Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Sólveig ætlar enn að snara og hanga í kaðli þegur hún verður 92 ára – og eitthvað lengur. Mynd/ERnIR Sólveig stundaði skíðaíþrótt­ina á yngri árum en eftir að hún hætti því leitaði hún lengi að hreyfingu sem hentaði henni. „Ég prófaði að sjálfsögðu eróbikk og pallaleikfimi, body­ pump og fleira. Fór síðan að lyfta lóðum og hlaupa á bretti. En fyrir sex árum kynntist ég crossfit og þá var ekki aftur snúið. Mér fannst ég næstum frelsuð.“ Hvaða líkamsrækt stundar þú í dag? „Í dag er ég í crossfit sem er hrikalega skemmtilegt. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir enda er ég í fullu starfi sem CF þjálfari í CrossFit Reykjavík þar sem iðk­ endur mínir eru frá 6 ára og alveg upp í 70 ára. Svo koma lítil kríli innan við eins árs þrisvar í viku með foreldrum sínum í foreldra­ crossfit,“ svarar Sólveig sem sér um allt unglingastarf á stöðinni. „Stór hópur af 10 til 12 ára og 13 til 16 ára unglingum æfir hjá okkur og það finnst mér mjög skemmtilegur aldur.“ Sólveig æfir sjálf fimm til sex sinnum í viku. Hver er uppáhaldsæfingin þín? „Uppáhaldsæfingin mín er snörun (önnur ólympíska lyftan) og kaðla­ klifur.“ Hver er besta teygjan? „Ég byrja líklegast oftast á því að teygja létt á mér með spiderman og djúpri hnébeygjustöðu, til að liðka mig í mjöðmum.“ Þegar kemur að mataræði segist Sólveig borða eins hreina fæðu og hún mögulega geti og forðast sykur og sætuefni. „Ég hef í huga magn og gæði kolvetnis, próteins og fitunnar þegar ég set saman máltíðirnar mínar. Mér líður vel af þessari fæðu og síðan ég tók til hjá mér þá fæ ég aldrei ,,pylsuputta“ eins og ég kallaði það og útbelgdan maga, sem hefur líklega stafað af því að ég borðaði eitthvað sem ég bara þoldi ekki.“ Er eitthvað sem þú neitar þér um? „Í raun er ég ekki að neita mér um neitt sem mig langar í. Ég hef til dæmis ekki drukkið gos síðan ég var í menntaskóla og er afar vand­ lát á sælgæti eða slikkerí. En hef verið sykurlaus síðan í mars og mér finnst það bara ekkert mál, þegar ég tek svona skurk. Í staðinn fæ ég mér ber og rjóma meðan aðrir fá sér köku, ís eða nammi.“ Hvernig er dæmigerður mat- seðill? „Morgunmatur: Gróf hafragrjón, kókosflögur, rúsínur, möndlur og væn sletta af hreinu skyri og mjólk. Einn bolli af góðu pressukaffi. Ef ég verð rosa svöng fyrir hádegismat fæ ég mér oft banana og möndlur. Hádegismatur: Túnfiskur/egg og fullt af grænmeti og alltaf avókadó. Eftir æfingu um þrjúleytið fæ ég mér próteinsjeik eða skyrboost sem ég bý mér til sjálf. Kvöldmatur: Samanstendur oftast af kjúklingi/fiski/ommilettu, sætum kartöflum og fullt af salati.“ Hvað borðar þú fyrir og eftir æfingu? „Ég æfi oftast eftir hádegis­ tímana mína svo hádegismaturinn stendur með mér þangað til. Ég er alveg laus við það að sturta í mig einhverjum göróttum drykkjum og drekk bara vatn. Ég held að enginn hafi gott af svona svakalega miklu magni af koffeini eins og margir af þessum drykkjum innihalda og fólk drekkur í tíma og ótíma. Og ég verð alveg úthverf ef unglingarnir mínir sem æfa hjá mér í CFRvk voga sér að koma með svona drykki á æfingu.“ Sólveig segist ekki narta mikið milli mála. „En það kemur þó fyrir og þá er nærtækast að grípa í ávöxt, hnetur eða möndlur. Núna er ég með æði fyrir brokkólíi og ef ég á sýrðan rjóma þá finnst mér geggjað að dýfa kálinu í hann. Meðan ég var í skólanum og lá með nefið ofan í skólabókunum fékk ég mér líka stundum popp sem ég poppa upp úr kókosolíu og það finnst mér sjúklega gott.“ Áttu einhver góð heilsuráð? „Góð heilsa samtvinnast í líkama og sál og því ættum við að umgangast eins mikið af jákvæðu og skemmti­ legu fólki og við mögulega getum. Okkur líður betur og við verðum betri manneskjur. Fólk er gert til að hreyfa sig en ekki sitja meiri­ hluta dags. Því verðum við að hreyfa okkur svo að við verðum ekki aumingjar. Nauðsynlegt er að hafa gaman af því sem við ætlum að gera, leiðinleg líkamsrækt gerir lítið gagn því við gefumst örugg­ lega upp innan tíðar. En hafa ber í huga að styrktaræfingar eru mjög mikilvægar fyrir vöðva og bein þótt við séum orðin fjörgömul. Þess vegna ætla ég að snara og hanga í kaðli þegar ég verð 92 ára og eitthvað lengur.“ Sólveig Gísladóttir solveig@365.is ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Fólk er gert til að hreyfa sig en ekki sitja meirihluta dags. Því verðum við að hreyfa okkur svo að við verðum ekki aumingjar. 2 KynnInGARBLAÐ FÓLK 8 . ág ú S t 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U dAG U R 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 F -0 1 8 4 1 D 6 F -0 0 4 8 1 D 6 E -F F 0 C 1 D 6 E -F D D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.