Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 30
Fyrsti maðurinn, sem datt í hug hugmyndafræðin á bak við sjálfrennireiðina, var einn
frægasti Ítali allra tíma, Leonardo
da Vinci. Árið 1478 teiknaði hann
hugmyndina að fyrsta bílnum
sem drifinn var áfram af fjöður
sem trekkja þurfti upp áður en í
ferð skyldi halda, en ferðin yrði
þó aðeins 40 metra löng áður en
trekkja þyrfti fjöðrina upp aftur.
Snilldin við hönnun hans var
framúrstefnuleg stýring sem hægt
var að forstilla fyrir ferðina, þ.e.a.s.
að bíllinn myndi beygja til hægri
eða vinstri eftir ákveðið marga
metra. Það mætti segja að þetta
hafi einnig verið fyrsta hugmyndin
að forritanlegu tæki.
Brunahreyfillinn
Fyrstu eiginlegu bílarnir voru
gufudrifnir, ópraktískir, stórir
og þungir. Árið 1852 hönnuðu
Ítalirnir Eugenio Barsanti og Felice
Matteucci fyrsta brunahreyfilinn,
sem svipar til þeirra véla sem við
þekkjum í bílum í dag. Rétt fyrir
aldamótin 1900 hófu fyrstu ítölsku
bílaframleiðendurnir störf undir
nokkrum áhrifum frá frönskum
brautryðjendum. Fyrsti fram-
leiðandinn er talinn vera Stefanini-
Martina árið 1896 en á þessum
tíma voru allir bílaframleiðendur
mjög litlir og framleiðsla lítil enda
voru bílar í þá daga algjör mun-
Land ofurbíla og hönnunar
Á síðustu þremur
árum hefur á
þessum vett-
vangi verið fjallað
um þátt Japans,
Þýskalands,
Bandaríkjanna,
Frakklands og
Bretlands í bíla-
sögu heimsins og
rétt að ljúka þessu
greinasafni á
hönnunarlandinu
Ítalíu enda hafa
margir ítalskir
bílar orðið öðrum
frægari vegna
hönnunarinnar.
Ítalía
Sindri Snær Thorlacius
aðarvara. Um aldamótin 1900 voru
margir minni bílaframleiðendur á
Ítalíu sem hurfu ýmist í heimsstyrj-
öldunum tveimur eða í kreppunni
á áttunda áratug síðustu aldar.
Stóru merkin urðu til
Það var ekki fyrr en FIAT var
stofnað af fjárfestum með öldunga-
ráðsmanninum Giovanni Agnelli
í fararbroddi árið 1899 í Tórínó
að hjólin fóru að snúast af alvöru.
Þremur árum síðar vann FIAT sinn
fyrsta kappakstur með aðstoð öku-
þórsins Vincenzo Lancia sem síðar
átti eftir að stofna sitt eigið fyrir-
tæki. FIAT náði skjótt árangri og
árið 1910 var það með yfirhöndina
á markaðnum á Ítalíu og hefur haft
hana síðan ásamt því að hafa verið
eitt stærsta iðnaðarveldi heims á
sínum tíma.
Lancia Automobiles var stofnað
árið 1906 af ökuþórunum Vin-
cenzo Lancia og Claudio Fogolin.
Lancia þótti framúrstefnulegur
framleiðandi og var leiðandi í
þróun ýmiss búnaðar. Bílar þeirra
voru fyrst um sinn dýrir lúxusbílar.
Í fyrri heimsstyrjöldinni reyndust
stríðsvélar sem Lancia framleiddi
ótrúlega sigursælar.
ALFA (Anonima Lombarda
Fabbr ica Automobili) var stofnað
í Mílanó árið 1910 sem undir-
merki franska bílaframleiðandans
Darracq. Strax ári síðar sendi
ALFA tvo bíla í Targa Florio kapp-
aksturinn og þar með hófst mikil
kapp aksturs saga fyrirtækisins.
Giuseppe Campari, Enzo Ferrari
og Ugo Sivocci. Sá síðastnefndi var
hæfileikaríkur og tæknilegur öku-
þór en þótti einkar seinheppinn. Til
að sporna við ólukku lét hann árið
1923 setja mynd af fjögurra blaða
smára á hvítum bakgrunni á hlið
rauða bílsins. Sivocci vann þennan
kappakstur sem var fyrsti alþjóðlegi
sigur Alfa Romeo. Fjögurra blaða
smárinn átti eftir að vera merki Alfa
Romeo í kappakstri allt til þessa
dags. Scuderia Ferrari var stofnað í
Modena árið 1929 sem kappakst-
urslið undir stjórn Enzo Ferrari sem
notaðist einungis við bíla frá Alfa
Romeo. Enzo Ferrari var sigursæll
ökuþór þangað til árið 1931 þegar
hann ákvað að hætta keppni út af
komu sonar síns, Dino, í heiminn.
