Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Blaðsíða 28
Vikublað 21.–23. febrúar 201724 Skrýtið Sakamál Þegar konur drepa n Sjö nafntogaðar konur n Hryðjuverk, fjöldamorð, njósnir og dráp M orðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, í síðustu viku hefur vakið mikla athygli. Lög- reglan í Malasíu hefur síðan hand- tekið tvær konur sem grunaðar eru um aðild að morðinu en hinn 46 ára gamli Kim Jong-nam hneig niður á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr. Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir honum með rísin, sem er eitrað prótínduft úr aldinkjörnum krist- pálma og dugar eitt milligramm af því til að drepa fullorðinn einstak- ling. Yfirvöld í Suður-Kóreu eru þess fullviss að leigumorðingi hafi verið að verki; Kim Jong-nam hafi verið þyrnir í augum yfirvalda í Pyongyang í Norður-Kóreu og að lengi hafi staðið til að ráða hann af dögum. Til marks um það hafi hann notið verndar kín- verskra yfirvalda síðastliðin fimm ár. Hann var á leið til Makaó, sérstjórn- arhéraðs í Kína, þar sem hann bjó í útlegð. Samkvæmt umfjöllun breska dag- blaðsins Telegraph hefur óstaðfestur orðrómur farið á flug þess efnis að konurnar hafi verið launmorðingjar á vegum leyniþjónustu Norður- Kóreu og ef rétt reynist eru þær ekki fyrstu konurnar sem komast í heims- fréttirnar fyrir glæpi sína. Telegraph tók af þessu tilefni saman lista yfir sjö alræmda kvenkyns launmorðingja fyrri tíma, sem komið hafa að morðum, hryðjuverkum og annars konar fjöldamorðum. n 3 La Tigresa Idoia Lopez Riano, einnig þekkt undir gælunafninu La Tigresa, var ein af leiðtogum herskárra Baska sem börðust fyrir sjálfstæði frá Spáni á níunda áratug síðustu aldar. Hún bar ábyrgð á sprengjuárás sem banaði 12 borgarahermönnum árið 1986 og annarri, síðar sama ár, sem banaði fimm manns. Þá segir sagan að hún hafi dregið lögreglumenn á tálar áður en hún myrti kollega þeirra og varð hún fljótt einn mest eftirlýsti hryðjuverkamaður aðskilnaðar- sinna, ETA. Árið 2003 var hún loks dæmd í 1.500 ára fangelsi fyrir glæpi sína. Árið 2011 var hún rekin úr og afneitað af ETA eftir að hún baðst afsökunar á gjörðum sínum. Skipulagt Kim Jong-nam var myrtur í Malasíu í síðustu viku og konan í hvíta LOL-bolnum er ein þeirra kvenna sem handteknar hafa verið í tengslum við málið. 2 Mata Hari Margaretha MacLeod var þekktur exótískur dansari víða í Evrópu á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í dag er hún þó þekktust undir nafninu Mata Hari og oft kölluð mesti kvennjósnari 20. aldarinnar. Hún er talin hafa safnað leynilegum upplýsingum frá háttsettum bandamönnum og komið þeim í hendur Þjóðverja. Með gjörðum sínum er hún talin hafa átt beinan þátt í dauða allt að 50 þúsund franskra hermanna. Hún var fyrst fengin til starfa af þýsku leyniþjónustunni árið 1914 sem sá möguleika í njósnum hennar vegna þess hversu háttsetta elskhuga hún átti og þeirri staðreynd að hún gat ferðast næsta óáreitt þvert um Evrópu sem hollenskur ríkisborgari. Eftir að Bretar afhjúpuðu hana sem njósnara var hún á endanum tek- in af lífi af Frökkum árið 1917, þá 41 árs, eftir að hafa verið fundin sek um að sjá Þjóðverjum fyrir hernaðarleyndar- málum. Sagan segir að hún hafi „flassað“ aftökusveitina með því að fletta af sér yfirhöfninni, andartökum áður en skotin riðu af. 1 Shi Jianqiao Þegar herforinginn Shi Congbin var myrtur af Zhili-stríðsherranum Sun Chuanfang árið 1925, ákvað dóttir herforingjans, Shi Jianqiao, að hefna föður síns. Morðið á herforingjanum var sérlega ógeðfellt en hann var afhöfðaður og höfuð hans rekið á tein og haft til sýnis á lestarstöð. Shi ákvað í kjölfarið að hafa uppi á stríðsherranum alræmda og myrti hann á förnum vegi með þremur skotum. Hún flúði þó ekki vettvanginn heldur varð eftir til að réttlæta gjörðir sínar fyrir vegfarendum, meðal annars með því að útdeila bréfum til að útskýra aftökuna. Þessi siðferðislega afstaða hennar varð enda til þess að hún var náðuð að fullu árið 1936 á grundvelli „filal piety“ sem byggir á kenningum Konfúsíusar um dyggð sem drýgð er af virðingu við foreldra sína, sér eldri og forfeður. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.