Fréttablaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Það má
heldur ekki
verða svo að
krafan um
nákvæmni í
frásögn verði
til þess að
fréttir séu
ekki sagðar
fyrr en þær
eru orðnar að
sagnfræði.
Almenningur hefur lengi kallað eftir breytingum. Óskað eftir breyttum vinnubrögðum, nýjum áherslum og annarri forgangsröðun. Stofnun Við-
reisnar fyrir einu og hálfu ári var svar við þessu ákalli og
stefnuskrá flokksins er í samræmi við það.
Hátt matarverð, ofurvextir, misrétti í launakjörum
kynjanna og skortur á húsnæði. Ekkert af þessu er lögmál
heldur afleiðingar pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis
undanfarin ár og áratugi.
Í síbreytilegum heimi felst stöðugleikinn ekki í kyrrstöðu,
heldur í því að brjóta upp gömul kerfi sem eru úr sér gengin
og notuð til að reisa varnarmúra um sérhagsmuni fárra.
Kerfi hafa tilhneigingu til að viðhalda sér sjálf. Þegar við
bætast varðmenn sem dulbúa varðstöðuna sem eftirsóknar-
verðan stöðugleika í stað þeirrar stöðnunar sem hún raun-
verulega felur í sér, þá getur verið á brattann að sækja.
Stjórnmálamenn sem hafa raunverulegan áhuga á því að
beita kröftum sínum í almannaþágu verða að hafa hugrekki
og dug til að ráðast að rótum vandans í stað þess að bölva
afleiðingunum og lofa skyndilausnum. Þær eru í besta falli
til skamms tíma og kosta íslenska þjóð heiftarlega timbur-
menn eins og dæmin sýna. Verst er þó að skyndilausnir
við rótgrónum kerfislægum vandamálum fela oftast í sér
mikinn og jafnvel óyfirstíganlegan kostnað fyrir næstu
kynslóðir. Leið Viðreisnar felst í faglegri nálgun samhliða
áherslum á nauðsynlegar kerfisbreytingar og frjálslynd
alþjóðasinnuð viðhorf. Jafnréttisáherslur Viðreisnar er nær
óþarfi orðið að nefna, svo samofnar eru þær öllum stefnu-
málum og aðgerðum flokksins.
Það er kosið um samkeppnishæf lífskjör íslenskrar þjóðar
í nútíð og framtíð. Þar eru húsnæðismál og matarkostnaður
fjölskyldunnar, samgöngur, heilbrigðismál og velferðarmál
almennt. Menntamál eru fjöregg þjóðarinnar til framtíðar
með valfrelsi, sveigjanleika, nýsköpun og námstækni. Það
sama á við um umhverfismálin, án nokkurs vafa stærsta
jafnréttismál milli kynslóða. Á öllum þessum sviðum getum
við verið í fremstu röð ef við höldum rétt á spilunum.
Viðreisn hefur sýnt og sannað á stuttum tíma að þar er
unnið af krafti og elju að þessum stóru málum. Við erum
því ófeimin við að biðja um umboð til frekari verka. Við
munum fara vel með traustið.
Framtíðin er okkar
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður Við-
reisnar, skipar
1. sæti í Reykja-
vík suður
Viðreisn
hefur sýnt
og sannað á
stuttum
tíma að þar
er unnið af
krafti og elju
að stóru
málunum.
2017
Kjósum nýja forystu!
F jórir blaðamenn 365 miðla voru sakfelldir í héraðsdómi í gær fyrir meiðyrði vegna frétta-flutnings af svokölluðu Hlíðamáli. Í málinu voru tveir karlmenn sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu síðar frá vegna skorts á sönnunargögnum.
Héraðsdómur hengir sig meðal annars á það að ekki
hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að
hafa átt sér stað, hafi verið „útbúin“ til nauðgana líkt og
komið hafi fram í umfjöllun blaðsins. Þessi áhersla á að
hanka blaðamenn fyrir tiltekin smáatriði í umfjöllun,
sem síðar reynast röng eða ónákvæm, er nokkuð sem
fjölmiðlamenn hafa þurft að venja sig við í seinni tíð.
Það er orðin þekkt tækni í sambærilegum málum að
einblína á smáatriði, sem mögulega eru röng, og beina
þannig athygli frá stóru myndinni.
