Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 16
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 20172 Útivist - Kynningarblað Ógleymanleg ævintýri fyrir alla Hjólaðu í Nepal og gakktu Inkaslóðir með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum F jórir ungir frumkvöðlar stofnuðu ferðaskrifstofuna Íslenska fjallaleiðsögu- menn árið 1994 með það að markmiði að fara ótroðn- ar slóðir með innlenda og erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun við- kvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Síðan þá hafa Íslenskir fjallaleið- sögumenn þjónustað erlenda ferða- menn og ferðast með þá um hvern krók og kima íslenska hálend- isins. Ferðaskrifstofan hefur vaxið og dafnað undanfarin ár, ferða- möguleikum fjölgað og leiðsögumönnum eftir því. Síðustu 20 ár hafa Íslenskir fjalla- leiðsögumenn verið með utanlandsferðir til Marokkó og voru jafn- framt á meðal þeirra fyrstu til að bjóða upp á ferðir á þann áfanga- stað. Einnig hefur ferðaskrifstof- an hug á að svala þorsta ævintýra- gjarnra Íslendinga sem vilja ganga og hjóla frægustu slóðir heims. „Það eru óteljandi nýir möguleikar í boði fyrir alla,“ segir Leifur Örn Svavarsson, einn stofnenda ferðaskrifstofunnar. Myndarlega Marokkó „Við erum með töluvert úrval af utan- landsferðum og viljum leggja aukna áherslu á þær. Við höfum boðið upp á ferðir til Marokkó í þónokkuð mörg ár. Mest höfum við verið með göngu- ferðir en undanfarið hefur úrvalið á ferðamöguleikum þar aukist hjá okkur,“ segir Leifur. Íslenskir fjalla- leiðsögumenn bjóða upp á fasta níu daga ferð í fyrstu vikunni í október þar sem gengið er í Atlasfjöllunum í Marokkó og meðal annars farið á hæsta tind Norður-Afríku, Toubkal. „Sú ferð er á mjög hagstæðu verði og sívinsæl,“ segir Leifur. Ævintýraferð í eyðimörkina „Einnig erum við með fasta ferð til Marokkó um páska sem er sannköll- uð ævintýraferð. Ferðin er blanda af léttum göngum og almennum ferða- lögum. Farið er inn í eyði- mörkina og ýmis landsvæði könnuð,“ segir Leifur. Fjölskyldan ferðast saman „Að auki bjóðum við upp á ýmsar sérferðir fyrir einstaklinga og hópferðir fyrir til dæmis fjölskyldur, þar sem far- ið er til Marokkó að hausti og vori. Í starfi okkar höfum við komið okkur upp góðum samböndum við ýmsa aðila í Marokkó. Þar á meðal erum við í góðum tengslum við leið- sögumenn. Þessir aðilar taka við fjöl- skylduhópum frá okkur og hanna fyrir þá ógleymanlegt ævintýri. Um er að ræða létta útivist, ferðir á úlfalda og ýmislegt annað skemmti- legt. Fjölskyldurnar hafa verið á öll- um aldri og við höfum verið með fólk á aldrinum sjö ára og til sjötugs og allir skemmt sér jafn vel,“ segir Leifur. Ferðamöguleikar um allan heim „Við erum í mjög góðu sambandi við erlendar ferðaskrifstofur sem veita okkur aðgang að öllum þeim ferðum sem þær eru með og því getum við tæknilega séð boðið upp á ferða- möguleika úti um allan heim. Einnig hafa gönguhóparnir okkar verið að ferðast um allt og myndað þar sam- bönd sem við getum nýtt okkur. Hingað til höfum við verið að nýta okkur þessi sambönd mjög takmark- að, en nú höfum við hug á að auka töluvert við úrval okkar á utanlands- ferðum. Við ætlum að bjóða upp á allar frægustu gönguferðir í heimin- um. Meðal annars höfum við farið nokkrum sinnum með fólk upp und- ir grunnbúðir Everest,“ segir Leifur. Hjólað um Nepal „Einnig höfum við hug á að bjóða upp á opnar hjólaferðir í Nepal. Annapurna-hringurinn er þar mjög vinsæl hjólaleið og virkilega skemmti- leg og falleg leið til þess að kynnast Nepal. Gunnar Örn Svavarsson, bróð- ir minn, er sterkur hjólreiðamaður og ætlar að vera leiðsögumaður í svona ferð í haust,“ segir Leifur. Perú á næsta ári Um páskana er orðið fullt í ferðina til Perú þar sem gengið verður á Inka- slóðir. Um er að ræða eina frægustu gönguleið heims. Þeir sem vilja koma með á næsta ári er bent á að hægt verð- ur að skrá sig. „Ég mæli heilshugar með þessari ferð og hægt er að skrá sig strax í dag í ferð um Inkaslóðir á næsta ári. Við birtum myndir úr þessari ferð á Facebook-síð- unni okkar á næstunni og það er um að gera fyrir áhugasama að fylgj- ast með,“ segir Leifur. Gengin halda áfram „Við munum halda áfram að vera með fasta gönguhópa sem halda sér í formi með ýmsum gönguferðum og fara jafnframt á hverju ári í utanlandsferðir til mis- munandi áfangastaða. Einnig erum við með fjalla- og gönguskíða- gengi sem eru þéttir hópar sem fara reglulega á fjöll undir faglegri leið- sögn,“ segir Leifur. Íslenskir fjallaleiðsögu- menn eru staðsettir að Stórhöfða 33, Reykjavík. Sími: 587-9999 Ema- il: