Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 11
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 2017
www.avaxtabillinn.is
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
ÁVAXTA-
LUNDUR
Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll
tilefni. Er kannski heilsuátak framundan?
Ávextir í áskrift
kosta um 550 kr.
á mann á viku
og fyrirhöfn
fyrirtækisins
er engin.
Við komum með ávexti
og þið uppskerið
hressara starfsfólk
Áhrif ávaxtakörfunnar eru göldrótt
á sálarlíf og heilsufar starfsfólks.
Fyrir óverulega upphæð er því hægt að hafa
afar góð áhrif á mannskapinn.
Fyrir nokkru tók Múlalundur við pökkun Ávaxtabílsins á sendingum ávaxta til fyrirtækja.
Hefur það samstarf gengið prýðilega, enda vel vandað til verka hjá Múlalundi hvert sem verkefnið er.
Fréttir 11
Þiggja laun frá ríki og bæ
tveimur mönnum inn í bæjarstjórn
og myndaði meirihluta með Sjálf
stæðisflokki í bænum. Fyrir sæti sitt
í sveitarstjórn er Theodóra með 33
prósent af þingfararkaupi.
Hærri laun en forsætisráðherra
Líkt og í Mosfellsbæ þá var ákvörðun
in um hvort miðað yrði við nýja þing
fararkaupið frestað og því er mið
að við áðurnefndar 762.940 krónur
á mánuði. Það þýðir að Theódóra
fær 251.770 krónur fyrir setu sína í
bæjar stjórn. Þá er hún einnig for
maður bæjarráðs sem gefur laun
upp á 45 prósent af þingfararkaupi,
samtals 343.323 krónur á mánuði.
Að auki er hún formaður skipulags
ráðs Kópavogsbæjar sem veitir henni
rétt á launum upp á 11,25 prósent af
þingfararkaupi fyrir hvern fund. Alls
fundaði ráðið sautján sinnum árið
2016 og miðað við það fær Theódóra
121.593 krónur í mánaðarlaun fyrir
þá vinnu.
Þá má ekki gleyma því að Theo
dóra situr í stjórn Isavia ohf. og þigg
ur þar 160.000 krónur í mánaðar
laun. Að endingu situr hún í
almannaverndarnefnd og hafnar
stjórn. Fundir þar eru afar fáir en
fyrir hvern í almannaverndarnefnd
fær Theodóra 7.000 krónur og 4,5
prósent fyrir hvern fund í hafnar
stjórn en fundirnir voru tveir í fyrra.
Samandregið eru mánaðarlaun
Theodóru 2.152.282 krónur eins og
sakir standa. Ef ske kynni að Kópa
vogsbær myndi miða við nýhækkað
þingfararkaup við útreikning á laun
um kjörinna fulltrúa þá myndu laun
hennar hækka upp í 2.473.566 krón
ur á mánuði. n
Bryndís
Haraldsdóttir
Þingfararkaup + 5% álag:
1.156.253 kr.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar:
190.735 kr.
Formaður bæjarráðs:
267.029 kr. + fríðindi
Formaður samgöngunefndar:
154.115 kr.
Stjórn Strætó bs.:
121.350 kr.
Svæðisskipulagsnefnd
höfuðborgarsvæðisins:
11.333 kr.
Samtals:
1.900.833 kr.
- gæti hækkað í 2.117.035 kr.
Bryndís:
„Var kosin til að vera bæjar-
fulltrúi út þetta kjörtímabil“
Aðspurð hefur Bryndís væntingar til þess að hægt sé að sinna bæði þingmennsku og
bæjarstjórnarstörfum. „Bæjarfulltrúastarfið er hlutastarf og aðrir bæjarfulltrúar í fullu
starfi annars staðar. Ég var kosin til þess að vera bæjarfulltrúi út þetta kjörtímabil og
hef vonir og væntingar til að geta staðið undir því trausti kjósenda. Hvort ég þurfi að
breyta og fækka þeim verkefnum sem ég sinni að öðru leyti fyrir Mosfellsbæ verður að
koma í ljós. Ég er að skoða núna ásamt samstarfsfólki mínu hvernig við skiptum með
okkur verkum í bæjarstjórninni,“ segir Bryndís í skriflegu svari til DV.
En telur hún enga hættu á hagsmunaárekstrum í þessum störfum? „Nei, þvert á
móti þá gaf ég kost á mér til setu á þingi sem sveitarstjórnarmaður vegna þess að okk-
ur sveitarstjórnarmönnum hefur þótt skorta á ákveðna virðingu og skilning á störfum
okkar hjá bæði Alþingi og framkvæmdavaldinu. Ég mun leggja mig fram við að bæta
samskipti ríkis og sveitarfélaga og tel að skilningur minn á nærþjónustu í gegnum
sveitarstjórnarstörf mín nýtist vel í störfum mínum á þinginu.“