Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 38
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 201726 Fólk
ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD
MÚRUM & SMÍÐUM ehf
Ertu að fara í framkvæmdir ?
Ekkert verk of smátt né stórt !
Fagleg og góð þjónusta .
Upplýsingar í síma 788 8870 eða
murumogsmidum@murumogsmidum.is TIL
BOÐ
ÞÉ
R A
Ð
KO
STN
AÐA
RLA
USU
!
Múrvinna
Smíðavinna
Málningarvinna
Jarðvinna
Dansað í Laugardalshöll
n Reykjavík International Games stendur yfir n Danskeppnin fór fram um helgina
Þ
að var mikið um dýrðir í
Laugardalshöll á sunnudag
þegar danskeppni WOW
Reykjavík International
Games fór fram.
Um er að ræða alþjóðlegt íþrótta-
mót sem var sett síðastliðinn
fimmtudag en mótinu lýkur svo
næstkomandi sunnudag. Keppt er í
tuttugu og einni íþróttagrein og má
þar nefna sund, lyftingar, karate,
skvass, júdó, skylmingar, keilu,
fimleika og frjálsar íþróttir svo
nokkur dæmi séu tekin. Margt
af besta og efnilegasta dans-
fólki landsins var saman komið í
Laugardalshöll á sunnudag þegar
danskeppnin fór fram. Ljós-
myndari DV myndaði það sem
fyrir augu bar. n
Öflugt teymi Ásgeir
Bolli Kristinsson, sem
stundum er kenndur við
verslunina Sautján, sést
hér ásamt dönsurunum
Kristni Þór Sigurðssyni
og Lilju Rún Gísladóttur.
Kristinn er barnabarn
Ásgeirs. Kristinn og
Lilja lenti í 2. sæti í
fullorðinsflokki í suður-
amerískum dönsum og
hafa verið að gera það
gott utan landsteinanna
að undanförnu.
Lét sig ekki vanta Hanna Rún Bazev Óladóttir
lét sig að sjálfsögðu ekki vanta um helgina.
Hanna Rún er einn þekktasti dansari Íslands en
hún ákvað að gerast atvinnumaður í íþróttinni
undir lok síðasta árs. Hún var því ekki gjaldgeng í
keppnina um helgina.
Heimsmeistarar Polina Oddr og
Pétur Gunnarsson unnu í suðuram-
erískum dönsum um helgina í flokki
fullorðinna. Þau urðu heimsmeistarar í
flokki 21 árs og yngri í desember síðast-
liðnum og urðu þar með fyrsta íslenska
parið til að hljóta heimsmeistaratitil í
latíndönsum.
Brá á leik Borgarfulltrúinn
S. Björn Blöndal brá á leik
þegar verðlaun voru afhent
á sunnudag. Hér sést hann
sýna hvað hann getur í júdó.
Tvenn verðlaun Dansparið María Tinna Hauks-
dóttir og Gylfi Már Hrafnsson er í hópi efnilegustu
dansara landsins. Þau unnu til tvennra verðlauna
um helgina; í suðuramerískum dönsum og
standard dönsum.