Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 20178 Fréttir Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali bjarni@fastlind.is Sími 662 6163 Ég kann að meta eignina þína Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Salmann Sigrar n Sturla Þórðarson dæmdur til að greiða 100 þúsund í sekt fyrir hatursummæli É g er langt í frá sáttur. Þessi niðurstaða er kúgun og í raun glæpsamleg. Ég ætti frekar að fá bætur fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Það hefur tekið mikið á að bíða í óvissu. Það er mikið álag og biðin ein og sér er heilmikil refsing.“ Þetta segir Sturla Þórðarson en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir ummæli sem hann lét falla í athugasemdakerfi visir.is árið 2014. RÚV greindi frá dómsniðurstöðunni en ummælin lét Sturla falla um Sal- mann Tamimi. Orðrétt sagði Sturla í athugasemd sinni: „Salmann Tamimi Það ætti að líf- láta þig eins og það svín sem þú hegð- ar þér í öllum þeim gjörðum sem þú hefur gert í gegnum ævina helvítis lit- lækunar aumingi sem truir a spasti- skan guð með alvarlegustu minni- mátarkomplexa sem hægt er að hugsa sér.“ Kærði Sturlu 2015 Salmann kærði Sturlu í marsmánuði 2015 en í lögregluskýrslunni sem DV hefur undir höndum kemur fram að Sturla eða stjórnendur Vísis hafi eytt innlegginu. Salmann sagði í samtali við DV að ummælin væru sorgleg. „Það er búið að hræða börnin mín og alla fjölskylduna,“ segir Sal- mann og fagnar niðurstöðunni. „Það er vonandi að hann jafni sig og verði almennilegur næst og hóti ekki fólki eins og honum sýnist.“ Salmann kveðst ánægður með að hatursorðræða sé loks tekin alvar- lega. Hann fær reglulega ógeðfelld skilaboð og á þá ósk heitasta í kjölfar dómsins að fólk hugsi sinn gang við lyklaborðið. „Það þýðir ekki að fela sig á bak við lyklaborð og drulla yfir fólk. Við erum siðmenntað samfélag og við eigum að vera góð við hvert annað. Við getum rökrætt en það er of langt gengið að hóta lífláti og hvetja aðra til hins sama. Út af þessum ógeð- fellda áróðri er fólk að drepa hvert annað.“ Fámennur hópur Þegar Salmann er spurður hvort hatursumræða í samfélaginu sé að aukast svarar hann játandi. Hópur- inn sem standi að baki henni sé þó fámennur. Flestir Íslendinga séu sómafólk og hafi gjaldfellt rasista í síðustu kosningum. Það þurfi samt sem áður að hafa varann á. „Það var sett svín fyrir utan bæna- húsið hjá okkur fyrir stuttu. Þá er það spurningin, verðum við skotin næst. Við vitum aldrei hvenær brjálæð- ingar komast til valda. Þess vegna þarf að taka á þessu enda hefur hatursumræða ekkert með tján- ingarfrelsi að gera,“ segir Salmann og bendir á að í einu stærsta ríki heims hafi komist til valda maður sem hegði sér á svipaðan hátt og stjórn- endur ISIS. Á hann þar við Donald Trump. „Stjórnendur ISIS vilja enga minnihlutahópa inn í landið og slátra múslimum og kristnum. Hug- myndafræði Trumps er svipuð en hann tekur fyrir einn trúarhóp og ræktar hræðslu og andúð og sundrar fjölskyldum sem er vatn á myllu hryðjuverkasamtaka.“ Neitar að biðjast afsökunar Sturla Þórðarson er ósáttur við dóm- inn og aðspurður hvort hann ætli að áfrýja segir hann það líklegt. „Ég ætla að ræða málin við minn lögfræðing. Kannski vel ég að fara bara í fangelsi til að sýna þá kúg- un sem maður sætir. Ég er ósáttur við Salmann fyrir að fara þessa leið en ég átti alveg eins von á þessu frá honum.“ Sturla neitaði við yfirheyrslur og fyrir dómi að hafa hótað Salmann. Kvaðst hann aðeins hafa ætlað að sjokkera hann. Hann hafi með þessu verið að beina orðum að Salmann sem forsprakka þeirrar hugmynda- fræði að aflífa mætti sig fyrir að vera ekki múhameðstrúar. Sturla vildi í samtali við DV ekki biðjast afsökunar á ummælum sínum en viðurkenndi að hann hefði ef til vill mátt velja orð sín af meiri varkárni. „Ég hef gagnrýnt islam en það virðist sem ekki megi kasta rýrð á þau trúarbrögð og þau njóti forréttinda á kostnað kristni. Þetta er svipað og ég væri að lesa upp úr Mein Kampf og ekkert væri gert í því. Islam er ekki hafið yfir gagnrýni.“ n Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Ummælin Sturla lét þau falla í athugasemdakerfi visir.is. MyNd SKjáSKot aF athUGaSeMdaKerFi VíSiS Greiðir sekt Sturla kveðst ósáttur við málalyktir og íhugar að áfrýja dómnum. Þó geti allt eins verið að hann kjósi að sitja í fangelsi í stað þess að greiða sektina. „Þýðir ekkert að fela sig bak við lyklaborð Salmann tamimi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.