Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 12
LÖGREGLUMÁL „Samtal við gerendur og þolendur er mikilvægt, það má ekki þegja um hættuna vegna heim- ilisofbeldis,“ segir Sissel Meling, yfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Nor- egi á ráðstefnu Jafnréttisstofu um þverfaglega samvinnu í heimilisof- beldismálum sem haldin var á Þjóð- minjasafninu í síðustu viku. Sissel deildi reynslu norsku lögreglunnar af kanadískri aðferð sem er skamm- stöfuð SARA, við mat á hættu vegna heimilisofbeldis. Rætt er við bæði geranda og þolanda og hættan metin á því hvort sá sem beitt hefur maka sinn ofbeldi geri það aftur. Verklagið er tekið til fyrirmyndar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í breyttu verklagi gegn heimilis ofbeldi. „Við eigum oftast  eitt hvetjandi samtal við bæði geranda og þolanda. Við hvetjum gerendur til að sækja sér aðstoð og ræðum hvað þarf að breyt- ast í hegðun og lífi geranda til þess að hann beiti ekki ofbeldi,“ segir Sissel og segir samtalið áhrifaríkt. „Þetta samtal dugir oftast þótt við glímum enn við ný tilfelli og þau erfiðari sem fela í sér ítrekuð brot á nálgunarbanni. Lífshættulegt heim- ilisofbeldi er hins vegar á undan- haldi, þótt það sé auðvitað erfitt að halda slíku fram,“ segir Sissel og segir markmiðið með samtölum lögreglu að koma í veg fyrir heimilisofbeldi og morð. „Þolandi gæti viljað hitta okkur oftar en einu sinni og það er velkomið. Mín reynsla er sú að þær konur sem eru í þessum erfiðu aðstæðum þurfa meiri tengingu við raunveruleikann. Þær hafa fjarlægst hann til að þola betur aðstæður sínar. Það er þeim lífsnauðsynlegt að vakna til vitundar og lögreglan gagnast vel í því að ræða við þolendur um aðstæð- ur þeirra. Við höfum reynsluna, við höfum séð það margsinnis hvernig heimilisofbeldi stigmagnast. Ég get nefnt dæmi um konu sem við ræddum við. Hnífi var haldið við háls hennar, maki hennar gerði tilraun til að kyrkja hana. Hún fór á sjálfsvarnarnámskeið sér til styrkingar. Við spurðum hana hins vegar hvernig hún myndi verjast því að hann reyndi að skjóta hana og greindum henni frá alvarleika málsins,“ segir Sissel. „Þetta er á ábyrgðarsviði lögreglunnar. Læknir gæti sinnt þessu hlutverki líka, en við getum það enn frekar því við sjáum glöggt hvernig heimilisofbeldi getur stigmagnast þar til þolandinn er jafn- vel myrtur,“ segir Sissel og nefnir að auki að lykill að árangri sé að bæði þolandi og gerandi séu samþykkir eftirfylgni lögreglu. kristjanabjorg@frettabladid.is Tala við gerendur um heimilisofbeldi Sissel Meling yfirlögregluþjónn greindi frá áhrifamætti samtala við gerendur og þolendur í heimilisofbeldismálum á ráðstefnu Jafnréttisstofu. Í samtölunum er hætta þolenda metin og gerendur hvattir til að sækja sér aðstoð til að breyta hegðun sinni. Sissel Meling segir afar áhrifaríkt að eiga samtal við gerendur og þolendur og upplýsa þá um hættu vegna heimilisofbeldis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta kannar lögreglan meðal annars: l Hefur ofbeldismaðurinn áður beitt ofbeldi? l Glímir hann við fíkniefna- vanda? l Hver er fjárhagsstaða við- komandi? l Er viðkomandi í traustri atvinnu? l Er þolandi í viðkvæmri stöðu? l Er þolandi í neyslu vímuefna eða áfengis? l Hvert er tengslanet þolanda? l Hver er heilsa þolanda? l Hver er fjárhagsstaða þolanda? Hnífi var haldið við háls hennar, maki hennar gerði tilraun til að kyrkja hana. SARA Nýjar verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldis- mála ríkislögreglustjóra tóku gildi 2. desember 2014. Nýju verk- lagsreglurnar voru byggðar að meginstefnu á því verklagi sem var þróað í tilraunaverkefni gegn heimilisofbeldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá var byggt á svo- kölluðu B-Safe mati sem byggir á SARA aðferðinni (Scanning, Ana- lysis, Response and Assessment).  ŠKODA Fabia er margverðlaunaður bíll með marga kosti. Hann er lítill og lipur en stór að innan, vel útbúinn og ódýr í rekstri. Komdu og náðu þér í bíl ársins á frábæru verði og með fimm ára ábyrgð. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is BÍLL ÁRSINS Á VERÐI ÁRSINS ŠKODA FABIA Á SÉRKJÖRUM Í TAKMARKAÐAN TÍMA. ŠKODA FABIA frá: 2.017.000 kr. reddot design award best of the best car design 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -2 B 3 4 1 D E F -2 9 F 8 1 D E F -2 8 B C 1 D E F -2 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.