Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2017, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 06.10.2017, Qupperneq 50
Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16 Möst C Tískufataverslun 280cm 98cm 12.990.- stærðir 38-56 16.990.- stærðir 38-54 Tískuvöruverslun fyrir konur ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Leikhús kartöfluæturnar HHHH Borgarleikhúsið, Litla svið Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjóri: Ólafur Egill Ólafsson Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Vala Kristín Eiríks- dóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Tónlist: Katrína Mogensen Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Lýsing: Kjartan Þórisson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Myndband: Elmar Þórarinsson Leikhús sem vill tala inn í sam- tíma sinn og samfélag þarf á leik- skáldum að halda. Öðruvísi verður ekki boðað til þess samtals að fullu því þýðingar og leikgerðir fullnægja aldrei alveg þeim sér samfélagslegu eiginleikum sem frumsamið leikverk getur skilað í samtali og sviðssetningu. Kart- öfluæturnar, nýtt leikverk eftir Tyrfing Tyrfingsson, er um margt þannig verk. Það tekst á við margt af því sem er samfélaginu hug- leikið með djörfum og óvæntum hætti. Vald og meðvirkni, kynferði og kynáttun, hugrekki og ótta, sambönd og einsemd. Tyrfingur ætlar sér mikið og kemst ágætlega upp með það vegna þess að hann hefur sífellt betri tök á forminu. Ef byssa hangir á vegg í fyrsta þætti verður að hleypa af henni í síðasta þætti. Leikskáldið Tyrf- ingur Tyrfingsson þekkir þessa reglu Tsjekhovs vel, það leynir sér ekki, og hann virkjar hana á skemmtilegan máta. Byssan, í þessu tilfelli exi, hangir á sínum stað á vegg strax í upphafi og fleiri hlutir sem lúta sama lögmáli eru þarna líka. Tyrfingur kann þetta og fer áreynslulaust í það leikhúsform sem hentar hverri sögu og hikar svo ekki við að sprengja það í óvæntar áttir. Kartöfluæturnar segja frá hjúkrunarfræðingnum Lísu og fjölskyldu hennar. Lesbísku dótturinni Brúnu og unglingssyni hennar Höskuldi, fyrrverandi stjúpsyninum Mikael og Kristínu. fyrrverandi kærustu hans. Lísa er höfuð fjölskyldunnar og í raun fulltrúi valdsins og karlmennsk- unnar sem hefur með ýmsum hætti skaðað aðra meðlimi fjöl- skyldunnar með hvötum sínum og sjálfselsku. Það er í raun ekki ástæða til þess að fara út í sögu- þráð verksins því það sem skiptir meira máli er að Tyrfingur leysir upp hugmyndir okkar um þann hugmynda- og hlutverkaheim sem við þekkjum. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Lísu og gerir það ákaflega vel. Hún hefur sjaldan verið viðlíka kraftmikil og alltum- lykjandi á sviðinu og meðleikarar hennar gera líka vel í að halda henni miðlægri og sterkri. Góð frammistaða Atla Rafns er ágætis dæmi um þetta þar sem styrkur Mikaels mótast af nálægð eða fjarlægð Lísu hverju sinni. Hið sama má í raun segja um leik Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur sem leikur Brúnu af bæði karlmannlegu öryggi lesbíunnar og viðkvæmni litlu, sviknu mömmustelpunnar. Vala Kristín Eiríksdóttir stendur sig með ágætum í hlutverki kær- ustunnar Kristínar en það getur líka verið mikil list að láta lítið sem ekkert fyrir sér og persónu sinni fara. Gunnar Hrafn Krist- jánsson fer með hlutverk ungl- ingspiltsins Höskuldar og gerir það af stakri prýði. Mikið efni þar á ferð. Í anda fjölskylduverka Tsjek- hovs er dregin upp mynd af skemmdri fjölskyldu, auðvitað eru allar fjölskyldur meira og minna laskaðar, og síðan er farið í brest- ina. Veikleikarnir koma í ljós og flett er ofan af orsökum afleiðinga. Leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar, sem er á heildina örugg, hefði mátt hafa þessa hæglátu afhjúpun aðeins meira í huga. Hægja aðeins á framan af og gera allt eðlilegra og kunnuglegra fyrir áhorfandann. Meiri stígandi hefði styrkt upp- gjörið og heildaráhrifin. Að auki hefði verið gott að fá hvíld frá skjá og myndbandsvörpun á leik- myndina og treysta frekar á inni- leika (eða skort á honum) á milli persónanna. Bæði verkið og sýn- ingin eru góð en hafa bæði þann galla að ætla sér mikið á kostnað einfaldleika, dýptar og innileika. Allir eru hönnunarþættir sýn- ingarinnar vel unnir og vandaðir. Leikmynd og búningar Brynju Björnsdóttur vinna með verkinu og leikurunum og eins er í raun með tónlist, hljóð, myndband og ljós, allt unnið af fagmennsku og öryggi. Merkingarheimur verksins er flókinn, að minnsta kosti flóknari en svo að hann verði greindur með viðunandi hætti í þessum fáu orðum. Megininntakið er þó að við erum öll kartöfluætur, rekin áfram að nauðsyn, hvötum og frumþörfum sjálfsbjargarvið- leitninnar og á stundum án tillits til umhverfis okkar og samferða- fólks. Rekin áfram af óttanum við einsemd og dauða af taumlausri þrá eftir að elska og vera elskuð. Magnús Guðmundsson Niðurstaða: Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu er vel skrifað íslenskt leikverk í kraftmikilli upp- færslu. Flett ofan af orsökum afleiðinga Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu eru vel heimsóknarinnar virði. Mynd/GríMur Bjarnason 6 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F Ö s t u D a G u r26 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -5 2 A 8 1 D E A -5 1 6 C 1 D E A -5 0 3 0 1 D E A -4 E F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.