Fréttablaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 20
Í ágætri bók sinni um svarta víking­inn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafn­ framt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir Íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum, íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóð­ anna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofan­ sögðu að þar safnast fé sem er jú grund­ völlur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafn­ framt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafn­ ræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, láns­ kjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson Tromsø Klúbburinn Geysir er virkni­úrræði fyrir fólk með geðrask­anir og hefur starfað á Íslandi frá 1999. Á þessum árum hefur margt breyst til hins betra í meðferð geð­ sjúkra á Íslandi. Það framsýna fólk sem ruddi brautina fyrir stofnun klúbbsins á miklar þakkir skildar, enda er klúbburinn fyrsta úrræði sinnar tegundar á Íslandi þar sem skapaður er grundvöllur fyrir endur­ hæfingu geðsjúkra utan hefðbund­ inna geðdeilda sjúkrahúsanna. Klúbburinn Geysir var aðili að International Center for Clubhouse Development sem komið var á fót árið 1994 en nafni þess breytt í Club­ house International árið 2013. Club­ house International hefur starfað sem regnhlífarsamtök vottaðra klúbbhúsa til þess að efla samskipti og sýn sam­ takanna til framtíðar, auk þess að stýra fræðslu, ráðgjöf og upplýsinga­ gjöf til klúbbhúsa um allan heim. Þegar Klúbburinn Geysir var stofn­ aður var ætíð markmiðið að gera hann fullgildan innan klúbbhúsa­ hreyfingarinnar með því að sækja um vottun, jafnframt því að slík vottun yrði vegsauki og gæðaviðurkenn­ ing á starfi hans á Íslandi. Í janúar á þessu ári fékk klúbburinn vottun í fjórða sinn til þriggja ára. Að baki vottuninni liggur mikil vinna og sjálfs­ rýni félaga og starfsfólks klúbbsins á starfsemi hans. Að sjálfsögðu er þessi viðurkenning hvatning fyrir félaga og starfsfólk klúbbsins til að halda góðu starfi áfram og slaka ekki á kröfunum. Í átján ár hefur klúbburinn stutt félaga til virkni á vinnumiðuðum degi í klúbbnum þar sem þátttaka í starf­ inu er einn grundvöllur þess að ná árangri, bæði í samskiptum og dagleg­ um verkum. Í framhaldi af veru sinni í klúbbnum er fólk tilbúnara til þess að stíga öruggari skrefum úti í samfélag­ inu, bæði í vinnu og námi, og öðlast þannig betri lífsgæði í fjölbreytilegum aðstæðum daglegs lífs. Klúbburinn Geysir tekur vel á móti þér. Ef þú átt við geðræn veikindi að stríða eða átt í kröppum dansi af geðrænum toga er þér velkomið að hafa samband. Sjá nánar á: http://kgeysir.is/. Klúbburinn Geysir með þér út í lífið Benedikt Gestsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Klúbbsins Geysis Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins  var auglýst með miklum glæsibrag og þess getið að auk kaffis og meðlætis yrði boðið upp á krassandi umræð­ ur. Einn slíkur fundur var haldinn á Akureyri og þangað mætti ég eins og fjöldi annarra og hlustaði með and­ akt á þrjá talsmenn þessara virtu heildarsamtaka útlista af mikilli íþrótt ástandið í efnahagsmálum, hagvöxt, gengi íslensku krónunnar, verðbólgu og horfur á vinnumark­ aði. Allt ósköp notalegt með mynd­ um og gröfum í hæsta gæðaflokki ásamt með mikilli mælsku um að varðveita verði stöðugleikann og gæta þess að þjóðarskútan hall­ ist ekki enda sýni reynslan að þá geti verið stutt í að hún fari á hvolf með óskaplegum afleiðingum. Þess vegna yrði að fara að öllu með gát því þrátt fyrir gott ástand í dag væru blikur á lofti. Margt var skynsamlega sagt í þessum framsögum. Þó saknaði ég þess að þau nefndu ekki einu orði hvaða áhrif minnsti gjaldmiðill í veröldinni – íslenska krónan – hefur haft og mun að óbreyttu hafa á efna­ hagsmál Íslendinga og lífskjör þegn­ anna. Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tekið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Nei, það var einfaldlega ekki á dag­ skránni og þaðan af síður hvað biði íslensks atvinnulífs ef við gengjum í ESB. Hafa ekki þennan valkost Ég vakti athygli á því á fundinum að í heil fimmtíu ár hefði ég hlustað á svipaðar ræður og boðið var upp á þessa morgunstund og ekkert nýtt hefði komið fram þó umbúðirnar hafi verið óvenju glæsilegar í þetta sinn. Ég spurði hverju þessi þögn um ofangreindan valkost sætti og hafði þá í huga að flest stærri fyrir­ tæki hér á landi hafa tekjur sínar í erlendri mynt og færa allt sitt bókhald í evrum eða dollurum en greiða svo starfsmönnum sínum laun í íslenskum krónum. Minni fyrirtæki og launþegar hér á landi hafa ekki þennan valkost en eru neydd til að velkjast í áratugi um úfinn sjó á hinni örlitlu fleytu sem íslenska krónan er. Nei, þetta má auðvitað ekki ræða á virðulegum fundum SA en hjala frekar um trausta efnahagsstjórn um borð í þessari kænu sem vill til að siglir lygnan sjó um þessar mundir. En svo gerist það sama og gerst hefur síðustu áratugina. Blikur hrannast upp á loftið, það fer að hvessa og litla þjóðarfleytan tekur miklar dýfur og er hvað eftir annað við það að velta á hliðina og sökkva með manni og mús. En í stað þess að skoða aðra möguleika má aðeins tala um siglingu í logni og forðast að ræða valkosti sem hafa reynst öðrum þjóðum vel í úfnum sjó. Ekki einu sinni að ræða það – jafnvel ekki á samkomum sem bjóða upp á „krassandi umræður“. Þegar ég gekk út af fundinum sæla hugsaði ég með mér: „Maður á auð­ vitað ekki að tala um snöru í hengds manns húsi.“ Hin krassandi umræða Ragnar Sverrisson kaupmaður á Akureyri Ekki varð undrun mín minni þegar við upphaf hinnar „krassandi umræðu“ var tek- ið fram að ekki væri ætlast til þess að fundarmenn færu að ræða hvaða þýðingu það gæti haft til framtíðar að taka upp evru eða annan öflugan gjaldmiðil. Um daginn hitti ég sænsk hjón sem komu hingað til lands í stutt frí. Við tókum tal saman og ræddum dágóða stund um stjórn­ mál á Íslandi og í Svíþjóð og muninn á stjórnmálamenningu landanna. Konan sem er hagfræðingur hafði komið til Íslands fyrir tveimur árum og lenti þá fyrir tilviljun á Alþingis­ rásinni þegar hún var að horfa á sjón­ varp. Hún sagðist ekki hafa skilið allt sem fram fór en gat ekki betur séð en að þingmenn væru reiðir og atyrtu hver annan úr ræðustóli og furðaði sig á þessu háttalagi. Í Svíþjóð beri stjórnmálamenn virðingu fyrir pólitískum andstæð­ ingum sínum og geri sér far um að vera kurteisir og málefnalegir. Ég upplýsti hjónin um að líklega hefði hún hitt á dagskrárlið sem sumir kalla „hálftíma hálfvitanna“ og að hér væri rík átakahefð í stjórnmálum – stóryrði, persónuníð og skætingur einkenndu stjórnmálaumræður á Íslandi. Lýsandi dæmi um þetta eru niðr­ andi ummæli fyrrverandi mennta­ málaráðherra um sérfræðing hjá Merrill Lynch bankanum sem varaði Íslendinga við skömmu fyrir banka­ hrunið 2008. Ráðherrann lýsti því yfir að maðurinn vissi ekkert í sinn haus og þyrfti greinilega á endur­ menntun að halda en hafði varla sleppt orðinu þegar bankarnir féllu með brauki og bramli. Eftir þessa tölu setti viðmælendur mína hljóða um stund en hjónin spurðu síðan hvort ég kynni ein­ hverjar skýringar á því hvers vegna íslensk stjórnmál væru þessu marki brennd. Algeng skoðun er sú að „ósiðirnir“ í umræðunni eigi sér menningarlegar rætur. Til dæmis hefur Ólafur Þ. Harðarson, prófess­ or í stjórnmálafræði við H.Í., bent á að „ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá erum við með svipað regluverk en samt þróast stjórnmálin hjá okkur öðruvísi. Það hefur mikið að gera með söguna og hvað verður venjuleg hegðun innan kerfisins og í rauninni stjórnmálasið­ menning …“ Að mati Ólafs er enginn hægðar­ leikur að breyta umræðuhefðinni. „Fyrsta skrefið er að tala um þetta.