Scuderia Ferrari þýðir „Hesthús
Ferrari“ en Enzo Ferrari sá um að
vera styrktar aðili, umboðsmaður
og liðsstjóri fjölda ökuþóra. Alfa
Romeo átti erfitt í kreppunni uppúr
1930 og sagði sig frá kappakstri árið
1933. Scuderia Ferrari tók þá við
kappakstursliði Alfa Romeo. Árið
1938 vildi Alfa Romeo breyta nafn-
inu á liðinu í Alfa Corse sem lagðist
illa í Enzo. Hann var látinn fara með
því skilyrði að hann myndi ekki
keppa í kappakstri eða gefa út bíl
næstu fjögur árin undir eigin nafni.
Það breytti því hins vegar ekki að
hann fór strax í að láta hanna fyrsta
bílinn sinn frá grunni, Tipo 815,
sem bar þá nafnið AAC (Auto Avio
Costruz ioni).
Stund milli stríða
Árið 1918 yfirgaf Claudio Fogolin
Lancia og tók mikla fjárhæðir
með sér úr fyrirtækinu. Vincenzo
Lancia hafði miklar áhyggjur af
því að hann væri að missa tök á
fyrirtækinu. Hann þurfti að endur-
skipuleggja verksmiðjur sínar eftir
heimsstyrjöldina og hefja fram-
leiðslu bíla sem fyrst og þurfti það
að ganga vel ef hann ætlaði að
geta borgað starfsfólki sínu laun.
Fyrst kom út Lancia Kappa sem var
skref í rétta átt en árið 1922 kom út
Lambda sem breytti iðnaðinum.
Í fyrsta sinn varð til grindarlaus
fólksbíll þar sem styrkurinn var
allur í yfirbyggingunni og einnig
var hann með sjálfstæða framfjöðr-
un ásamt fleiri nýjungum. Vin-
cenzo fékk heimsókn frá Banda-
ríkjamanni að nafni Flocker sem
gaf honum hugmynd. Hann vildi
fara í útrás á bandaríska markað-
inn. Hann lét hönnuði og verka-
menn sína hætta öllum störfum
og einbeita kröftum sínum að
hönnun og smíði risastórs lúxus-
bíls með V8 vél. Af honum seldust
í kringum 1.700 eintök en Lancia
dró sig út af Bandaríkjamarkaði
Maserati var stofnað árið 1914
í Bologna af fimm bræðrum sem
báru ættarnafnið Maserati. Fyrst
um sinn smíðuðu þeir kapp-
akstursbíla fyrir önnur fyrirtæki.
Það var ekki fyrr en árið 1926 sem
Maserati sendi frá sér bíl undir
eigin nafni. Það ár vann Maserati
hinn fræga Targa Florio kapp-
akstur og komst á kortið sem
kapp akstursbílaframleiðandi.
Árið 1937 seldu bræðurnir fyrir-
tækið manni að nafni Adolfo Orsi
en héldu áfram að vinna í verk-
smiðjunni í áratug þangað til þeir
héldu á önnur mið. Maserati var
ofarlega skrifað í kappakstri og
vann m.a. Indianapolis 500 árin
1939 og 1940.
Fyrri heimsstyrjöld
Eins og hjá öllum þjóðum sem tóku
þátt í heimsstyrjöldunum tveimur
sneru flestir bílaframleiðendur sér
að framleiðslu hergagna, hvort sem
það voru byssur, flutningabílar,
jeppar, skriðdrekar eða flugvélar, á
meðan styrjaldirnar stóð yfir. Árið
1915 tók maður að nafni Nicola
Romeo við ALFA og breytti nafni
þess í Alfa Romeo. Fyrst um sinn
voru Alfa Romeo bílar fyrst og
fremst kappakstursbílar og sport-
bílar fyrir þá ríku. Þeir höfðu alla
bestu ökuþórana á sínum snærum
og má þar nefna Antonio Ascari,
Lamborghini Countach sem þykir ein fallegasta bílahönnun sögunnar. Frægari plakatbíl er erfitt að finna.
Eftir stríð urðu litlir og hagkvæmir bílar mjög vinsælir. Fiat Nuova seldist í um fjórum milljónum eintaka.
Fitat 500 a topolino bíllinn stórkostlegi sem kostaði 8.900 lírur.
8 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A g U R8 B Í l A R ∙ F R É t t A B l A Ð I Ð
Bílar
0
8
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
6
F
-2
9
0
4
1
D
6
F
-2
7
C
8
1
D
6
F
-2
6
8
C
1
D
6
F
-2
5
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K