Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 34
Dönsk áhrif hafa alltaf sett svip sinn á Jómfrúna í Lækjargötu. Fallegt og matarmikið smur-
brauð er afar vinsælt ásamt bjór og
snafsi. Strax frá upphafi, þegar Jakob
Jakobsson opnaði staðinn eftir að
hafa verið í námi hjá hinni frægu
Idu Davidsen í Kaupmannahöfn,
var áhersla lögð á að tengja íslenskt
hráefni við danska smurbrauðshefð.
Jakob var fyrsti karlmaðurinn í heim-
inum sem lauk námi sem „smørre-
brødsjomfru“. Um miðjan nóvember
eru teknir upp danskir jólasiðir þar
sem meðal annars er boðið upp á
jólaplatta, síld og purusteik.
Fyrir tveimur árum tók sonur Jak-
obs, Jakob E. Jakobsson, við staðnum
af föður sínum.Og hefur hann, ásamt
starfsfólki, haldið í siði og venjur frá
Jakobi eldri enda hefur staðurinn
fest rætur í miðbænum og á stóran
hóp fastagesta. Margir þessara gesta
vilja síður breytingar, enda jólin tími
hefða að mörgu leyti. „Jólamatseðill-
inn byrjar núna 16. nóvember. Við
erum með sjö rétti á jólaplattanum
þar sem er meðal annars síld, anda-
bringa, paté, graflax, purusteik og ris
à l’amande. Allt er þetta borið fram
með viðeigandi meðlæti,“ segir Jakob.
„Fólk getur líka komið á Jómfrúna
og fengið rauðsprettuna sína ef það
er ekki í jólastuði. Það er ávallt mjög
margt í boði. Jólaplattinn hefur samt
alltaf verið vinsælastur hjá okkur í
desember. Síldin er einnig ómissandi
fyrir jólin á öllum dönskum veitinga-
Engin tiltekt, matseld eða frágangur eru meðal kosta þess að drífa fjölskylduna út að borða. nordicphotos /gEtty
Fyrir utan hið augljósa hagræði að þurfa ekki að kaupa inn og elda hátíðamat fyrir 20 manns og vaska svo upp eftir allt saman
hefur það marga aðra kosti að drífa stórfjöl-
skylduna saman út að borða á aðventunni í stað
þess að halda jólaboð heima.
Engin tiltekt og skúringar,
hvorki fyrir eða á eftir.
Ef eitthvað sullast niður á drifhvíta dúkana,
rauðvín, rauðkál og sósa, þarf ekki að hafa
áhyggjur af því. Veitingastaðurinn er pottþétt
með samning við þvottahús.
Á jólahlaðborði þar sem úrvalið er gott eru
miklar líkur á að allir finni eitthvað sem þeim
þykir sérstaklega gott að borða.
Þar má líka leyfa sér að leggjast á sortir án
þess að hafa áhyggjur af því að klára frá öðrum.
Þetta er sérstaklega heppilegt þegar krakkar eru
með í för en þeir eiga það til að vera vandlátir á
veitingar.
Aðventan snýst einnig um hefðir og flestum
finnst okkur notalegt að ganga að einhverju vísu
sem við getum rifjað upp milli ára. Það getur
orðið falleg hefð að fjölskyldan komi saman
fyrir hver jól, jafnvel á sama veitingastað, við
sama borð og borði góðan mat sem enginn þarf
að hafa fyrir.
Krakkar hafa ekki bara gaman heldur líka gott
af því að fara út að borða með stórfjölskyldunni.
Andrúmsloftið verður annað en við borðið
heima og færra sem truflar. Hinir fullorðnu eru
líka afslappaðir og hafa meiri tíma þegar þeir
þurfa ekki að sjá sjálfir um boðið.
Minningar við matarborð með sínum nánustu
eru dýrmætar og gaman að búa þær til í stress-
lausu umhverfi.
Minningar við matarborð
Aðventan er tími samverustunda. Hún á líka að vera tími kósíheita og hvíldar og gestagangur og
jólaboð með tilheyrandi umstangi geta tekið á taugarnar. Að drífa alla út að borða hefur kosti.
Jakob og her-
mann guð-
mundsson yfir-
kokkur en þeir
voru einmitt að
velja rétta áka-
vítið með jóla-
síldinni þegar
ljósmyndarinn
kom.
Mynd/EyÞÓr
Ómissandi jólaforréttur á Jómfrúnni.
hinn eini sanni síldarplatti. Mynd/EyÞÓr
danskur jólamatur slær
alltaf í gegn á Jómfrúnni
Veitingahúsið Jómfrúin hefur fyrir löngu sett svip sinn á miðbæ Reykjavíkur enda staðurinn
vinsæll frá því hann var opnaður, árið 1996. Jólin eru ávallt haldin hátíðleg á Jómfrúnni.
og erum komnir með eitthvað um
sjö þúsund bókanir fyrir jólin. Við
bjóðum jólamat bæði í hádeginu og á
kvöldin. Eftir talsverðar endurbætur
sem gerðar voru á staðnum í janúar í
fyrra höfum við nú alltaf opið frá kl.
11-22.“
Nýlega opnaði Jómfrúin lítið
útibú á Hlemmi mathöll sem gestir
hafa tekið glimrandi vel. „Við ætlum
að fara með jólin þangað í smækk-
aðri útgáfu. Ég legg til að fólk fái sér
smörre, öl og snaps á Hlemmi fyrir
jólin, gangi svo niður Laugaveginum
og kíki í verslanir og endi svo hjá
okkur í Lækjargötu í jólaplatta. Það
yrði hin fullkomna jólastemming,“
segir Jakob léttur í bragði. „Við erum
mjög ánægð með viðbrögðin við
mathöllinni og verðum sannarlega í
jólaskapi þar líka.“
Jakob segir að mikið mannlíf sé í
miðbænum eftir að ferðamönnum
fjölgaði. „Það er svo skemmtilegt hvað
borgin okkar hefur vaknað og þróast
á undanförnum árum. Við fáum
fjölda erlendra ferðamanna til okkar
en Íslendingar eru þó stærsti hópur
viðskiptavinanna, sérstaklega fyrir
jólin,“ segir Jakob og bendir á að lítil
starfsmannavelta sé á Jómfrúnni. „Það
er vandfundinn sá veitingastaður á
Íslandi sem er með hærri meðalaldur
eða meiri reynslu starfsfólks þori ég
að fullyrða. Margir hafa starfað lengi
hjá okkur, þeir þekkja kúnnana sem
sömuleiðis þekkja þjónana. Án sam-
heldni og góðs starfsanda værum við
svo sannarlega ekki þar sem við erum
í dag,“ segir Jakob sem ólst upp á Jóm-
frúnni og þekkir vel hverju viðskipta-
vinirnir sækjast eftir.
Hægt er að skoða jólamatseðil Jóm-
frúarinnar á heimasíðunni www.
jomfruin.is og panta borð í síma
55 10 100.
stöðum, við fylgjum þeirri hefð og
erum með um tíu tegundir í boði,“
segir Jakob.
Í fyrra komu um tólf þúsund
gestir á Jómfrúna fyrir jólin. Nú
þegar er mikið bókað enda koma
sömu gestirnir ár eftir ár. „Við erum
með marga í nokkurs konar áskrift
8 KynningArBLAÐ 6 . o K tÓ B E r 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RJÓLAhLAÐBorÐ
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
A
-5
C
8
8
1
D
E
A
-5
B
4
C
1
D
E
A
-5
A
1
0
1
D
E
A
-5
8
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K