info@mountainguides.is Nánari upplýsingar um ferðir má nálgast á vefsíðu Íslenskra fjallaleiðsögu- manna, fjallaleidsogumenn.is, eða á Facebook-síðunni. n Ferðir fyrir alla í vetur Ferðafélagið Útivist býður upp á ýmiss konar útivistarferðir G önguferðir er hægt að stunda allt árið um kring og tekur vetrardagskrá Útivistar mið af því. Dagsferðir eru á dagskrá félagsins allt árið, en yfir háveturinn er gjarnan gengið á láglendi frekar en að fara til fjalla. Raðgöngur í átta áföngum „Núna eru á dagskrá félagsins rað- göngur frá Reykjavík og inn í botn Hvalfjarðar,“ segir Skúli H. Skúla- son, framkvæmdastjóri Útivistar. Vegalengdin er farin í átta áföngum og byrjaði gangan í Reykjavík um miðjan janúar. „Leiðin liggur skammt frá alfaraleið, meðfram strandlínunni, frá Reykjavík að Hvalfjarðarbotni, en það er talsverð- ur munur á því að aka um veg og horfa yfir strandlínuna og að ganga og upplifa öll hin smáu atriði sem ber fyrir augu göngumannsins,“ segir Skúli. Raðgöngum lýkur í lok apríl. Næsti áfangi hefst á Mógilsá og er gengið að Grundarhverfi á Kjalar- nesi. Farið verður sunnudaginn 12. febrúar og er öllum velkomið að skrá sig og taka þátt. Saga landnámskvenna Um það leyti sem raðgöngunum lýkur hefjast þemagöngur þar sem farið er um lönd landnámskvenna og saga þeirra rifjuð upp. Þannig er fléttað saman hollri útivist og fróð- leik. Gönguskíðaferðir Útivist býður jafnan upp á ferðir á gönguskíðum, en eðli málsins sam- kvæmt eru þær ferðir háðar snjóa- lögum. Því eru gönguskíðaferðir í nágrenni borgarinnar gjarnan settar á dagskrá með stuttum fyrirvara og er því áhugasömum bent á að fylgj- ast vel með vefsíðu félagsins; utivist. is eða tengja sig við Facebook-síðu Útivistar. Strandir Þó ekki sé hægt að reiða sig á snjóa- lög í nágrenni borgarinnar má finna svæði á landinu þar sem yfir- leitt er hægt að ganga að þokkalegu skíðafæri. Þess vegna hefur Útivist gjarnan sett á dagskrá skíðaferðir á Strandir. Í ár verður gengið á skíðum um 30 kílómetra leið yfir Trékyllis- heiði til Norðurfjarðar á Ströndum og gist þar í tvær nætur. Laugar- dagurinn verður nýttur til skíðaferða í nágrenni Norðurfjarðar og skíðað í sund á Krossanesi. Á sunnudag verður skíðað aftur í Bjarnarfjörð og ekið heim á leið. Landmannalaugar og göngu- ferð frá Gjábakkavegi að Kerlingu Í apríl er svo gert ráð fyrir að fara í Landmannalaugar á gönguskíðum. Sú ferð er í samvinnu við jeppadeild Útivistar, en jeppar taka þá farangur fyrir gönguskíðafólk. Loks má nefna að í lok febrúar er í boði skíðagöngu- ferð frá Gjábakkavegi að skálanum Kerlingu þar sem gist verður í eina nótt. „Þetta er frekar auðveld ferð og því tilvalin fyrir þá sem eru að byrja að stunda gönguskíði utan brauta,“ segir Skúli. Jeppaferð yfir Langjökul Jeppadeild Útivistar hefur verið starf rækt um árabil og yfir vetrar- tíman er mikið í boði fyrir jeppa- eigendur sem eru búnir til vetrar- ferða um hálendið. Í þessum ferðum er gerð krafa um að bílar séu á að minnsta kosti 38 tommu dekkjum og með þann búnað sem nauðsynlegur er í ferðir sem þessar. Um miðjan febrúar er á dagskrá ferð yfir Langjökul á Hveravelli þar sem er gist í eina nótt. Þessi leið er sívin- sæl og býður upp á allt það sem góð jeppaferð getur boðið upp á. Margt að gerast í mars Í mars er svo stefnt á að fara á Mýr- dalsjökul og í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. „Skálinn er stað- settur á efsta hrygg á milli Mýr- dalsjökuls og Eyjafjallajökuls og stórkostlegur staður að heimsækja að vetri,“ segir Skúli. Þá eru í boði tvær spennandi ferðir um undra- veröldina að Fjallabaki. Rúsínan í pylsuendanum er svo fjögurra daga ferð í apríl um Vatnajökul. Ferðaáætlun Útivistar 2017 er komin út og hægt er að skoða hana sem vefrit. Hlekkinn er að finna á vefsíðu Útivistar, utivist.is. Einnig er áætlunin fáanleg á skrifstofu Úti- vistar í prentvænu formi. Ferðafélagið Útivist er til húsa að Laugavegi 178, 105 Reykjavík. Opið alla virka daga kl. 12–17. Sími: 562- 1000 Tölvupóstfang: utivist@utivist. is Nánari upplýsingar um ferðir Úti- vistar er að finna á vefsíðunni uti- vist.is og Facebook-síðunni. n Horft yfir Hvalfjörð MyNd GuðRúN HReiNSdóttiR Gönguskíðaferð MyNd GRétaR W. GuðbeRGSSoN Á Vatnajökli MyNd JóN ViðaR GuðJóNSSoN Ógleymanlegt ævintýri í Marokkó. Ævintýraferð með fjölskyldunni skapar ógleymanlegar minningar. Á baki úlfalda í Marokkó. Fjallahjólreiðar er frábær aðferð til þess að kynnast Himalaya fjöllunum. Gönguferðin upp í grunnbúðir Everest er ein af fallegustu gönguleiðum í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.