Fréttablaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 28
Á Messanum í Sjóminja- safninu verður boðið upp á fiskihlaðborð í hádeginu og á kvöldin. Snorri útskrifaðist sem mat-reiðslumaður árið 2010 og hlaut meistararéttindi fimm árum síðar. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars á veitingastað í Frakklandi þar sem allt var eldað frá grunni. Árið 2015 gekk hann til liðs við veitinga- manninn Jón Mýrdal sem gekk með þá hugmynd í maganum að opna veitingastað í ætt við Tjöruhúsið á Ísafirði þar sem fiskréttir eru bornir fram á heitri pönnu. „Jón var kominn með hús- næði í Lækjargötu 6 en við tókum okkur marga mánuði í að innrétta staðinn áður en hin eiginlega eldamennska hófst,“ segir Snorri. Staðinn hönnuðu þeir í samstarfi við Axel Hrafnkel Jóhannesson, eða Langa Sela eins og hann er kallaður. Hugmyndin er að gestir fái á tilfinninguna að þeir gangi inn í gamalt skip. Á móti innganginum blasir við stýrishús með kýrauga og öðru tilheyrandi en þar fyrir innan er eldhúsið. Barinn er úr hvít- og rauðmáluðum panel sem táknar skipsskrokkinn og í loftinu hanga ljós úr gömlu skemmtiferðaskipi. Maturinn er borinn á borð á rjúk- andi koparpönnu og stemningin heimilis- eða öllu heldur sjóaraleg eftir því. Messanum í Lækjargötu hefur verið vel tekið og hefur verið fullt út úr dyrum frá opnun. Þá situr hann í öðru sæti í á lista TripAdvisor yfir bestu veitingastaði bæjarins. „Þar er hins vegar aðeins takmarkað sætaframboð og til að mynda erfitt að taka á móti hópum. Þess vegna ákváðum við að færa út kvíarnar,“ segir Snorri en á nýja staðnum í Sjóminjasafninu eru sæti fyrir 120 manns. Þar tekur hönnunin líka mið af sjómennskunni en við það bætist stórfenglegt útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. „Á Granda verðum við, ólíkt Messanum í Lækjargötu þar sem þjónað er til borðs, með hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. Boðið verður upp á sömu pönnur og í Lækjargötu auk þess sem við komum til með að bæta nýjum við. En hver er galdurinn á bak við góðan fisk? „Það er að elda hann á nógu heitri pönnu og krydda hann nógu vel,“ segir Snorri en honum var kennt að ef matur væri ekki nægilega kryddaður væri hann einfaldlega ekki sérlega góður. „Eins þarftu að hafa tilfinningu fyrir því sem þú ert að gera.“ Aðspurður segist hann alltaf hafa verið mikill fiskmaður. „Mamma mín er frá Ólafsvík og ég er kominn af sjómönnum langt aftur í ættir. Ég var þess vegna alinn upp við að borða fisk fjórum sinnum í viku og finnst virkilega gaman að matreiða hann. Þá leggjum við á Messanum mikla áherslu á að vera alltaf með eins ferskan fisk og grænmeti og völ er á og það skilar sér út í bragðið.“ Snorri deilir hér einni af nýjustu uppskriftum Messans. Aldamótakarfi fyrir tvo til fjóra (500-600 g fiskur) 500 g hveiti 100 g aromat 60 g chili-duft Veltið fiskinum upp úr ofangreindu og setjið á heita pönnu með smá olíu. Kryddið með salti, svörtum pipar og chili-dufti eftir smekk. Sósa og meðlæti 150 g sellerírót (skorin í teninga og látin liggja í 50/50 eplaediki og vatni yfir nótt) 100 ml hvítvín 200 ml rjómi 200 g sýrður rjómi 18% 80 g chili-sósa 100 g maís (gular baunir í dós) 1 msk. estragon, þurrt Steinselja eftir smekk Allt sett ofan á fiskinn áður en hann er borinn fram á pönnunni. Borið fram með íslenskum kart- öflum og salati. Galdurinn er að krydda Snorri Sigurfinnsson, matreiðslumeistari á Messanum, er alinn upp við að borða fisk fjórum sinnum í viku. Hann segir galdurinn á bak við góðan fisk að elda hann á heitri pönnu og krydda vel. Messinn, Lækjargötu, færði út kvíarnar í vikunni og opnaði nýjan stað úti á Granda. Snorri hefur alltaf haft gaman af því að matreiða fisk. Mynd/Anton Vera Einarsdóttir vera@365.is 6.540 KR. ENGIN BINDING Á MÁNUÐI EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA? 6 stöðvar · 3 sundlaugar · reebokfitness.is 6 KynnInGARBLAÐ FÓLK 2 7 . o K tÓ B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 5 -4 1 8 8 1 E 1 5 -4 0 4 C 1 E 1 5 -3 F 1 0 1 E 1 5 -3 D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.