Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Stutt á milli Það er oft ankannalega stutt á milli fólks í ís- lensku samfélagi. Það sannaðist enn þegar nýráðinn aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ólafur Teitur Guðnason, birti á Face- book-síðu ljósmynd sem verður að teljast sú fyrsta sem hann birt- ir starfs síns vegna. Á myndinni má sjá ráðherrann og Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi sem starfrækir álverið í Straums- vík. Það vill svo skemmtilega til að áður en Ólafur Teitur kom til starfa í ráðuneytinu vann hann einmitt sem upplýsingafulltrúi téðs fyrirtækis. Það er því ekki að undra að Rannveig eigi greiðan aðgang að ráðherra síns geira. Til sóma Fyrstu dagar Donalds Trump í embætti forseta vestra hafa verið með slíkum ósköpum að kaldur hrollur hefur far- ið um sæmilega frjálslynt fólk um allan heim. Með tilskipunum hefur Trump heft ferða- frelsi fólks sökum þess hvaða trú það aðhyllist og hefur lagt mannfjand- samlega línu í málefnum flótta- fólks. Það er því mikið gleðiefni að fylgjast með íslenskum ráðherr- um og þingmönnum stíga fram og fordæma framferði Bandaríkja- forseta. Ekki síður er gleðilegt að sjá Guðna Th. Jóhannesson taka einarða afstöðu gegn mannhatri með því að bjóða flóttamönnum heim til Bessastaða. En betur má ef duga skal! Ríkisstjórnin þarf að bregðast við með heildstæð- um hætti og segja skýrt að Ísland standi fyrir mannréttindi og láti svona hegðun ekki óátalda. Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd Maður orða sinna V enjulega er stjórnmálamönn- um talið það til tekna ef þeir uppfylla kosningaloforð sín. Í hugum almennings er hinn dæmigerði stjórnmálamaður einstaklingur sem stígur fram með langan loforðalista í kosningabar- áttu en er svo á harðahlaupum frá loforðunum nokkrum dögum eftir kosningar. Sennilega áttu flestir von á því að svipað ætti við um Donald Trump, kosningaloforð hans væru líka svo fjarstæðukennd að ekki væri rökrétt að gera ráð fyrir að þau kæmust nokkru sinni til framkvæmda. Nú sýnir sig að þeir sem þetta héldu voru barnslega einfaldir. Því miður hefur Donald Trump reynst vera maður orða sinna. Það verður því ekki sagt að kjósend- ur hans hafi keypt köttinn í sekknum. Hann var kos- inn út á ógeðfelld stefnu- mál sín og kjósendur hans eru vísast himinlifandi og líta svo á að loksins sé kominn forseti í Hvíta húsið sem mark sé tak- andi á. Á fyrstu dögum í embætti hefur hann verið iðinn við að undirrita til- skipanir sem miða að því að efna kosningaloforðin, auk þess sem hann hefur gefið ýmsar hrollvekjandi yfirlýsingar, eins og þá að pyntingar væru ekki svo slæmar vegna þess að þær virka. Trump hefur á undraskömmum tíma tek- ist að skapa svo mikinn óróa meðal Bandaríkjamanna að fjöldamótmæli eru orðin daglegt brauð. Í lýðræðisríkjum er það yfirleitt þannig að þegar umdeildur forseti er kjörinn þá sækist hann eftir því að sætta þjóðina og lýsir því yfir að hann ætli sér að vera forseti allra lands- manna. Trump hefur ekki farið þessa leið. Hann hefur greinilega litla sem enga diplómatíska hæfileika og virð- ist þar að auki ekki geta tekið leið- sögn. Allri gagnrýni tekur hann sem persónulegri árás. Slíkir menn raða já-mönnum í kringum sig og ein- angrast snarlega í veruleikafirringu sinni. Ákvörðun Trump að banna flótta- mönnum að koma til Bandaríkj- anna og tímabundið bann við komu fólks frá Írak, Íran, Sýrlandi, Súdan, Sómalíu, Líbíu og Jemen hefur valdið uppnámi. Nú er svo komið að þær þjóðir heims sem kenna vilja sig við mannréttindi eru komnar í þá ótrú- legu stöðu að spyrja sig hvort mögu- legt sé að eiga náin og góð tengsl við stórveldið Bandaríkin. Hvað er til ráða þegar forseti landsins boðar að troðið skuli á mannréttindum fólks og ákveðnum hópum útskúfað? Ljóst er að ásýnd Bandaríkjanna hef- ur beðið verulegan hnekki. Á sama tíma og sýrlenskum flóttamönnum er meinað að koma til Bandaríkjanna opnaði forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, dyr Bessastaða fyrir þeim. Sú tímasetn- ing er alveg örugglega engin tilviljun. Sennilega man Guðni vel eftir hin- um fleygu orðum, sem eignuð eru Edmund Burke: „Það eina sem þarf til að hið illa sigri er að góðir menn geri ekkert.“ n Kolbrún Karlsdóttir flúði frá Íslandi til Afríku. – DV Mér býður við þeirri ofboðslegu neysluhyggju sem er á Íslandi Sigfús Sigurðsson gagnrýnir aumingjavæðingu. – visir.is Til að ná árangri í íþróttum þá þarf að ala upp vissa hörku Ákæru á hendur Pétri Gunnlaugssyni fyrir hatursorðræðu var vísað frá í héraðsdómi. – mbl.is Stórskaðað okkur og mig persónulega Myndin Hlýjar móttökur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heilsar hér ungri sýrlenskri stúlku sem kom til landsins á mánudag. mynD SiGTRyGGuR ARi Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ljóst er að ásýnd Bandaríkjanna hefur beðið verulegan hnekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.