Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is T vær langlífar og nátengdar mýtur einkenna viðhorf Íslendinga til umhverfismála og umræðunnar um kolefnisspor okkar. Annars vegar er það sú hugmynd að lífsstíll okkar sé umhverfisvænn, einfaldlega vegna þess að 99 prósent af orku sem nýtt er til húshit- unar og rafmagnsframleiðslu á landinu koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Hin goðsagan er sú að Íslendingar – hinir miklu frumkvöðlar í endur- nýjanlegri orku – standi öðrum ríkjum framar þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starf- semi er mæld. Hvorugt á sér stoð í raunveruleikanum. Ný rannsókn, sem unnin var af vísindamönnum við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands, sýnir fram á að neysludrifið kolefnisspor íslenskra heimila er áþekkt því sem gerist meðal þjóða Evrópusambandsins. Sérstaða okkar í orku- málum skiptir hér engu máli. Í rannsóknarniðurstöðum kemur fram að kolefnisspor Íslendinga er 55 prósentum stærra en útblástursmælingar innan landamæra landsins gefa til kynna. Það eru einmitt slíkar mælingar sem liggja til grundvallar þegar markmið hafa verið sett um minni útblástur (40 prósent fyrir árið 2030 í tilfelli Íslands). Þetta eru markmið þar sem einfald- lega er ekki verið að taka á vandanum. Þetta þýðir jafnframt að um 71 prósent útblásturs heimila kemur til vegna innfluttra vara og að útblástursbyrðin er að mestu í þróunarríkjum. Þetta er sláandi staðreynd, þá sérstaklega þegar litið er til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um mótvægisaðgerðir þjóðríkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Undanfarna áratugi hefur áherslan verið á að fá ríkin til að stuðla að umhverf- islegri sjálfbærni innan landamæra sinna þegar staðreyndin er sú að menguninni er í raun útvistað frá auðugum löndum eins og Íslandi til þróunar- ríkja. Vonandi verða rannsóknir af þessum toga til þess að við tökum upp víðtækari nálgun á útreikn- inga á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Mögulega er þrautseigja þessara goðsagna ástæðan fyrir því að umræðan um losun gróður- húsalofttegunda er jafn máttlaus hér og raun ber vitni. Rannsóknir sem þessi og fleiri af sama toga verða vonandi til þess að virkja þá ástríðu sem við sannarlega höfum fyrir umhverfismálum. Næst þegar ráðamenn svara spurningum um aðgerðir í losunarmálum þá ættum við öll að leiða hjá okkur háfleyg ummæli um árangur okkar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Sá árangur er ekki afsökun fyrir því að ganga ekki lengra og setja það fordæmi sem svo mikil þörf er á. Goðsögnin um hreina Ísland Í rannsóknar- niðurstöðum kemur fram að kolefnis- spor Íslend- inga er 55 prósentum stærra en útblásturs- mælingar innan landa- mæra lands- ins gefa til kynna. Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenn- ingur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrir- tækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað. Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Ice- save sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórn- völdum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga. Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði. Lýðræðið Innan stjórn- málaflokk- anna verður lýðræði gras- rótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á fram- bjóðendum á lista. Síðan 1927 Appelsín í gleri og Síríuslengja VINUR VIÐ VEGINN Í 90 ÁR 90 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Í DAG 90 kr. Hámark 5 tilboð á mann, meðan birgðir endast Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Fram- sóknarflokksins 2017 Menningin Ýmislegt er gert til þess að varð- veita menningu lands og þjóðar. Forsetar Íslands hafa lagt sitt af mörkum. Frú Vigdís Finnboga- dóttir lagði mikla áherslu á að Íslendingar töluðu fallegt mál, Ólafur Ragnar Grímsson lagði sitt af mörkum til að kynna íslenska menningu erlendis. Og Guðni lætur sitt ekki eftir liggja. Með því að vitna í bestu dægurlagahöfunda landsins leggur hann sitt af mörkum til að halda menningarperlunum lifandi. Það gerði hann í fyrsta nýárs ávarpinu sínu þegar hann vitnaði í texta Helga Björns- sonar. Og síðan í gær þegar hann vitnaði í texta Bubba Morthens þegar Forvarnardagurinn var kynntur. Meira svona Guðni! Seinagangurinn Kristján Þór var í sumar harð- lega gagnrýndur fyrir seinagang við að auglýsa stöðu rektors MR lausa til umsóknar. Kennarar gagnrýndu seinaganginn í fjöl- miðlum og nemendur brugðu á það ráð að auglýsa sjálfir eftir rektornum. Það fór þó þannig að í byrjun ágúst var loks aug- lýst eftir rektor MR og skóla- meistara FÁ. Eitthvað hefur dregist að vinna úr umsóknum því að skipa átti í stöðurnar frá 1. október en enn hefur ekkert orðið úr því. Því er spurning hvort nemendur verði aftur að auglýsa eftir niðurstöðu. jonhakon@frettabladid.is 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -1 F 4 0 1 D E 4 -1 E 0 4 1 D E 4 -1 C C 8 1 D E 4 -1 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.