Fréttablaðið - 06.10.2017, Page 10
V ið vitum að stjórn-m á l a m e n n h a f a góðar hugmyndir. Við erum ekki alltaf sammála um þær en þegar allt kemur
til alls snýst þetta um hvernig við
gerum hlutina. Síðustu þrjár ríkis-
stjórnir hafa fallið því eitthvað
hefur brugðist, það var banka-
hrunið, það voru Panamaskjölin
og núna þessi trúnaðarbrestur sem
við urðum fyrir,“ segir Björt Ólafs-
dóttir, umhverfisráðherra Bjartrar
framtíðar.
„Það segir manni bara það, og ég
er ekki að kenna Sjálfstæðisflokki
eða einhverjum öðrum um það, að
við verðum sem stjórnmálamenn
að takast á við það og að við verðum
að fara öðruvísi að til þess að þessi
margfrægi stöðugleiki í stjórnmálum
nái fram að ganga. Við verðum að
reyna að finna út úr því hvernig við
getum verið almennileg í vinnunni
okkar til þess að öll þessi góðu
stefnumál sem er að finna þvert á
flokka geti náð fram að ganga.“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, iðnaðarráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, segir hægt að spegla
þennan málflutning Bjartar á stjórn-
arslitin. „Ef við vildum öll sjá mörg
góð mál ná fram að ganga þá hefði
„Við erum bara svo andskoti leiðinleg“
Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. Þau vilja ræða málefni
frekar en persónur. Björt segir slaka kjörsókn undanfarinna ára að hluta skýrast af því hvað stjórnmálamenn eiga til að vera leiðinlegir.
„Stjórnmál snúast líka um drulluerfið mál. Það þarft oft að standa í fæturna og tala saman, því þú ræður ekki öllu einn,“ segir Þórdís Kolbrún um stjórnarslitin. Fréttablaðið/EyÞór
líka verið ágætt að vinna úr málum
með öðrum hætti. Ég hef enga þörf
fyrir að gera lítið úr upplifun hinna
stjórnarflokkanna – ég er bara að
segja að það á að gera meiri kröfur til
stjórnmálamanna en það að ákveða
um miðjar nætur að slíta stjórnar-
samstarfi. Stjórnmál snúast líka um
drulluerfið mál. Það þarft oft að
standa í fæturna og tala saman, því
þú ræður ekki öllu einn.“
Björt er ósammála, segir tilgang-
inn ekki helga meðalið. „Við getum
ekki látið stór mál líða hjá af því að
það sé eitthvað annað sem skipti
meira máli. En það ber líka bara vott
um að við sjáum hlutina ekki með
sömu augum. Það er líka ágætt að
almenningur viti það um flokkana.“
Það er stundum sagt um málflutn-
ing Sjálfstæðismanna að þeir flytji
mál sitt eins og lögmenn í réttarsal,
að málin snúist um sekt eða sýknu
og allt sé svart eða hvítt. Hefur Björt
ekki nokkuð til síns máls? Eru flest
mál ekki í eðli sínu grátóna?
Þórdís segir mál oftast vera grá-
tóna. „Ég er sjálf menntaður lögfræð-
ingur og er þeirrar skoðunar að mér
finnst þingmenn flokksins stundum
tala of mikið út frá lagatæknilegum
atriðum. Hins vegar er það þannig
að ef kjörnir fulltrúar standa ekki
vörð um ákveðnar reglur, þá gerir
það enginn.“ Hún segir stjórnmála-
menn þurfa að gera meiri kröfur
til sjálfra sín. „Fólk spyr mann, þið
vinnið við að tala saman, af hverju
getið þið ekki gert það? Ég er alveg
sammála því. Ég ætla ekki að segja að
það muni ekki ríkisstjórnir springa
í framtíðinni, en við þurfum að geta
tekist á við erfið mál og leyst þau.“
Pólitíkusar gefið frá sér valdið
Ef við lítum til nágrannalandanna –
ráðherrar segja af sér stundum af litlu
tilefni, þeir eru ekki mikilvægari en
heilar ríkisstjórnir. Af hverju getum
við ekki búið til einhverja hefð þar
sem ráðherrar einfaldlega víkja?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður hins nýstofnaða Mið-
flokks, tekur til máls. „Ég reyndi nú.“
Björt tekur af honum orðið. „Það
er það sem við Óttarr reyndum, við
tókum skrefið til baka. Það var Sjálf-
stæðisflokkurinn sem ákvað að boða
til kosninga en ekki við. Þau hefðu
alveg getað gert breytingar inni hjá
sér til að öðlast meira traust, ef menn
hefðu viljað það. Og mig langar að
segja, bæta við, þessi mantra um að
fólk nenni ekki í kosningar, ég held
að hún sé mest komin frá okkur
stjórnmálamönnum sem kannski
nennum ekki í aðra kosningabaráttu.
