Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 20
Vikublað 21.–23. febrúar 20172 Afþreying - Kynningarblað
Frábær skemmtun
fyrir fjölbreytta hópa
F
ólk á öllum aldri skemmtir
sér konunglega í Laser Tag,
Salavegi 2, Kópavogi. Laser
Tag er hágæða útgáfa af
skemmtilegum afþreyingar-
leik þar sem þátttakendur klæð-
ast Laser Tag-vestum og fela sig,
elta og hitta andstæðinginn með
laserbyssu. Leikurinn er fyrir fólk á
öllum aldri, unga sem aldna. Laser
Tag er 100 prósent skemmtun!
Byssurnar eru skaðlausar laser-/
geislabyssur með innrauðum geisl-
um. Laser Tag er því fullkomin
skemmtun, laus við marbletti! Hafa
ber í huga að í salnum eru blikk-
andi ljós og leikmyndareykur.
Frábær skemmtun fyrir
fyrirtækjahópa í hádeginu
Helena Rúnarsdóttir hjá Laser Tag
segir að nú sé vinsælt hjá vinnu-
stöðum að koma í Laser Tag í há-
deginu og efla hópinn með góðri
afþreyingu. Hádegismaturinn get-
ur þá fylgt með enda er hægt að
fá pakkann með pítsu og gosi.
Helena segir annars að Laser Tag
sé skemmtun
fyrir fólk á öllum
aldri, frá átta ára
og upp úr.
„Við miðum
við átta ára aldur
vegna þess að
yngri börn valda
ekki vestunum og
byssunum, þetta
er of þungt fyrir
þau. Hins vegar er
þetta aldurstak-
mark bara til leið-
beiningar, ef það
kemur hingað
fjölskylda og einn
í hópnum er sex
ára þá er það auð-
vitað ekkert mál.“
Helena segir
að fullorðið fólk
á öllum aldri hafi ekki síður gaman
af Laser Tag en börn: „Hingað kom
amma um daginn sem var að halda
upp á sjötugsafmælið sitt og voru
börnin og barnabörnin með í för.“
Afmælishópar eru mjög al-
gengir viðskiptavinir hjá Laser Tag
en einnig koma fjölskyldur og fyrir-
tækjahópar, auk þess sem þetta er
vinsæl skemmtun í steggjunum og
gæsunum.
Er þetta dýr eða ódýr
skemmtun?
„Ég myndi segja að við værum
sanngjörn í verði. Við höfum reynd-
ar ekki hækkað verðið hjá okkur í
fimm til sex ár og bjóðum samt upp
á bestu og öflugustu tækin,“ segir
Helena. Hún minnir á að opnunar-
tíminn sé bara til viðmiðunar og
reynt sé að koma til móts við óskir
allra um tímasetningar.
En hvað eru hóparnir stórir?
„Við höfðum tekið alveg upp í 50
manna hópa en svo stórum hópum
þurfum við að skipta niður í lið því
við komum 15 manns inn í salinn í
einu. Mjög þægileg og algeng stærð
á hópum er um 20 manns.“
Mjög mikið er bókað hjá Laser
Tag um þessar mundir og segir
Helena að gott sé að panta með sjö
til tíu daga fyrirvara. Hins vegar
getur fólk alltaf hringt og reynt er
að koma til móts við óskir þess
hvenær sem er.
Nánari upplýsingar má fá á
heimasíðu Laser Tag, lasertag.
is. Tímapantanir fara á netfangið
lasertag@lasertag.is eða í síma 564-
6644. n
Laser Tag