Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 13
Í flóttamannabúðum í Bangladess eru átta sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi að hjálpa flóttafólki frá Mjanmar. Þeir eru hluti af miklu stærri hópi starfs- manna og sjálfboðaliða Rauða krossins sem með samhentu átaki og aðgerðum hjúkrar og hjálpar þúsundum barna, kvenna og karla á hverjum einasta degi. Á skömmum tíma hafa yfir 600 þúsund manns orðið að flýja heima- land sitt Mjanmar yfir til nágranna- ríkisins Bangladess, eins fátækasta ríkis heims. Meðal þeirra var Nai- mullah og fjölskylda hans. Saga þeirra er átakanleg en því miður ekki einstök. Á Íslandi fæðast að jafnaði tólf börn á dag en sama dag og Naimullah varð að flýja með Dagsgamalt barn á flótta – Neyðarsöfnun Rauða krossins Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utan-ríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnu- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á nor- rænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir nor- rænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit fram- kvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í fram- kvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráð- herrar haldi málinu á lofti á nor- rænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofan- greindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóð- unum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rann- sóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Von- andi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á tauga- vísindasviði. Góðar fréttir fjölskyldu sína fæddi kona hans, Johora, sitt fimmta barn. Örfáum klukkustundum síðar voru þau lögð á flótta. Litla barnið, flóttabarnið, sem strax fékk nafnið Nursahera var borið í faðmi foreldra sinna sem gengu í heila tíu daga áður en þau náðu í örugga höfn í Bangladess. Og reyndar er um helmingur flótta- fólksins börn, næstum jafn mikill fjöldi og byggir Ísland allt! Rauðakrosshreyfingin hefur lagt nótt við nýtan dag við að aðstoða flóttafólkið á ýmsan hátt og meðal annars með því að veita lífsbjarg- andi heilbrigðisaðstoð. Hjálparstarf Rauða krossins hefur aukist með auknum fjölda flóttafólks og hefur Rauði krossinn á Íslandi verið virkur þátttakandi í því nánast frá upphafi. Framlag okkar á Íslandi skiptir máli líkt og störf sendifulltrúa okkar bera svo glöggt merki. Það er fyrir tilstilli Mannvina og annarra stuðnings- aðila sem það var hægt. En nú, þegar umfangið er orðið svona mikið, þarf að gera meira og þess vegna hefur Rauði krossinn hafið neyðarsöfnun til að veita áfram lífsbjargandi hjálp. Þú getur hjálpað með því að senda sms í númerið 1900 og veita þannig 1900 krónur til hjálparstarfa Rauða kross- ins. Gefum Lilju Óskarsdóttur sendi- fulltrúa orðið þar sem hún lýsti aðstæðum nærri landamærum Mjanmar og Bangladess sem lýsir raunum flóttafólks á borð við Nursahera litlu og foreldra hennar: „Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti. Tveir litlir drengir vonuðust til að finna ömmu sína. Bróðir þeirra og foreldrar höfðu verið drepin.“ Með þínum stuðningi áformar Rauði krossinn stuðning við um 200 þúsund manns. Og hvert fram- lag skiptir máli. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi Auður Guðjónsdóttir stjórnarfor- maður Mænu- skaðastofnunar Íslands VERKFÆRI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA! Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður www.sindri.is / sími 575 0000 Toppar 1/4 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Djúpir toppar, fastir lyklar, bitar og fl. Sterk plasttaska VERKFÆRASETT 106 STK. 16.900 m/vsk Fullt verð 25.193 Toppar 1/4 - 3/8 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Djúpir toppar, bitar og fl. Sterk plasttaska TOPPA OG BITASETT 151 STK 19.900 m/vsk Fullt verð 29.151 Toppar 1/4 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Fastir lyklar frá 8 til 19 mm og margt fleira VERKFÆRATASKA STÁL 111 STK 32.898 m/vsk Fullt verð 43.864 vnr IBTGT-28305 7 skúffur 1/4, 3/8 og 1/2” topplyklasett Fastir lyklar, sexkantar og skrúfjárn, djúpir toppar, höggskrúfjárn, öfuguggasett, slaghamar, splittatangir, tangir, bitar og fl. Sterkur vagn með lás. 214 STK VERKFÆRAVAGN 169.648 m/vsk Fullt verð 206.888 Toppar 1/4 - 1/2” Stærðir 4 - 32mm Djúpir toppar 14 - 22mm Bitatoppar Sterk plasttaska TOPPA OG BITASETT 94 STK 11.900 m/vsk Fullt verð 17.092 Toppar 1/4 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska VERKFÆRASETT 96 STK 18.900 m/vsk Fullt verð 27.807 Toppar 1/4 - 3/8 - 1/2” Stærðir 4 - 32 mm Fastir lyklar frá 6 til 16 mm og margt fleira VERKFÆRATASKA STÁL 94 STK 31.783 m/vsk Fullt verð 47.894 vnr IBTGCAI106B vnr IBTGCAI094R vnr IBTGCAI9601vnr IBTGCAI151R vnr IBTGCAZ111A vnr IBTGCAZ094A vnr IBTGE-21408 Tilboðsverð gilda til 6. nóvember eða á meðan birgðir endast. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 . n ó V e M B e R 2 0 1 7 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -6 3 B 4 1 E 2 0 -6 2 7 8 1 E 2 0 -6 1 3 C 1 E 2 0 -6 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.