfum í leikhús- inu er að spyrja spurninga, rann- saka tiltekin verk og setja fram kenningar. Í gegnum vinnuferlið voru lagðar fram kenningar sem við reyndum síðan í sameiningu að sannreyna. Stundum spyrjum við réttu spurninganna og stundum ekki. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þessa rannsókn okkar á 1984. Niðurstaða hennar er í raun aukaatriði í stóra samhenginu því það sem skiptir mestu máli er að hún fari fram og þá sérstaklega á viðfangsefnum sem snerta sam- félagið á beinan hátt.“ Þorvaldur undirbjó sig vel undir hlutverkið, las fleiri verk eftir George Orwell og reyndi að setja sig inn í hugarheim skáldsins og finna út hvað hann vildi segja með skrifum sínum. „Ég fer yfirleitt í mikla rannsóknarvinnu þegar ég tek að mér hlutverk. Ég fæ verkið algjörlega á heilann og hugsa vart um annað. Ég geng alla leið, enda er það mín skylda,“ segir hann. Magnað verkefni Í fyrrasumar lék Þorvaldur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Svanurinn sem var frumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Toronto á dögunum. Myndin er gerð eftir sögu Guðbergs Bergs- sonar og var tekin upp í Svarfaðar- dal. „Mér þótti leitt að geta ekki verið viðstaddur frumsýninguna en ég komst ekki vegna sýninga á 1984. Svanurinn verður frumsýnd hérlendis öðru hvoru megin við áramótin. Þetta er eitt mest gefandi hlutverk sem ég hef leikið og mér þykir sérlega vænt um það. Allt vinnuferlið við myndina, fólkið sem ég vann með og umhverfið sjálft varð til þess að þetta er eitt af mínum eftirlætisverkefnum,“ segir hann en aðeins er um hálft ár síðan önnur mynd með honum í stóru hlutverki var frumsýnd, Ég man þig, og hún er enn í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík. Breyttist við að eignast börn Hápunktur ársins er þó án efa fæðing dóttur Þorvaldar. Sú stutta kom í heiminn fyrir tveimur mán- uðum en fyrir á hann fjögurra ára stúlku sem er hæstánægð með að vera orðin stóra systir. Spurður hvort það hafi breytt honum sem manneskja að verða pabbi segir Þorvaldur að svo sé. „Mér fannst ég fyrst byrja að skilja lífið eftir að ég varð pabbi. Það er mannbætandi að eignast börn og maður fer að sjá lífið í öðru ljósi, skilja það betur og á dýpri hátt en áður. Stærsta hlutverkið í lífinu er án efa foreldrahlutverkið. Ég hef leikið föður á sviði en það fær ein- hverja aðra merkingu þegar maður hefur upplifað það sjálfur, þessa skilyrðislausu ást,“ segir hann íhugull og neitar því ekki að hann gæti hugsað sér að eiga fleiri börn í framtíðinni. „Já, ég myndi alveg vilja eiga risastóra fjölskyldu,“ segir hann og brosir. Þorvaldur tekur mikinn þátt í tómstundum eldri dótturinnar sem er byrjuð í tónlistarnámi og fimleikum. „Dóttir mín eða réttara sagt við feðginin erum að læra saman á fiðlu hjá Tónlistarskól- anum Allegro og mætum í tíma einu sinni í viku. Við reynum að æfa okkur saman á hverjum degi og ég læri alveg jafnmikið á fiðluna og hún. Fiðlukennarinn gefur mér engan afslátt,“ segir hann og hlær en Þorvaldur er þó enginn nýgræðingur í tónlistinni. Hann söng með hljómsveitinni Skaf- renningunum, sem gaf út plötu um síðustu jól. „Þar var ég í hlut- verki djasssöngvara. Ég myndi þó ekki skilgreina mig sem söngvara heldur er söngurinn fyrir mér meira eins og skemmtilegt hobbí. Söngurinn vinnur líka með mér í leiklistinni á þann hátt að hann hefur þroskandi áhrif á hlustun, tæmingar og samspil,“ segir Þor- valdur sem hefur sungið inn á sjö plötur í gegnum tíðina. „Ég svaf varla nóttina fyrir frumsýningu, það var svo mikið í gangi. Ríkisstjórnin sprakk þá nótt og leikstjórinn, Bergur Þór Ingólfsson, átti sinn þátt í að velta við steinum sem urðu til þess að stjórnin féll.“ MYND/HANNA Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Alinn upp í leikhúsi Þótt Þorvaldur sé ekki nema 34 ára að aldri hefur hann fengist við leiklist í meira en tvo áratugi. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann lék sitt fyrsta hlutverk á sviði og hann segist meira og minna vera alinn upp í leikhúsi. Það lá þó ekki beint við að fara í leiklist að loknu stúdentsprófi heldur settist hann fyrst á skólabekk að læra lögfræði. „Ég fann fljótlega að það átti ekki vel við mig og ég hóf nám í Leik- listarskólanum. Eftir eitt ár ákvað ég að söðla um og fara í fjögurra ára leiklistarnám til Bandaríkjanna. Ég fékk hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik á síðasta ári mínu í náminu og stuttu síðar hlut- verk í stórri Hollywood-mynd en það var um svipað leyti og eldri dóttir mín fæddist. Ég er afskap- lega þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna við leiklistina