Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 23
Við höfum áður hannað og fram- leitt dekk með Nokian með góðum árangri. Steinar Sigurðsson STÓRSÝNING! laugardaginn 7. október kl. 11-16 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® Nissan Navara AT38 MB Sprinter AT46 Toyota LC150 AT38 Iveco AT40 Toyota Hilux AT38 FULLT PLAN AF FLOTTUM BÍLUM! FULLT AF NÝJUM TÆKJUM Í SÝNINGARSALNUM! LAGERSALA! Við tókum til á lagernum hjá okkur og seljum nú ýmsar vörur fyrir eldri bíla og Yamaha tæki á frábæru verði. Komdu og gerðu frábær kaup! • Grillgrindur • Ljósahlífar • Ljóskastarar • Pallhús og palldúkar • Ónotuð orginal dekk og felgur • Felgur • Dekk • FOX demparar • Yamaha varahlutir • ... og margt, margt, fleira! Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® TILBOÐ Í BÚÐ * afsláttur gildir ekki fyrir Nokian AT44 dekk. 15% AFSLÁTTUR af öllum vörum í verslun og frábær tilboð á völdum vörum*. Mikið verður um dýrðir í höfuðstöðvum Arctic Trucks næsta laugardag þegar stórsýning fyrirtækisins fer fram milli kl. 11 og 16 að Kletthálsi 3 í Reykjavík. Þar verður meðal annars frumsýndur nýr og endur- bættur Toyota Landcruiser AT44 sem er á Nokian AT44 dekkjum og hlaðinn aukabúnaði. Þetta er því sýning sem jeppa- og ferðaáhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, segir Steinar Sigurðsson, sölustóri Arctic Trucks á Íslandi. Hann segir Arctic Trucks bjóða upp á staðlaða breytinga- pakka fyrir flestar gerðir 4x4 bíla og vinna náið með bílaumboðum þar sem viðskiptavinur getur gengið frá bílakaupum ásamt breytingapakka í einu. „Þrátt fyrir fjölbreytta starfsemi okkar snýr kjarnastarfsemi fyrirtækisins nú sem áður að breytingum á bílum. Í tæknideild okkar eru fjórir starfsmenn sem sjá um að hanna og staðla breytingapakkana fyrir viðskiptavini okkar. Þessir pakkar okkar eru raunar staðlaðir úti um allan heim þar sem við erum með starfsstöðvar, t.d. á Englandi, í Noregi og Dúbaí og einnig þar sem fyrirtæki vinna samkvæmt sérleyfi Kynning: Leiðandi á sínu sviði Næsta laugardag heldur Arctic Trucks stórsýningu í höfuðstöðvum sínum að Kletthálsi. Þar verða spennandi vörur kynntar, verkstæðið verður opið gestum og góð tilboð verða í versluninni. Steinar Sigurðs- son, sölustóri Arctic Trucks, og nýja 44 tommu dekkið sem fyrirtækið fram- leiðir í samvinnu við Nokian. MYND/EYÞÓR frá okkur, t.d. í Rússlandi, Póllandi, Suður-Afríku og víðar.“ Nýtt og glæsilegt dekk Á laugardaginn ætlar fyrirtækið m.a. að sýna nýtt 44 tommu dekk sem það framleiðir í samvinnu við Nokian en um er að ræða stærsta radíal jeppadekk í heimi. „Við höfum áður hannað og framleitt dekk með Nokian með góðum árangri og þessi dekk eru svakalega flott. Það er mikill akkur fyrir okkur, og sérstaklega ferðaþjónustuna, að fá svona stór og öflug dekk sem eru sérhönnuð með vetrarakstur í huga. Þau endast tvöfalt lengur en sambærileg dekk og koma negld frá Nokian. Naglarnir sitja mjög vel í dekkjunum og slitna með dekkinu niður, ólíkt öðrum dekkjum, þar sem þeir leggjast til hliðar og detta svo úr. Svona dekk eru sannarlega tilbúin í snjó- og ísakstur. Fyrsta sendingin af dekkjunum kláraðist á mettíma og næsta sending er nú þegar upppöntuð.“ Gæðamerki Á sýningunni verða einnig til sýnis ýmsir spennandi bílar sem Arc- tic Trucks hefur smíðað síðustu mánuðina, svo sem AT38 útgáfur af Nissan Navara og Toyota Hilux, Iveco AT40 og fleiri glæsilegir bílar. „Við erum einnig umboðsaðilar fyrir Yamaha og hafa snjósleðarnir og fjórhjólin frá þeim verið vinsæl meðal landsmanna auk þess sem utanborðsmótorar frá sama merki hafa selst vel. Flestir sem kaupa vörur frá Yamaha kaupa þær aftur og aftur enda miklar gæðavörur.“ Arctic Trucks er einnig viður- kenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Toyota-bíla, ekki bara jeppa. „Verkstæðið verður opið gestum á laugardag þar sem þeim býðst að skoða bíla sem eru í smíðum auk þess sem gestir geta gert frábær kaup á lagersölu. Vörur í versluninni verða á tilboðum og boðið verður upp á léttar veitingar. Nánari upplýsingar má finna á www.arctictrucks.is. Bílar B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð i ð 9Þ r i ð J U D a g U r 3 . o K T ó B e r 2 0 1 7 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 4 -3 C E 0 1 D E 4 -3 B A 4 1 D E 4 -3 A 6 8 1 D E 4 -3 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.