Fréttablaðið - 10.10.2017, Síða 3

Fréttablaðið - 10.10.2017, Síða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 8 . T Ö L U B L A Ð 1 7 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 FRÍTT Fréttablaðið í dag SKOÐUN Lilja Alfreðsdóttir vill stórefla heil- brigðiskerfið á Íslandi. 12 SPORT Íslend- ingar eru á leiðinni á HM í fótbolta 2018. Allt um leikinn á móti Kósóvum. 20 MENNING Leikhúsdómur um Kvenfólk í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. 28 LÍFIÐ Baldvin Z fjallar um nýjustu myndina sína, Lof mér að falla. 34 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  BLEIKA SLAUFAN *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 SAMGÖNGUR „Við erum ekkert eina þjóðin sem hefur velt þessum hlutum upp. Við erum með Hval- fjarðargöngin, þar sem er gjaldtaka, Vaðlaheiðargöngin þar sem verður gjaldtaka, við erum með Dýrafjarð- argöngin, mögulega með gjaldtöku,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, for- maður umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis, um hugmyndir um að taka upp vegtolla til þess að fjármagna umbætur í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fyrir- komulag sé haft í öðrum ríkjum sem hún þekki til, svo sem í Noregi og Frakklandi. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segjast 56 prósent þeirra sem afstöðu taka ekki vera reiðubúnir til að greiða veggjöld ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til að greiða veggjöld. Séu svörin skoðuð í heild segjast 38 prósent vera reiðubú- in til að greiða veggjöld, 48 prósent segjast ekki reiðubúin til þess, 13 pró- sent segjast óákveðin en eitt prósent svarar ekki spurningunni. Valgerður, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis, segist telja að það sé fyrst og fremst á Suður- landi þar sem menn eru með mót- bárur við þessum tillögum. Hún segir forsenduna fyrir gjald- tökunni vera þá að ekki verði um háar fjárhæðir að ræða og að gjöldin verði lægri fyrir þá sem keyra dag- lega á þeim stofnbrautum þar sem veggjöld eru tekin upp. „Ef þetta flýtir fyrir því að við fáum betri vegi og öruggari vegi er þetta ekki spurn- ing í mínum huga,“ segir hún. „Almennt er ég ekki hlynntur vegtollum en þeir geta átt rétt á sér, sérstaklega í tengslum við jarðgöng til dæmis. En ef þú ert að spyrja um veggjöld hér á aðalvegum til Reykja- víkur þá er ég mótfallinn þeim,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG fyrir suðurkjördæmi. – jhh / sjá síðu 8 Tæpur helmingur vill greiða veggjöld Þjóðin skiptist nánast í tvennt í afstöðu sinni til veggjalda, miðað við nýja skoðanakönnun. Formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar er hlynntur hugmynd sem samgönguráðherra hefur viðrað um gjaldtöku til að fjármagna samgöngbætur. Valgerður Gunnarsdóttir VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is FOSSBERG bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag. kæli- og 02–15 okt. frystidagar LÍFIÐ Það væsir ekki um Róbert Wessman þegar hann ferðast til Frakklands því hann á kastala þar í landi. Kastalinn er engin smá- smíði en hann er um fimm þúsund fermetrar og hefur að geyma 25 herbergi, líkamsræktarsal og inni- sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Kast- alanum fylgir svo glæsileg lóð og þar er tennisvöllur og minigolf- völlur. Í febrúar 2012 var kast- alinn verðmetinn og þá kom talan 1,8 milljónir evra upp úr hattinum sem eru um 224 millj- ónir króna á núver- andi gengi. – bb / sjá síðu 36 Á fimm þúsund fermetra kastala Róbert Wessman fjárfestir Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gær í ellefta sinn. Líkt og fyrri skipti var kveikt á henni á fæðingardegi Johns Lennon, 9. október, en hann hefði orðið 77 ára í gær. Yoko Ono og sonur hennar og Lennon, Sean, ávörpuðu athöfnina í gær með hjálp tækninnar. Ljósið mun loga þar til á dánardegi Bítilsins, þann 9. desember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -1 7 7 4 1 D E F -1 6 3 8 1 D E F -1 4 F C 1 D E F -1 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.