“ Bæði fræðasamfélagið og almenn­ ingur geti hér gegnt veigamiklu hlutverki en mikilvægast sé „að stjórnmálamennirnir átti sig á þessu sjálfir“ (Fréttatíminn, 4. maí 2012). Fátt bendir þó til að þeir muni gera það í bráð eða lengd. Þrátt fyrir góðan ásetning fólks sem tekur sæti á Alþingi er eins og það gangi í björg og komi út aftur sem umskiptingar. Núna síðast Guðmundur Stein­ grímsson, stofnandi og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar. Hann einsetti sér að breyta starfsanda og vinnulagi Alþingis til hins betra en rankaði á endanum við sér í foraðinu miðju. Á hinn bóginn eru aðrir sem líta svo á að umræðusiðirnir séu ekki einvörðungu menningarleg afurð heldur ráðist jafnframt af kerfis­ lægum þáttum s.s. skipulagi og starfsháttum á vinnumarkaði, stofn­ anafyrirkomulagi stjórnmálanna, viðteknum hagstjórnaraðferðum og skipan flokkakerfisins. Þeirra á meðal eru Guðmundur Jónsson, pró­ fessor í sagnfræði við H.Í., og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmála­ fræði við sama skóla. Aðhaldstæki Fulltrúar Pírata taka í sama streng og halda því fram að rót vandans liggi í stjórnkerfinu sem bjóði heim óheftu meirihlutaræði. Öndvert við Ólaf Þ. Harðarson, sem telur að vandinn verði ekki leystur með kerfisbreyt­ ingum, hafa þeir lagt til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðar­ atkvæðagreiðslur til að stemma stigu við yfirgangi meirihlutans gagnvart minnihlutanum. Slíkt ákvæði, sem heimilaði tilgreindum minnihluta Alþingis og/eða hópi kjósenda að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum, er öðrum þræði hugsað sem aðhaldstæki gagnvart meirihlutanum. Píratar binda einnig vonir við að ákvæði sem þetta stuðli að bættum samskiptum milli stjórnar og stjórnar andstöðu í þinginu. Sambærilegt ákvæði er að finna í Stjórnarskrá fólksins sem var sam­ þykkt með 67,5% greiddra atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöður gagnmerkrar saman­ burðarrannsóknar á stjórnmálaum­ ræðum í nokkrum löndum renna stoðum undir fyrirkomulag af þessu tagi. Til grundvallar rannsókninni, sem unnin var af alþjóðlegu rann­ sóknarteymi með aðsetur í Sviss, liggja stofnana­ og atferliskenningar í félagsfræði, greining stjórnmála­ fræðingsins Arends Lijphart á sam­ keppnis­ og samvinnustjórnkerfum og kenningar á sviði rökræðulýð­ ræðis. Eitt mikilvægt einkenni sam­ vinnustjórnkerfa samkvæmt Lijp­ hart eru aðhaldstæki á borð við þjóðaratkvæðagreiðslur. Rannsókn­ in leiðir m.a. í ljós að þegar minni­ hlutinn getur skotið umdeildum málum í þjóðaratkvæði skapar það hvata og/eða knýr meirihlutann til að koma fram við minnihlutann af meiri virðingu en ella og jafnvel taka tillit til sjónarmiða hans ólíkt því sem tíðkast í stjórnkerfum þar sem slíkt er ekki til staðar. Það er t.d. borðleggjandi að ef nýja stjórnarskráin hefði verið í gildi þegar breyting á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi vorið 2013 hefði stjórnarmeiri­ hlutinn verið gerður afturreka með málið eða séð sig knúinn til að miðla málum eða semja við minnihlutann. Tæplega 15 prósent kjósenda höfðu mótmælt þessari ákvörðun með því að rita nafn sitt á undirskriftalista og skoðanakannanir sýndu að þorri landsmanna var mótfallinn laga­ breytingunni. Íslensk stjórnmálaumræða og ný stjórnarskrá Stefán Erlendsson stjórnmála- fræðingur 2017 2017 Byggjum allt Ísland Opna þarf augun fyrir frjálsum handfæraveiðum Pírata, og að milljarðar lífvera, td. fiskseiði og fiskegg, fela sig á botni fiskimiða okkar, til að verða ekki étin af stærri fiskum. Allt þetta líf er óvarið fyrir þungum veiðarfærum, dregnum af togveiðiflota okkar dag og nótt. Fiskimiðin eru eilífðarvél, sem við getum nýtt að eilífu, en í dag getur vélin ekki brauðfætt þessa örþjóð., Sandsíli 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r20 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 5 -5 A 3 8 1 E 1 5 -5 8 F C 1 E 1 5 -5 7 C 0 1 E 1 5 -5 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.