Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 20
Pallbílar voru hér á árum áður bæði fremur slakir akstursbílar á hefð- bundnum vegum og fremur hráir er kom að innréttingu og nýjustu tækni. Nú eru breyttir tímar Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@365.is Pallbílar eru ekki bara vinsælir í henni Ameríku, þeir eru einnig vinsælir hér á landi og henta vel hérlendis, sérlega fyrir þá athafnasömu og ævintýragjörnu. Það var því ekki slæmur kostur að hafa Volkswagen Amarok sem ferðafélaga í fjallahjólaferð á Fells- ströndina fyrir skömmu og gleypti þægilega stór pallur bílsins létt tvö fjallahjól og meira til. Svona bílar eins og Amarok eru einmitt einkar hentugur kostur fyrir þá sem taka hjólin með sér í för um landið. Með því að hafa þau á pallinum skitna þau ekki að neinu ráði og ef keypt er lok á pallinn er allt tandurhreint undir. Ekki þarf að efast um flutningsgetu Amarok, en hann tekur einnig 5 farþega í dual-cab útgáfunni og það fer vel um alla innanborðs. Talsvert úrval er til staðar fyrir þá sem velja sér pallbíla hér á landi, svo sem Toyota Hilux, Nissan Navara og Mitsub- ishi L200, auk Amarok. Að auki fer að styttast í komu pallbíls frá Mercedes Benz. Hilux, Navara og L200 komu allir af nýrri kynslóð í fyrra, en Amarok hefur fengið and- litslyftingu nýverið og mesta breyt- ingin er fólgin í betri og aflmeiri vélum sem eyða merkilega litlu. Mikið afl en lítil eyðsla Pallbílar voru hér á árum áður bæði fremur slakir akstursbílar á hefðbundnum vegum og fremur hráir er kom að innréttingu og nýjustu tækni. Nú eru breyttir tímar og pallbílar nútímans eru orðnir fágaðir bílar, flottir að innan, með nýjustu tækni og miklu nær hefðbundnum fólks- bílum í akstri. Því eru þeir orðnir prýðilegur kostur jafnvel sem eini bíll heimilisins. Ekki þarf lengur að óttast háar eyðslutölur og það sannaðist vel í reynsluakstrinum á Amarok, en hann var með rétt rúmlega 8 lítra á hverja 100 km í löngum túrnum á Fells- ströndina þrátt fyrir að hann væri með öflugasta vélarkostinum. Amarok-bíllinn sýndi svo sínar bestu hliðar er hann var tekinn á rúntinn á malarveginum á Fells- ströndinni og inn Flekkudalinn þar sem vegurinn var orðinn að ógn fyrir fólksbíla. Þar kom fimi og liðleiki bílsins vel í ljós og ekki skemmdi mikið afl bílsins fyrir, en undir húddinu leyndist 3,0 lítra dísilvél, 224 hestafla með 550 Nm togi. Hún tengist við frá- bæra 8 gíra sjálfskiptingu. Þessi skipting er með afar lágt gíruðum Fágaður kraftaköggull Kostir og gallar VolKswagen aMaroK l 3,0 lítRa dísilvél l 224 hestöfl l fjóRhjóladRif eyðsla frá: 8,0 l/100 km í bl. akstri Mengun: 211 g/km CO2 hröðun: 7,9 sek. hámarkshraði: 193 km/klst. verð frá: 7.690.000 kr. Umboð: Hekla l afl véla l staðalbúnaður l aksturseiginleikar l Útlit l ekkert lágt drif l engir öryggispúðar aftur í Volkswagen hefur uppfært vélakostinn í pallbílnum Amarok og nú er hægt að fá hann með hrikalega öflugri 224 hestafla 3,0 lítra dísilvél sem eyðir samt merkilega litlu. Amarok er vel búinn og góður ferðafélagi. Volkswagen amarok pallbíllinn hefur fengið andlitslyftingu undir húddinu og er nú með heil 224 hestöfl. Þrátt fyrir aflið er eyðslan merkilega lítil. FYRIR AÐEINS ENDALAUST TAL OG SMS 2.590 KR. Á mánuði SUMARLEIÐIN – FULLT AF GAGNAMAGNI FYRIR MINNA SKRÁÐU ÞIG Á 365.IS * B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð i ð 8 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ R i Ð j U d a g U R6 R f R é t t Ð Ð Bílar 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 F -2 4 1 4 1 D 6 F -2 2 D 8 1 D 6 F -2 1 9 C 1 D 6 F -2 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.