Fréttablaðið - 22.09.2017, Page 24

Fréttablaðið - 22.09.2017, Page 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 finnst það gera mun meira á meðan hinum systkinunum finnst þau gera nóg. Stundum er hugtakið nóg ekki það sama í huga allra. Einnig getur komið upp annað vandamál hjá systkinum, þeim gæti fundist að sá sem fékk mest sem barn geri minnst þegar kemur að því að aðstoða for- eldra á efri árum. Samlokukynslóðin Öldruðum foreldrunum finnst sundum samskiptin of lítil á meðan afkomendum finnst þau vera mikil eða allavega nægileg. Blendnar tilfinningar koma þá upp hjá aðstandendum, jafnvel samviskubit eða sektarkennd. Hvernig tengslin voru áður getur haft áhrif á hvernig samskiptin þróast. Ef einhverjir for- tíðardraugar eru í farangrinum þarf að gera þá upp svo foreldrarnir geti átt gott ævikvöld. Það er mikilvægt fyrir aldraða foreldra að hafa stuðn- ing. Ekki með neikvæðni, látum eða nöldri,“ segir Hafdís og bætir við að tímaskortur og vinnuálag sé algengt í þjóðfélaginu og fullorðnu börnin hafa oft nóg með eigin börn. „Þá skapast álag og stress. Þetta er samlokukynslóðin, það er þegar einhver er á milli sinnar eigin fjöl- skyldu annars vegar, það er maka og barna, jafnvel barnabarna, og hins vegar aldraðra foreldra sem þarf að sinna. Uppkomnu börnin reyna að sinna báðum hlutverkunum vel og eru jafnvel í fullri vinnu líka. Við þessar aðstæður upphefst streita, mikið álag og lítil þolinmæði fyrir stundum neikvæðum eða einmana ættingja.“ Tilætlunarsemi foreldra Þegar Hafdís er spurð hvort aldr- aðir foreldrar séu ýtnir eða tilætl- unarsamir við aðstandendur sína, segir hún að það gerist. „Það kemur til dæmis fyrir að hinn aldraði vill enga þjónustu heim þótt hann eigi rétt á henni. Ástæðan er sú að honum finnst að börnin geti séð um þetta. Hann eigi það inni. Sumir vilja gera allt sjálfir þótt þeir hafi ekki burði til þess og aðstoðin lendir á börnunum. Þá koma fagaðilar sterkir inn, til dæmis heimilislæknirinn eða hjúkrunar- fræðingur. Stundum tekur eldra fólk meira mark á lækninum en sínum nánustu. Ég hef séð slæm dæmi þess að aldraðir foreldrar eru svo tilætlunarsamir við uppkomið barn sitt að sá einstaklingur varð hreinlega andlega og líkamlega veikur. Álagið var orðið svo mikið að hann réð ekki við aðstæð- urnar. Það gerir engum gott, hvorki hinum aldraða, né uppkomnu barni hans eða samfélaginu.“ Þunglyndi eða einmanaleiki Þekkt vandamál hjá öldruðum er þunglyndi. Hafdís segir að þegar fólk eldist geti margt gerst sem valdi vanlíðan. „Miklar breytingar geta átt sér stað. Það getur verið ástvina- missir, heilsutap og að fólk er ekki lengur á vinnumarkaði. Mikil sorg getur fylgt þessu æviskeiði. Skiljan- lega finna margir fyrir depurð. Að horfa á eftir maka, vinum og öðrum ástvinum eykur hættu á þunglyndi. Mikilvægt er að fólk geti rætt líðan sína en stundum þarf fagaðila, til dæmis fjölskyldufræðing, til að finna leiðir að betri líðan. Fleiri samverustundir gætu skipt máli en þær þurfa að vera nærandi fyrir báða aðila. Ýmis þjónusta sem er í boði fyrir aldraða getur haft góð áhrif. Námskeið til að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkja það félags- lega. Það getur verið nærandi og skemmtilegt að vera í samskiptum við fólk á sínu reki. Því miður er ég hrædd um að það vanti heilmikið upp á afþreyingu fyrir aldraða en það er samfélagslegt vandamál. Ég hef grun um að það sé frekar verið að greina eldra fólk með þunglyndi eða kvíða þegar það er einfaldlega einmana. Það er bara mín skoðun og engin vísindaleg rannsókn á bak við það,“ segir Hafdís. Að missa ástvin Á efri árum stendur oft eiginkona eða eiginmaður eitt eftir þegar hitt fellur frá. Sumir eru lánsamir og eldast saman. „Auðvitað er best að hafa maka sinn hjá sér. Félagsskapurinn hefur góð áhrif ef sambandið er gott,“ segir Hafdís. „Hins vegar er líka erfitt ef annar makinn er orðinn sjúklingur og hinn í umönnunarhlutverki. Það er mikið álag. Ég hef orðið vör við að börnum hinna öldruðu líður betur að vita af foreldrum sínum saman þar sem oft er áhyggjuefni aðstandenda að aldrað foreldri sé eitt eða einmana.“ Hafdís segir að það sé góð hug- mynd þegar systkini eru fleiri en eitt að þau skiptist á að bjóða foreldrum í mat eða kaffi. „Einnig gæti verið skemmtilegt að hittast heima hjá foreldrunum og fara yfir gamlar ljósmyndir. Ég uppgötvaði sjálf eftir að móðir mín lést og ég fór yfir dánarbúið að ég sat uppi með margar spurningar. Til dæmis hverjir væru á ljósmyndum sem ég fann. Maður heldur að tíminn sé endalaus en svo allt í einu er lífið á enda. Það er því betra að gera hlutina á meðan foreldrarnir eru á lífi og vera sáttur þegar þau kveðja. Gamla fólkið á skilið gott ævikvöld. Á fyrirlestri mínum vænti ég þess að heyra frá gestum um þeirra upp- lifun og þannig geta aðrir lært. Þetta ætti því að geta orðið líflegar og gagnlegar umræður,“ segir Hafdís. Námskeið hennar verður 19. októ- ber. Nánar um það á lausnin.is. Elín Albertsdóttir elin@365.is Framhald af forsíðu ➛ Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur segir að gamla fólkið eigi skilið gott ævikvöld. MYND/ANTON BRINK 2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . S e p T e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RÞjÓNuSTA VIÐ ALDRAÐA 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -3 6 8 4 1 D D 0 -3 5 4 8 1 D D 0 -3 4 0 C 1 D D 0 -3 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.