Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þjóðin og krónan hafa fylgst að í gegnum þykkt um þunnt. Krónuvinir telja hana öllum miðlum betri – sannkallaðan vin í raun. En hún er sjaldan vinur allra á sama tíma heldur sveiflast hún eins og strá í vindi. Allir gjaldmiðlar sveiflast innbyrðis, þó að víðast séu sveiflurnar miklu minni en hjá krónunni. Er hún þá verri en aðrar myntir? Svarið er já og skýringin felst í því að smæðarinnar vegna er vaxtakostnaður íslenskra heimila og fyrirtækja miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Það veldur því að ungt fólk á erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Berum saman ástandið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Meðal Íslendingurinn gæti tekið sér frí tæplega 40 daga á ári og verið jafn vel settur og nú, ef hér væru svipaðir vextir og þar. Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum aukalega vegna vaxtabyrðarinnar af krónunni. Með öðrum orðum gætum við lengt orlofið um helming með sama vaxtaumhverfi og annars staðar á Norðurlöndum. Skattafrídagurinn er haldinn hátíðlegur á vorin af þeim sem horfa á hve stóran hluta af launum við borgum til samfélagsins. Við getum líka horft á krónufrídaginn. Miðað við núverandi vexti gætum við tekið okkur frí frá áramótum til 8. febrúar. Eftir það vinnum við fyrir okkur sjálf. Frá því að Viðreisn komst í ríkisstjórn hafa vextir lækkað um 0,5 prósentustig. Þetta þýðir að við höfum létt af almenningi heilli viku í vaxtaþjónkun og fært krónufrídaginn fram sem því nemur. Með áframhaldandi ábyrgri hagstjórn, myntráði og gengisfestu getum við lækkað vexti enn meira. Hættum að vinna fyrir krónuna og vinnum fyrir okkur sjálf. Ertu til í að vinna sex vikur á ári fyrir krónuna? 2017 Þetta eru 5-6 vikur sem við vinnum auka- lega vegna vaxtabyrðar- innar af krónunni. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Varðar það almannahags- muni með hvaða hætti lítil verðbréfa- fyrirtæki kjósa að umbuna starfsmönn- um sínum? Kerfislega mikilvægar bankastofnanir eru ekki eins og hver önnur fyrirtæki. Þetta þekkja Íslendingar af fenginni reynslu eftir fjármálahrunið 2008. Það er því ekki að ástæðulausu að mjög strangar reglur gilda um starfsemi þeirra, meðal annars veru- legar takmarkanir á bónusum til starfsmanna. Óheftir kaupaukar, eins og tíðkuðust fyrir fjármálakreppuna, ýta enda undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu, ekki aðeins fyrir bankakerfið heldur hagkerfið í heild sinni. Samkvæmt reglum Fjár- málaeftirlitsins, sem eru mun meira íþyngjandi en innan ESB, þá mega bónusar að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum starfsmanna. Þótt þessi sjónarmið eigi tæpast við um starfsemi smærri fjármálafyrirtækja, sem sýsla ekki með innlán almennings, þá gilda engu að síður sömu reglur um kaupaukagreiðslur þeirra. Öllum má vera ljóst að þetta hefur þær óæskilegu afleiðingar að samkeppnisstaða stóru bankanna, sem í ofanálag njóta í reynd ókeypis ríkisábyrgðar, styrkist enn frekar enda er fastur rekstrarkostnaður þeirra hlutfallslega mun minni en hjá smærri fjármálafyrirtækjum. Í því skyni að halda aftur af launaskriði hafa því mörg slík fyrirtæki farið þá leið á undanförnum árum að gefa lykilstarfsmönnum sínum kost á að gerast B-hluthafar og umbuna þeim þannig í formi arðgreiðslna sem taka mið af hagnaði hvers árs. Sambærilegt fyrirkomulag er vel þekkt hjá flestum lögmannsstofum og endurskoðunarfyrirtækjum landsins. Núna hefur FME hins vegar komist að þeirri niður- stöðu gagnvart tveimur félögum – verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance og Kviku banka – að þau hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem slíkar greiðslur til starfsmanna þeirra hafi í reynd verið kaupaukar en ekki arðgreiðslur. Sú niðurstaða sætir talsverðri furðu, ekki hvað síst tímasetningin. Fyrir liggur í tilfelli Arctica, sem hefur verið sektað um 72 milljónir, að FME hefur verið vel kunnugt um arðgreiðslufyrirkomulag félagsins allt frá því að reglur um kaupaukagreiðslur tóku gildi fyrir sex árum. FME er hér á nokkuð undarlegri vegferð. Varðar það almannahagsmuni með hvaða hætti lítil verðbréfafyrir- tæki kjósa að umbuna starfsmönnum sínum – hvort sem það er í formi kaupauka eða arðgreiðslna? Erfitt er að sjá hverjir þeir gætu verið. Fari slík fyrirtæki á hliðina þá mun sá kostnaður lenda á herðum hluthafa og starfs- manna – ekki ríkissjóði. Ólíkt stóru bönkunum þá felst lítil sem engin kerfisáhætta í starfsemi smærri fjármála- fyrirtækja. Það sjónarmið hlýtur að skipta sköpum þegar stjórnvöld telja ástæðu til að setja hömlur á einkaréttar- lega samninga fyrirtækja. Þótt stundum mætti halda annað þá eru kaupaukar í starfandi fjármálafyrirtækjum hverfandi. Það stoppar samt ekki stjórnmálamenn að tala með öðrum hætti. Þannig boðar formaður VG aukna skattlagningu á bónusa enda þótt hún viti sjálfsagt vel að slíkar aðgerðir myndu nánast engu skila í ríkissjóð. Sá málflutningur kann að skila pólitískum ávinningi. Það sem meira máli skiptir – og ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni – er hins vegar að hann er til þess fallinn að viðhalda van- trausti almennings gagnvart fjármálakerfinu.    Hvaða bónusar? Hræðslubandalög Tvisvar á tveimur árum hefur sitjandi ríkisstjórn Íslands farið veg allrar veraldar. Yfirleitt þegar slíkt gerist hefur efna- hagsmálum verið um að kenna eða ósætti um þau. Undanfarin tvö skipti hafa það hins vegar verið mál sem varða siðferði sem stytta aldur stjórna. Margir spáðu því að kosningarnar nú myndu snúast um það hver yrði traustsins verður til að taka við keflinu. Þó að kosningabaráttan sé enn ung þá virðist taktíkin vera önnur. Stuðningsmenn framboða, og jafnvel frambjóð- endur sjálfir, benda í allar áttir á galla hinna og reyna að hræða kjósendur frá þeim. Sagan kennir okkur hins vegar að hræðslubandalög skila litlu. Reynslan Landbúnaðarráðherra hefur tekið á móti fúkyrðum bænda og aðdáenda landbúnaðar- kerfisins eftir að ný verðlags- nefnd búvara tók við. Hefur það meðal annars heyrst að hún hafi enga þekkingu í landbúnaðar- málum. Eflaust er hægt að setja eitthvað út á skipaðan hóp en ummæli þeirra sem tala um reynsluleysi hennar dæma sig sjálf. Ráðherrann hefur verið í stjórnmálum í aldarfjórðung og með þriðja lengsta þingaldurinn af sitjandi þingmönnum. Frekar mætti áætla að bölvarar væru nýfarnir að fylgjast með pólitík. joli@365.is 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -4 D B 8 1 D E A -4 C 7 C 1 D E A -4 B 4 0 1 D E A -4 A 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.