eftir að ég útskrifaðist. Því það er alls ekki sjálfgefið. Margir leikarar þurfa að finna sér einhverja aðra vinnu. Það eru í raun algjör forréttindi að fá að leika,“ upplýsir hann. Leiklistin stórkostleg og hræðileg Þegar Þorvaldur byrjaði að leika á sínum tíma var það meira til gamans gert en varð svo að ein- hvers konar þráhyggju, enda auð- velt að fá leiklistarbakteríuna að hans sögn. „Þrátt fyrir að það séu forréttindi að fá að leika þá er leik- listin mjög krefjandi fag. Hún gerir mann algjörlega berskjaldaðan en verður um leið að hálfgerðri fíkn. Tilfinningin sem grípur mann eftir sýningu er þannig að maður sækist í hana aftur og aftur en hún lætur mann finna hvað maður er lifandi. Starf leikarans er bæði stórkostlegt og hræðilegt á sama tíma. Það er ákveðinn ljómi yfir því og í raun forréttindi að fá að segja sögur, setja sig í spor annarra og miðla til fólks, en vinnutíminn er óreglulegur og unnið um kvöld og helgar. Svo er maður alltaf með hugann við vinnuna ef maður hefur metnað fyrir að gera vel og ég fæ hana stundum alveg á heilann,“ útskýrir hann. En hvað myndir þú vilja gera ef þú værir ekki leikari? „Ég hef oft velt því fyrir mér. Ég held ég gæti ekki sagt skilið við listina. En ég gæti hugsað mér að vinna innan hennar á öðru sviði. Það felst ákveðið frelsi í að vinna við listir og ég efast um að ég gæti unnið hefðbundna vinnu frá níu til fimm. Ég hef líka gaman af því sem er áþreifanlegt og rek lítið fyrirtæki með vinum mínum. Við vorum að opna upplýsingasíðu sem heitir www.leikhusin.is. Þar er að finna upplýsingar um allt sem er að ger- ast í leiklistarlífinu á landinu, bæði hjá atvinnuleikhúsunum, útvarps- leikhúsinu, áhugaleikhúsum um land allt, námskeið í leiklist og fróðleik um leiklist. Okkur fannst vanta einn stað þar sem hægt er að sjá hvað er að gerast í leikhúsum yfirhöfuð og þar sem við höfum allir áhuga á leikhúsi lá beint við að opna þennan vef.“ Meira frelsi en áður Þegar þú lítur til baka, hver er mesta breytingin á starfi leikarans frá því að þú steigst fyrst á svið? „Áður fyrr voru leikarar æviráðnir við stóru leikhúsin og þeir sem ekki fengu æviráðningu áttu ekki von á miklum frama í leiklist. Ein mesta breytingin er sú að leikarar eru orðnir sjálfstæðari og geta t.d. valið um að vinna bara í kvik- myndum, sem er alveg nýtt. Tekju- möguleikarnir eru á fleiri og ólíkari sviðum en áður og það gefur leikurum meira frelsi,“ segir Þor- valdur. Sjálfur ætlar hann að taka því rólega eftir að sýningum á 1984 lýkur. „Ég ætla sinna fjölskyldunni og fara í frí í smá tíma en svo taka við nokkur skemmtileg verkefni. Við vorum jú að opna leikhusin.is og því þarf að sinna. Að auki hef ég verið að þróa handrit að kvikmynd ásamt Önnu Gunndísi Guðmunds- dóttur leikstjóra. Við fengum fjárfestinn Andra Gunnarsson með okkur í það verkefni og með hans hjálp höfum við fengið smá svig- rúm til að þróa þetta. Að auki hef ég verið að vinna að smá handbók um fyrstu skrefin í leiktúlkun og stefni ég að því að leggja lokahönd á hana um áramótin,“ segir Þor- valdur Davíð að lokum. Þorvaldur var aðeins 11 ára þegar hann steig fyrst á svið. Hér er hann í hlut- verki í Bugsy Malone. Við feðginin erum að læra saman á fiðlu og mætum í tíma einu sinni í viku. Við reynum að æfa okkur saman á hverjum degi. Framhald af forsíðu ➛ Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. Ferða álaskóli Íslands • www. enntun.is • Sí i 567 1466 pið 8-22 I FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS, Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00, Martha Jensdóttir kennari. nit iðað og ske tilegt ná fyrir þá, sem vilja ky nast Íslandi í máli og myn- du . Námið er opið öllu þeim, sem áhuga hafa á að læra hver ing standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðam nna um Ísland. Stuðst r við nám krá menntamálaráðuneyt sins m viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jar f æði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Ma nleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldná , auk þes sem farið er í vettvangsferðir. msögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögu ám við Ferðamálas óla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þett nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri U sögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskól Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar se fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinn möguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -5 E 0 4 1 D D 0 -5 C C 8 1 D D 0 -5 B 8 C 1 D D 0 -5 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.