Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 FrÍtt Eldborg 21. nóv. kl. 19:30 harpa.is/stmartin #harpa Academy of St Martin in the Fields Tónlistarstjóri Joshua Bell Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is skipulagsMál Fimm manna fjöl- skylda í Hafnarfirði bíður niður- stöðu skipulags- og byggingarráðs bæjarfélagsins í dag um hvort hún fái að byggja nýtt draumahús í stað annars sem úrskurðað hefur verið ónýtt sökum veggjatítlna og myglu. Draumurinn um nýja húsið við Austurgötu 36 í miðbæ Hafnar- fjarðar hefur að þeirra sögn strandað á mótbyr frá ósveigjanlegu kerfi. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason segja þá baráttu hafa tekið verulega á og framlengt óþarf- lega martröðina sem málið hefur verið. Þau vilja reisa nýtt og hærra steinhús í gömlum byggingarstíl. – smj / sjá síðu 2 Fá svar í dag um veggjatítluhús VinnuMarkaður Laun þeirra sem hæstar hafa tekjurnar hækkuðu mest á milli áranna 2014 og 2016, sama hvort litið er til almenna eða opinbera geirans. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands um laun landsmanna eftir starfsstéttum. Sé litið til reglulegra heildar- launa starfsmanna á almennum vinnumarkaði hækkuðu þau að meðaltali úr 552 þúsund krónum í 638 þúsund, eða um 86 þúsund. Lægsta tekjutíundin hefur hins vegar aðeins hækkað um 55 þúsund krónur á meðan sú hæsta hefur hækkað um 126 þúsund krónur. Í prósentum talið hefur sú lægsta aftur á móti hækkað í launum um 17,8 prósent en sú hæsta um 14,8. Mesti munur á hækkun lægstu og hæstu tekjutíundarinnar er hjá opinberum starfsmönnum ríkisins. Lægstu laun hafa hækkað um 62 þúsund krónur, úr 335 þúsundum í 397 þúsund. Hins vegar hefur hæsta tekjutíundin hækkað um 174 þús- und krónur, farið úr 806 þúsundum í 980 þúsund krónur að meðaltali. Á tímabilinu hækkuðu laun hennar um 21,6 prósent en lægsta tíundin um 18,5 prósent. „Prósentuhækkanir eru aflgjafi misskiptingar í okkar þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, og segir tölurnar sýna að prósentu- hækkanir í komandi kjarasamn- ingum sé leið ójöfnuðar. „Það kemur ekki á óvart að hæstu laun hækki meira í krónum talið þar sem hækkun í prósentum hefur hlutfallslega meiri krónutöluáhrif á þann tekjuhóp en lægstu laun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur skýringu á þróun hæstu launa í hópi ríkis- starfsmanna liggja fyrst og fremst í ákvörðunum Kjararáðs sem hafi hækkað laun æðstu embættis- manna óeðlilega mikið á síðustu misserum. „Það var okkar upplegg í síðustu kjarasamningum að hækka laun í krónum talið en um það náðist ekki sátt. Meðal annars vildu stórir hópar innan opinberra starfsmanna fara prósentutöluleiðina,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. – sa Hæst launuðu fengu mestar hækkanir Sé litið til krónutöluhækkunar launa frá 2014 til 2016 hækkuðu laun hæstu tekjuhópa sem nemur allt að þrefaldri hækkun lægst laun- uðu. Verkalýðsforkólfar segja prósentuhækkanir í kjarasamningum auka á misskiptingu. SA telur ákvarðanir Kjararáðs vega þungt. Fréttablaðið í dag skoðun Bull er bull, skrifar Jón Baldvin Hanni- balsson. 11 plús 2 sérblöð l Fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lÍFið Bandarísku leikararnir Jason Schwartzman og Jake Johnson eru staddir á Íslandi en þeir komu með vél WOW air til landsins frá Los Angeles í gær. Ekki er vitað hvaða erindi þeir eiga á Íslandi en heimildarmaður Frétta- blaðsins sagði þá vini virka hressa og káta í fluginu. Schwartzman og Johnson eiga báðir glæstan leiklistar- feril að baki en Schwartzman er einna þekktastur fyrir hlut- verk sín í kvikmyndum Wes Andersen. Johnson er þekkt- astur fyrir að leika Nick Miller í þáttunum New Girl. – sþh / sjá síðu 20 Stórleikarar í Íslandsheimsókn Lægstu laun opinberra starfsmanna hækkuðu að meðaltali um 62 þúsund á tveimur árum. Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð frá hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Bandaríkjunum. Lögregla rannsakar nú atburðinn en árásarmaðurinn svipti sig lífi að voðaverkinu loknu. Íslendingar sem voru á staðnum segjast skelkaðir en héldu fyrst að um hvelli frá flugeldum væri að ræða. - sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 4 -0 B 8 0 1 D E 4 -0 A 4 4 1 D E 4 -0 9 0 8 1 D E 4 -0 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.