Mér finnst bara gott að fólk komi að
lýðræðinu.“
En sýnir æ lakari kjörsókn ekki
að fólk hefur ekki smekk fyrir enda-
lausum kosningum?
Björt: „Kjörsóknin er líka út af því
að við erum bara svo andskoti leiðin-
leg. Því miður.“
Sigmundur segist hafa aðra kenn-
ingu. „Ég held að stór hluti af vanda
stjórnmálanna og ekki bara á Íslandi,
sé að stjórnmálamenn séu búnir að
gefa frá sér alltof mikið vald. Ég er
ekkert að tala um félaga mína hér,
heldur almennt. Stjórnmálamenn
hafa verið alltof hræddir við að taka
ákvarðanir eða gera eitthvað eða
segja eitthvað sem orkar tvímælis
eða gæti orðið umdeilt. Menn eru
alltaf fyrst og fremst að reyna að
forðast það að segja eitthvað sem
vekur deilur eða umræðu og þegar
þróunin er orðin þessi, stjórnmála-
menn forðast hið umdeilda en vilja
helst komast í gegnum daginn án
þess að segja eitthvað sem einhver
verður brjálaður yfir á netinu eða í
fjölmiðlum, færist valdið alltaf meira
og meira til embættismanna, til ein-
hverra nefnda, hagsmunaaðila, fjár-
málakerfisins í tilviki þess o.s.frv.“
2017
↣
Þurfum að þora
Sigmundur segir stjórnmálamenn
þurfa að endurheimta valdið. „Fyrir
almenning, til þess að lýðræðið virki.
Þora að takast á um málefni. Ef menn
takast ekki á um málefni, hvað er þá
eftir? Þá fara menn að takast á um
persónur, þá fer þetta ekki að snúast
um að rökræða og hvers vegna þú ert
með betri lausn en hinir, heldur að
fara að níða niður persónulega and-
stæðinga.“
Sumir myndu segja, að þú værir að
stela athyglinni með að koma með
eilífur bombur inn í umræðuna. Að
þú lítir svo á að illt umtal sé betra
en ekkert? „Ég held engu fram öðru
en því sem ég hef farið í gegnum og
trúi á og trúi að þurfi að gerast. Ég
vildi bara að fleiri væru til í slíkt. Því
ef við getum aftur fært stjórnmálin
yfir á umræðu um ólíkar áherslur og
ólíka stefnu, frá þessu persónulega.
þá held ég að stjórnmálin og ásýnd
þeirra myndu batna mjög mikið. Við
Þórdís gætum til dæmis rifist hérna
um vegtolla og haft mjög ólíkar
skoðanir á því og fært rök fyrir því.
Við yrðum ekkert óvinir fyrir vikið,
færum héðan út jafn góðir vinir
Fylgi flokka*
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
22,3%
2,6%
björt framtíð fengi
8,9%
Miðflokkurinn fengi
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnun Fréttablaðsins, sem birt
var þann 4. október.
Föstudagsviðtalið
6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
A
-8
8
F
8
1
D
E
A
-8
7
B
C
1
D
E
A
-8
6
8
0
1
D
E
A
-8
5
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K