Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleit- enda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælis- leitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og von- brigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilis- leysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbinding- um. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar. Móttaka flóttafólks; Eftir- eða örvænting? Árni Gunnarsson formaður Rauða krossins í Reykjavík Kvótaflótta- fólk fær margvísleg- an stuðning fyrsta árið auk hús- næðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Það er ekki seinna vænna því það einfald- lega gengur ekki í okkar velferðarsam- félagi að fólk sé á götunni og það jafnvel með börn á vergangi. Það ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á Íslandi og hvergi er ástandið jafn slæmt og hjá þeim sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Stöðug fjölgun ferðamanna leiðir af sér að sífellt hærra hlutfall íbúðarhús-næðis er nýtt fyrir ferðaþjónustu í svokall- aðri Airbnb útleigu, auk þess sem stórt hlutfall eigna á höfuðborgarsvæðinu er í eigu örfárra fasteignafélaga sem á sinn þátt í að fasteigna- og leiguverð er langt umfram það sem eðlilegt getur talist í hlutfalli við ráð- stöfunartekjur fjölmargra landsmanna. Í mars á þessu ári hafði Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á orði að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu þyrftu að koma sér saman um að banna Airbnb til þess að reyna að tryggja eðlilegt framboð á litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Skömmu áður hafði Íslandsbanki sent frá sér skýrslu um íslenska ferðaþjónustu þar sem kom fram að aukn- ingin á virkum gistirýmum með Airbnb hafi verið 116% á einu ári. Ekkert varð úr sameiginlegum aðgerðum en Kópavogsbær klóraði þó í bakkann fyrir skömmu með því að gefa neikvæðar umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, viðurkenndi fyrir skömmu að stefna borgarinnar dygði ekki til þess að hjálpa þeim sem væru í mestum vanda þar sem borgin hafi reynt að leggja áherslu á félagslega blöndun. Vel komi þó til greina að Félagsbústaðir fari að byggja íbúðir til þess að takast á við vandann og að borgin sé einnig að skoða að rýmka reglur um íbúðakaup til þess að koma til hjálpar þeim sem verst eru staddir. Það er ekki seinna vænna því það einfaldlega gengur ekki í okkar velferðarsamfélagi að fólk sé á götunni og það jafnvel með börn á vergangi. En það er ekki hægt að skella skuldinni allri á stóru sveitarfélögin. Hafnarfjörður er að grípa til aðgerða í þessum efnum eftir að hafa um tíma glímt við einkar erfiða fjárhagsstöðu. Garðabær, Seltjarnarnes og Mos- fellsbær virðast hins vegar ekki axla ábyrgð á félags- legum húsnæðisúrræðum með sama hætti, því þar er hlutfall félagslegs húsnæðis mun lægra. Þetta er auð- vitað allt annað en ásættanlegt enda hefur Ármann Kr. Ólafsson bent á óréttlætið í því að sveitarfélögin deili ekki þessari ábyrgð með jöfnum hætti. Þetta er vita- skuld hárrétt hjá Ármanni. Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismála- ráðherra, telur að hlutverk ríkisins sé fyrst og fremst að sjá um samræmingu og aðstoð fyrir sveitarfélögin. Það er ágætt í sjálfu sér en eins og málin eru að þróast þá þarf ríkið ótvírætt að koma að þeim með meira afgerandi hætti. Það þarf að koma böndum á eigna- söfnun örfárra fasteignafélaga og það þarf að setja mun strangari hömlur á útleigu húsnæðis fyrir ferða- þjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og tryggja ábyrgð allra sveitarfélaga. Það gengur ekki að sum sveitarfélög og svo ríkisvaldið sjálft séu stikkfrí undan aðgerðum þegar fólk er á götunni. Stikkfrí Flokksystkinin mótmæla Ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina um að það felist í því „sokkinn kostnaður“ fyrir Reykjavík að taka við börnum hælisleitenda hafa réttilega vakið hörð viðbrögð. Ekki var við öðru að búast þegar kjörinn fulltrúi elur á ótta á svona ógeð- felldan máta til að næla sér í atkvæði. Viðbrögð flokkssystkina hennar vöktu sérstaklega ánægju. Formaður flokksins sagði ummælin í engu samræmi við stefnu flokksins og þá mót- mæltu ungir framsóknarmenn þeim kröftuglega. Viðbrögðin veita von um að viðhorf full- trúans séu í miklum minnihluta innan flokksins. Enn ein viðvörunin Hagar sendu frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði fyrir helgina. Þar vöruðu stjórnendur félagsins við því að EBITDA ársfjórðungs- ins yrði um tuttugu prósentum lægri en í fyrra. Viðbúið er að markaðurinn taki ekki vel í við- vörunina og kæmi lítið á óvart ef hlutabréfin tækju dýfu í dag, en þau hafa lækkað um 29 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína í maí. Fáir munu kætast yfir því, nema ef til vill þeir fjárfestar sem hafa skortselt bréf í félaginu á undanförnum mánuðum, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þeir séu allmargir. kristinningi@frettabladid.is 8 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R10 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 F -0 6 7 4 1 D 6 F -0 5 3 8 1 D 6 F -0 3 F C 1 D 6 F -0 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.