Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 22
Kraftvélar fóru nýverið að bjóða Iveco Daily atvinnu-bíla með Achleitner fjór- hjóladrifi. Um er að ræða mjög öfl- ugt fjórhjóladrif þar sem bílarnir eru með sídrifi og með millikassa og háu og lágu drifi. „Við finnum fyrir auknum áhuga á Iveco Daily með Achleitner fjórhjóladrifi, bílarnir eru með læsingum á millikassa og læsingum á fram- og afturdrifi. Auk þess sem þeir eru búnir undirvagnsvörn og sjö senti- metra upphækkun,“ segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri atvinnubif- reiða hjá Kraftvélum. Í Achleitner fjórhjóladrifsútfærslunni er hægt að velja á milli þess að hafa Daily beinskiptan eða með átta gíra HI- MATIC sjálfskiptingu frá ZF. „Við erum nú þegar með í pöntun og afhendingu Iveco Daily sendi-, pall- og flokkabíla með Achleitner fjórhjóladrifi,“ upp- lýsir Ívar. Hann segist finna fyrir því að viðskiptavinir þurfa á að halda atvinnubílum með öflugu fjórhjóladrifi. „Margir af okkar við- skiptavinum eru að nota bílana við mjög krefjandi aðstæður og í þeim tilfellum henta hefðbundnir eind- rifs – og fjórhjóladrifsbílar ekki nægjanlega vel. Þar sem Achleitner drifkerfið er með millikassa og læsingum þá nýtast bílarnir við- skiptavinum okkar mun betur.“ Ívar nefnir í því sambandi að bæjarfélög eru að nota Iveco Daily bílana í snjómokstur. „Það eru rekstraraðilar sem þurfa að koma vöru og þjónustu til skila við allar aðstæður og þá skiptir máli að hafa sterkbyggða bíla með öflugan drifbúnað.“ Að sögn Ívars eru Iveco Daily einu bílarnir í sínum flokki sem byggðir eru á heilli grind og er hægt að fá þá í mjög fjölbreyttum útfærslum frá 3.500-7.200 kílóa heildarþyngd. Iveco Daily er hægt að fá með allt að 6,2 m palli. Daily sendibíll er í boði með allt að 19,6 rúmmetra flutningsrými. Daily vinnuflokkabíll með Achleitner fjórhjóladrifi tilbúinn í átök. Kynning: Reynast vel við íslenskar aðstæður Kraftvélar eru umboðsaðilar fyrir Iveco atvinnubíla sem hafa reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Í hvaða nýjum bílum skyldu 10 bestu vélar heims vera? Til að finna það út leggur bandaríski bílavefurinn WardsAuto.com á sig mikla vinnu á hverju ári og birtir í kjölfarið lista yfir þær 10 bestu að sínu mati. WardsAuto.com hefur gefið út þennan lista frá árinu 1995, eða í 22 ár. Þær vélar sem koma til greina á hverju ári þurfa annaðhvort að vera glænýjar eða að á þeim hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar. Lagt er mat á afl þeirra, tog, eyðslu, tækni sem notuð er, hversu mikið og fagurt hljóð þær láta frá sér og þær bornar saman við vélar annarra framleiðenda með svipað sprengirými. Þetta er fyrsta árið sem engin af 10 bestum vélum ársins er V8 vél og segja má að 6 strokka vélar hafi leyst þær fag- mannlega af hólmi. Af þessum 10 vélum er notast við forþjöppur í 7 þeirra og eiga þær greini- lega stóran þátt í aflaukningu og minni eyðslu þeirra. Bílarnir sem vélar þessar eru í þetta árið eru eftirfarandi: BMW M240i – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með forþjöppu (335 hö.) Chevrolet Volt – 1,5 lítra bensínvél sem hleður rafmagni á rafmótora bílsins (149 hö.) Chrysler Pacifica Hybrid – 3,6 lítra og 6 strokka Pentastar V6 bensínvél (260 hö.) Ford Focus RS – 2,3 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (350 hö.) Honda Accord Hybrid – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél (212 hö.) Hyundai Elantra Eco – 1,4 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (128 hö.) Infinity Q50 – 3,0 lítra og 6 strokka bensínvél með 2 forþjöppum (400 hö.) Mazda CX-9 – 2,5 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (250 hö.) Mercedes Benz C300 – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu (241 hö.) Volvo V60 Polestar – 2,0 lítra og 4 strokka bensínvél með forþjöppu og keflablásara (362 hö.) Mynd: Vélin í Infinity Q50 er 400 hestöfl. 10 bestu vélarnar Í fyrsta skiptið engin V8 vél og sjö þeirra með forþjöppu. Lincoln, lúxusbílaarmur Ford hefur ekki gengið sem best í sölu bíla sinna á þessum áratug og hefur verið með að meðaltali um 0,6% markaðshlutdeild á banda- rískum bílamarkaði þennan áratug. Lincoln má muna fífil sinn fegurri, en fyrirtækið var með 1,5% hlut- deild árið 1991 og var alltaf vel yfir 1% markinu 15 síðustu ár síðustu aldar. Nú er þó ljós í myrkrinu því nýr Lincoln Continental selst mjög vel enda þar mjög fagur bíll á ferð. Margir hafa heillast af útliti hans og heimsótt sýningarsali Lincoln í kauphugleiðingum en komist að því að sú útfærsla hans sem freistar er of dýr og fyrir vikið hafa margir þeirra keypt ódýrari gerðir Lincoln bíla. Continental er dýr Þannig hefur Continental dregið til sín viðskiptavini sem í upphafi ætluðu ekki að kaupa minni gerðir Lincoln-bíla en endað á því að kaupa einhvern þeirra. Grunnútgáfa Lincoln Continental kostar 45.925 dollara en dýrasta og best búna gerð hans kostar heila 82.000 dollara. Margir þeir sem ætluðu að fjárfesta í Continental hafa endað á að kaupa MKZ fólksbílinn eða MKC jeppann. Sala Lincoln jókst um 3,2% á fyrstu 8 mánuðum ársins á tíma þar sem lúxusbílamarkaðurinn hefur staðið í stað á milli ára. Lincoln Continen- tal selst líka mjög vel í Kína og hefur það hjálpað Lincoln mikið. Hjá sumum af sölustöðum Lincoln í Bandaríkjunum eru bílastæðin full af notuðum BMW 7-línu bílum sem kaupendur Lincoln Continental bíla hafa sett uppí kaupin. Lincoln slær í gegn Viðskiptavinir sem ætluðu að kaupa Continental kaupa á endanum ódýrari Lincoln-bíla. Setja BMW upp í kaupin. Lincoln Continental árgerð 2018. 3 . o K t ó b e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U D A g U r8 b Í L A r ∙ F r É t t A b L A Ð i Ð Bílar 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 4 -2 E 1 0 1 D E 4 -2 C D 4 1 D E 4 -2 B 9 8 1 D E 4 -2 A 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.