Auðvitað á að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir
vandi sig. Þegar fréttir eru sagðar þarf hins vegar alltaf að
vera eitthvert jafnvægi. Áherslan á smáatriðin má ekki
verða til þess að blaðamenn hiki við eða hreinlega þori
ekki að segja fréttir. Það má heldur ekki verða svo að
krafan um nákvæmni í frásögn verði til þess að fréttir séu
ekki sagðar fyrr en þær eru orðnar að sagnfræði.
Þegar dómstólar hjálpa til við að skapa slíkt andrúms-
loft getur það vart talist annað en ritskoðun. Fréttir eru
nefnilega þess eðlis að þær eru gjarnan sagðar í rauntíma.
Eðli málsins samkvæmt liggja þá ekki allar staðreyndir
fyrir, atburðarás getur jafnvel enn verið að eiga sér stað.
Dómstólar verða að eftirláta fjölmiðlum sanngjarnt
andrými. Ýmislegt bendir til þess að fjölmiðlar á Íslandi
búi ekki við nægjanlegan skilning frá hinu opinbera.
Nægir þar að nefna nýlegt lögbann sem lagt var á
umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum er eiga uppruna
sinn hjá slitastjórn Glitnis.
Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra
við niðurstöðu héraðsdóms eru þau skilaboð sem send
eru þolendum kynferðisbrota og fordæmið sem sett er
varðandi umfjöllun um kynferðisbrot.
Kynferðisbrot og baráttan gegn þeim hefur verið
mikið í umræðunni bæði hér á landi og annars staðar
undanfarið. Raunar má segja að leyndarhjúpur um þessi
mál hafi orðið til þess að síðasta ríkisstjórn lifði ekki
kjörtímabilið. Ef litið er út fyrir landsteinana hafa mál
Harvey Weinstein verið í hámæli, en upplýst er að hann
hafi áratugum saman misnotað og áreitt tugi kvenna og
komist upp með það. Allt í skjóli leyndarinnar.
Þar til nú. Leyndarhulunni hefur verið svipt af Harvey
Weinstein. Ríkisstjórnin sprakk. Í þessu samhengi er
niðurstaða héraðsdóms tímaskekkja. Blaðamenn verða
að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknar-
stigi. Mál Weinsteins er lifandi sönnun þess.
Auðvitað kann að vera að við gerum mistök á þeirri
vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík að umfjöllunin
þagni. Sérstaklega á það við um kynferðisbrot. Of lengi
hafa fórnarlömb slíkra brota horft framan í réttarkerfi
sem hvorki hlustar né skilur. Það verður að segja fréttir af
slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upp-
lýsa fólk heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki
að þurfa að þjást í hljóði.
Slíkt væri afturhvarf til verri tíma.
Andrými
Allt rosa flókið
Annað árið í röð stefnir í stjórn-
arkreppu ef marka má orð Eiríks
Bergmanns stjórnmálafræðings
sem féllu í hádegisfréttum
Bylgjunnar í gær. Sagði hann þar
að líklega yrði erfitt að mynda
ríkisstjórn eftir kosningar.
Útreikningar Fréttablaðsins í dag
benda til þess sama. Ekki verður
hægt að mynda þriggja flokka
stjórn án aðkomu Sjálfstæðis-
flokksins og annað hvort VG eða
Samfylkingar. Hvorugur þeirra
flokka þykir hins vegar líklegur
til samstarfs við Sjálfstæðismenn.
Erfiðlega gekk að berja saman
fimm flokka stjórn eftir síðustu
kosningar og má vænta þess að
það verði ekki auðvelt að berja
saman fjögurra flokka stjórn eftir
laugardaginn. Það væri kannski
ekki vitlaust að láta reyna á
minnihlutastjórn.
Bjargað frá foreldrunum
Ófæddri stúlku var bjargað frá
þeim hörmulegu örlögum í gær
að vera skírð Zoe. Þetta góðverk
var unnið í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær en foreldri stúlkunnar
höfðu stefnt ríkinu í kjölfar þess
að mannanafnanefnd hafnaði
beiðni þeirra um skráningu
nafnsins.
Reyndar eru það alls ekkert
hörmuleg örlög að vera skírð Zoe
og ekki um raunverulegt góðverk
að ræða. Þarna var einfaldlega
brotið á rétti fjölskyldunnar með
forneskjulegum viðhorfum.
thorgnyr@frettabladid.is
2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-3
2
B
8
1
E
1
5
-3
1
7
C
1
E
1
5
-3
0
4
0
1
E
1
5
-2
F
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K