Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 2
Veður Gengur í sunnan 8-13 með rign- ingu, en hægari og úrkomulítið fram eftir degi um landið austan- vert. Suðvestlægari um kvöldið. Hiti 9 til 15 stig. sjá síðu 18 MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu  Stöðug umferð frá Eyjum til lands Herjólfur og Akranes fluttu gesti þjóðhátíðar til Landeyjahafnar í allan gærdag. Herjólfur byrjaði snemma nætur en Akranes fór sína fyrstu ferð klukkan sjö um morgunn. Flugfélagið Ernir flaug á milli lands og Eyja en einnig flugu minni vélar frá Eyjum á Bakka. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson sAMFÉLAG Útihátíðir verslunar- mannahelgarinnar fóru flestar far- sællega fram. Undantekningu var að finna á Flúðum þar sem ölvun og vímuefni voru áberandi. Þá komu upp nokkur kynferðisbrotamál. Í Vestmannaeyjum fór hin árlega Þjóðhátíð fram. Lögreglan áætlar að hátíðin í ár hafi líklega verið sú fjölmennasta frá upphafi en þegar mest var voru gestir um 16 þúsund. Nokkuð var um ölvun og um fimm- tíu fíkniefnamál komu upp. Að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyj- um, var meira um harðari fíkniefni nú en fyrri ár. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu. Í tilkynningum frá lögreglu yfir helgina kom fram að tvö kynferðis- brotamál hefðu komið upp sem teldust upplýst. Lögreglan upplýsir ekki um brot sem enn eru til rann- sóknar og því möguleiki að þau hafi verið fleiri. Á Flúðum kom fólk saman til að skemmta sér. Aðfaranótt laugardags og sunnudags fór hins vegar meira fyrir vímu, ölvun og slagsmálum heldur en skemmtun. Lögregla þurfti ítrekað að skakka leikinn og tjaldsvæðið var hið ósnyrtilegasta. Síðasta kvöldið var mun rólegra en hin tvö fyrri. Tvö kynferðisbrot voru tilkynnt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um helgina. Þá höfðu alls fimm leit- að á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Algengt er að þol- endur leiti ekki strax á neyðarmót- tökuna heldur komi þegar nokkrir dagar hafa liðið frá verknaðinum. Á Akureyri fór fjölskylduhátíðin Ein með öllu fram, á Bolungarvík Um 50 fíkniefnamál á borð lögreglu í Eyjum Minnst fimm kynferðisbrotamál voru tilkynnt lögreglu um nýliðna verslunar- mannahelgi. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er sú fjölmennasta til þessa. Sextán þúsund manns voru þar samankomnir þegar mest var. Umferðin gekk vel. Herjólfsdalur var þéttsetinn en áætlað er að ríflega 16 þúsund manns hafi verið í honum þegar mest var. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson FjöLMiðLAr Sænski fréttaskýringa- þátturinn Uppdrag granskning sem afhjúpaði aflandsfélagseign Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, er til- nefndur til Emmy-verðlauna. „Herra forsætisráðherra, hvað get- urðu sagt mér um félag sem nefnist Wintris?“ spurði fréttamaðurinn Sven Bergman þáverandi forsætis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í viðtalinu afdrifaríka. Eftir að viðtalið við Sigmund Davíð var birt sagði hann af sér embætti forsætisráðherra. Ríkis- stjórnin sat áfram en alþingiskosn- ingum var flýtt. Bjarni Benedikts- son, þáverandi fjármálaráðherra, og Ólöf heitin Nordal, þáverandi innan ríkisráðherra, voru einnig nefnd í skjölunum. Í frétt á vef sænska ríkissjón- varpið kemur fram að þátturinn sé tilnefndur til alþjóðlegra verðlauna í flokki dægurmála. – kk Panama-þáttur fær tilnefningu LöGreGLuMáL Maður í annarlegu ástandi reyndi ítrekað að komast inn á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut um klukkan fimm í gærmorgun. Maðurinn neitaði að fara er öryggisverðir höfðu afskipti af honum. Hann neitaði jafnframt að gefa lögreglu upp kennitölu sína og vildi ekki framvísa skilríkjum. Maðurinn var handtekinn og vist- aður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru afskipti höfð af konu í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún var að kasta af sér vatni á tröppum Alþingishússins. Konan var kærð fyrir brot á Lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. – kó Vildi inn á Barnaspítala BANDAríKiN Læknar hafa borið kennsl á karlmann sem lét lífið í árásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. september 2001. Maðurinn er 1.641. fórnarlambið sem borin hafa verið kennsl á eftir hryðjuverkaárásirnar, en alls létu 2.753 manns lífið í árásunum. Nafn mannsins hefur ekki verið birt að ósk fjölskyldu hans. Sérfræðingar á vegum New York- borgar hafa á undanförnum árum beitt sérstakri tækni til þess að vinna erfðaefni úr þeim líkamsleifum sem hafa fundist. Í frétt breska ríkisút- varpsins segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar yfir fjöru- tíu prósenta þeirra sem létu lífið í árásunum fyrir sextán árum. – kij Enn að bera kennsl á látna Enn á eftir að bera kennsl á líkams- leifar fjölmargra. Fréttablaðið/EPa voru nýir Evrópumeistarar í mýrar- bolta krýndir og á Egilsstöðum sóttu fjölskyldur unglingalandsmót UMFÍ. Á öllum stöðum var skemmt- anahald til fyrirmyndar að sögn lög- reglumanna á stöðunum. Að hátíðarhöldum loknum þurfti fólk að koma sér aftur til síns heima. Umferðin gekk víðast hvar hægt en örugglega fyrir sig. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir hádegi í gær eftir að húsbíll valt á Steingríms- fjarðarheiði. Tveir voru í bílnum og kastaðist annar út úr bílnum við veltuna. Flogið var með báða á Landspítalann í Fossvogi. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Mikið umferðareftirlit var í Land- eyjahöfn en engum var hleypt undir stýri nema sá hinn sami blési fyrst hjá lögreglu. Um tuttugu voru stöðv- aðir fyrir ölvunarakstur og nokkrir voru beðnir um að fá sér kaffi og doka örlítið áður en lagt væri í hann. johannoli@frettabladid.is 8 . á G ú s t 2 0 1 7 Þ r i ð j u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 E -F 7 A 4 1 D 6 E -F 6 6 8 1 D 6 E -F 5 2 C 1 D 6 E -F 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.