Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2017, Blaðsíða 2
Vikublað 31. janúar–2. febrúar 20172 Fréttir U mhverfis- og auðlinda- ráðuneytið festi þann 23. nóvem ber síðastliðinn kaup á nýjum og glæsileg- um Mercedes Benz GLE 500e ráðherrabíl og endurnýjaði þar með 11 ára gamla ráðherrabifreið ráðuneytisins. Lúxusjeppinn, sem er tengitvinnbíll og gengur því fyrir bæði eldsneyti og rafmagni, kostaði 9.973.000 krónur. Björt Ólafsdóttir tók við sem umhverfis- og auðlindaráð- herra þann 11. janúar síðastliðinn. Bílar keyptir fyrir 87 milljónir Átta af tíu núverandi ráðherrabifreið- um ríkisins hafa verið endurnýjað- ar frá árslokum 2014 til ársloka 2016 fyrir rétt tæpar 87 milljónir króna. Þær tvær sem eftir á að endurnýja í flotan- um eru komnar til ára sinna og ljóst að fljótlega þarf að skipta þeim út. Þá er einn nýr ráðherra ríkisstjórnarinnar án ráðherrabifreiðar sem stendur en hann mun fá nýja bifreið á næstunni. DV hefur fjallað ítarlega um endur- nýjun á ráðherrabílaflotanum síðustu mánuði þar sem margar glæsilegar og dýrar bifreiðar hafa verið keyptar til að leysa af hólmi mikið eknar og lúnar bifreiðar fyrri ríkisstjórna sem flestar voru komnar til ára sinna. Nú síðast í október greindi DV frá því að atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið hefði gengið frá kaupum á nýjum og glæsilegum Volvo XC90 T8-tengitvinnjeppa fyrir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á 9,4 milljónir króna, stuttu fyrir kosningar. Sú bifreið þjónar nú Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, nýjum ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra. Jón á leigubíl En þar sem ráðherrum var fjölgað úr tíu í ellefu við myndun núverandi ríkis stjórnar Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar, þá er ljóst að fjölga þarf um einn bíl í bílaflotan- um í samræmi við það. Það mun koma í hlut innanríkisráðuneytisins að kaupa þann bíl fyrir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en ráðherrar ráðuneytisins eru nú tveir eftir að því var skipt upp og Sig- ríður Á. Andersen gerð að dómsmála- ráðherra. Hún fékk BMW X5-jeppa innanríkisráðuneytisins sem keyptur var síðasta vor en ráðuneytið hefur leigt Chrysler-ráðherrabifreið fyrir Jón sem hann mætti einmitt á til ríkisráðs- fundar á Bessastöðum þann 11. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er verið að skoða kaup á nýjum ráðherrabíl fyrir samgöngu- ráðherrann. Óttar og Þorsteinn á elstu bílunum Það er velferðarráðuneytið sem eftir á að endurnýja ráðherrabifreiðar sínar tvær, sem báðar eru orðnar níu ára gamlar og hafa hingað til hafa þjónað heilbrigðisráðherra og félags- og hús- næðismálaráðherra. Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, er sem stend- ur á 2008 árgerð af Volvo XC90 og Þor- steinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, á 2008 árgerð af Land Rover Freelander 2. Eftir því sem DV kemst næst mun þurfa að endurnýja báðar bifreiðarnar á næst- unni. n Nýjar vörur 10 milljóna ráðherrabíll keyptur eftir kosningar n Umhverfisráðherra á nýjum Mercedes Benz-lúxusjeppa n Eftir að endurnýja tvo og kaupa þriðja fyrir nýjan ráðherra Ráðherra: Dómsmálaráðherra Tegund: BMW X5 40e xDrive Kaupverð kr: 9.150.000 Keyptur: Maí 2016 Ráðherrabílaflotinn Átta af tíu ráðherrabifreiðum ríkisins hafa verið endurnýjaðar á um tveimur árum fyrir 87 milljónir. Þörf er á að endurnýja tvo síðustu og kaupa þann þriðja eftir fjölgun ráðherra. Mynd SigTRygguR ARi Mynd SigTRygguR ARi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ráðherra: Umhverfis- og auðlindaráðherra Tegund: Mercedes Benz GLE 500e Kaupverð kr: 9.973.000 Keyptur: Nóvember 2016 Ráðherra: Fjármála- og efnahagsráðherra Tegund: Mercedes Benz E250 Kaupverð kr: 9.587.850 Keyptur: Janúar 2015 Ráðherra: Forsætisráðherra Tegund: Mercedes Benz S-350 BlueTec Sedan Kaupverð kr: 12.785.000 Keyptur: Janúar 2016 Ráðherra: Heilbrigðisráðherra Tegund bifreiðar: Volvo XC90 Keyptur: Mars 2008 Ráðherra: Félags- og jafnréttismálaráðherra Tegund: Land Rover Freelander 2 Keyptur: Maí 2008 Ráðherra: Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra Tegund: Chrysler Leigubifreið Ráðherra: Mennta- og menningar- málaráðherra Tegund: Volvo XC90 Kaupverð kr: 10.490.000 Keyptur: Maí 2016 Ráðherra: Ferðamála-, iðnað- ar- og nýsköpunarráðherra Tegund: Volvo XC90 T8 Kaupverð kr: 9.390.000 Keyptur: Nóvember 2016 Ráðherra: Utanríkisráðherra Tegund: Land Rover Discovery Kaupverð kr: 13.229.810 Keyptur: Október 2014 Ráðherra: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Tegund: Land Cruiser 150 VX Kaupverð kr: 12.699.900 Keyptur: Apríl 2015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.