Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Side 16
Vikublað 21.–23. febrúar 201716 Fréttir Erlent Skammvinn gleði n Ögmundur leggur pólitískum fanga í Tyrklandi lið n Vildi rannsókn á fjöldamorðum Á föstudag fyrir rúmri viku birti ég grein í DV þar sem ég fjall- aði um stöðu mannréttinda- mála í Tyrklandi. Ég gerði þar sérstaklega að umræðuefni tiltekinn pólitískan fanga, þingmann Lýðræðisfylkingarinnar, HDP, sem er flokkur Kúrda. Hann var fangelsaður í byrjun nóvember ásamt tólf öðrum þingmönnum og fjölda stjórnmála- manna sem starfa á sveitarstjórnar- stiginu. Þessi maður, sem ég valdi nánast af handahófi til að grennslast fyr- ir um, heitir Ferhat Encü, 32 ára aldri. Í greininni í DV fjallaði ég um baráttu þessa manns fyrir því að fá opin bera og óvilhalla rannsókn á fjöldamorðum sem framin voru í des- ember árið 2011 en flestir þeirra sem þá féllu fyrir sprengjuregni tyrkneska lofthersins í fjallahéruðum sem liggja að Írak, voru á unglingsaldri og flestir í fjölskyldu Ferhats, þar á meðal ung systkini hans. Í kjölfar þessara atburða bauð Ferhat sig fram til þings og hlaut kosningu í júníkosningunum 2015, en þá vann HDP-flokkurinn stórsigur. Fengum ekki að heimsækja fangelsi Tveimur dögum eftir að þessi grein birtist hélt ég til Tyrklands þar sem ég slóst í hóp stjórnmálamanna, fyrr- verandi og núverandi, blaðamanna, fræðimanna og einstaklinga sem beita sér í þágu mannréttinda. Erindið var að krefjast þess að fá að hitta Öcalan, leiðtoga Kúrda, sem haldið hefur verið í einangrunarfangelsi síðan 1999 á Imrali-eyju undan ströndum Tyrk- lands. Við gerðum einnig kröfu um að fá að heimsækja aðra pólitíska fanga. Ekki var slíkt leyfi veitt. Við létum hins vegar ekki segjast fyrr en hermenn lok- uðu á okkur fyrir utan fangelsismúr- ana. Ástandið fer versnandi Hópurinn hefur farið víða um og safn- að upplýsingum um stöðu mann- réttindamála og eru niðurstöðurnar vægast sagt hrikalegar. Sífellt fleiri eru hnepptir í varðhald og má geta þess að 155 blaðamenn sitja nú í tyrknesk- um fangelsum fyrir þær sakir einar að reyna að segja satt og rétt frá ástandinu. 720 fréttaveitum hefur verið lokað. Sumt af þessu þekkjum við úr frétt- um en veruleikinn er þó að mínu mati miklu verri en þær fréttir almennt lýsa. Halda þarf til austurhéraða Tyrklands, í byggðir Kúrda, til að sjá verstu dæm- in um mannréttindabrot. Hittum við fjölda fólks sem hafði misst ættingja í árásum hersins, hafði verið rekið úr vinnu eða hafði setið í fangelsi, sumt í áratugi. Enn fleiri áttu ættingja í fang- elsi. Við vorum viðstödd réttarhöld í Diyarbakir, höfuðborg Kúrda. Ekki sögðu þau góða sögu af réttarríki. Ferhat Encü leystur úr haldi … Í ljósi alls þessa voru það mér, og okk- ur öllum, mikil gleiðtíðindi þegar frétt- ir bárust af því að Ferhat Encü hefði verið látinn laus. Það gerðist undir lok síðustu viku og hafði ég þá strax sam- band við hann. Ferhat kom að bragði á fund nefndarinnar og brosti hann breitt þegar ég sýndi honum stuðn- ingsgrein mína í DV. Sagði hann það ylja honum um hjartarætur að vita að fólk í fjarlægum löndum fylgdist með honum og öðrum félögum hans sem ekki nytu mannréttinda. … en fangelsaður á ný! En ánægjan varði stutt. Fáeinum klukkustundum síðar þegar Ferhat Encü hugðist halda flugleiðis til sinn- ar heimabyggðar í austanverðu Tyrk- landi, var hann á ný tekinn höndum og situr að nýju í fangelsi. Aldrei stóð til að sleppa honum við réttarhöld en menn gerðu sér vonir um að hann gæti komið fyrir dómstól sem frjáls maður. Eitt er víst að áfram verður fylgst með framvindu hans mála og stöðu mannréttinda almennt í Tyrk- landi. n Í Tyrklandi Ögmundur og Ferhat Encü skoða DV. Ferhat Encü Ásamt velunnurum, á hóteli í Istanbúl rétt eftir að hann losnaði úr fangelsi. Laus um stund Hér er mynd sem tekin er fyrir utan fangelsið í Edirne. Ögmundur Jónasson skrifar ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.