Fréttablaðið - 01.11.2017, Síða 21

Fréttablaðið - 01.11.2017, Síða 21
Fjárfestingafélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu við­ skiptafélaganna Jónasar Hagans Guð­ mundssonar og Gríms Garðarssonar, hefur selt allan hlut sinn í Kviku en félagið var fimmti stærsti hluthafi fjárfestingabankans með 7,7 pró­ senta eignarhlut. Sala á öllum bréfum félagsins kláraðist í byrjun þessarar viku, samkvæmt heimildum Mark­ aðarins, en Jónas Hagan hafði tekið við sem varaformaður stjórnar Kviku banka fyrir aðeins sjö mánuðum. Kaupendur að hlut Vörðu Capital voru meðal annars hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafs­ dóttir, sem eiga Johan Rönning, í gegnum félagið Sindrandi ehf. sem á núna 2,05 prósenta hlut í Kviku. Þá bætti Einar Sveinsson fjárfestir við sig rúmlega eins prósents hlut í bankanum og á hann núna 2,3 pró­ sent í gegnum eignarhaldsfélagið P126. Jónas Hagan staðfestir í sam­ tali við Markaðinn að fjárfestinga­ félagið sé búið að losa um allan hlut sinn í Kviku. Aðspurður segir hann að þeir hafi talið þetta rétta tímann til að selja eftir að hafa náð „frábærri ávöxtun“ á fjárfestingu sína í bank­ anum. „Við göngum því sáttir frá borði,“ segir Jónas. Varða Capital, sem er auk þeirra Gríms og Jónasar í eigu Bandaríkjamannsins Edwards Schmidt, var í hópi fjárfesta sem keypti 65 prósenta hlut í Straumi fjárfestingabanka sumarið 2014 en ári síðar sameinaðist bankinn MP banka undir nafni Kviku. Fjárfest­ ingafélag þeirra, sem kom meðal annars að fjármögnun lúxushót­ elsins við Hörpu, hagnaðist um rúm­ lega 220 milljónir króna í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins hafa bréf í Kviku verið að ganga kaupum og sölum að undanförnu á genginu 6 til 6,3 krónur á hlut. Varða Capital átti tæplega 112 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 700 milljónir króna fyrir 7,7 prósenta hlut sinn í Kviku. Miklar breytingar hafa orðið á hlutahafahópi Kviku á undanförn­ um mánuðum og misserum. Þannig greindi Markaðurinn frá því í byrjun síðasta mánaðar að fjárfestinga­ félagið Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefði selt allan hlut sinn í fjárfestingabankanum. Félagið var fyrir söluna einn stærsti hluthafi bankans með tæplega 7,3 prósenta hlut. Á meðal kaupenda að bréfum Siglu var Lífsverk lífeyrissjóður og Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylk­ ingarinnar. Þá bætti félag sem er í meirihluta­ eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis við sig tæplega þriggja prósenta hlut í bankanum í júní síðastliðnum með kaupum á hlut Tryggingamið­ stöðvarinnar og var eftir kaupin næststærsti hluthafi bankans með 9,93 prósenta hlut. Nokkrum vikum síðar eignaðist Hjörleifur Jakobsson, fjárfestir og fyrrverandi stjórnar­ maður í Kaupþingi, ríflega 3,3 pró­ senta hlut í Kviku. Seljandi bréfanna var eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem var fyrir viðskiptin næststærsti hluthafi bankans með 8,3 prósent. Kvika festi sem kunnugt er kaup á öllu hlutafé í Virðingu fyrr á árinu en gert er ráð fyrir að samruni félag­ anna gangi formlega í gegn fyrir áramót. Fjármálaeftirlitið og Sam­ keppniseftirlitið hafa bæði sam­ þykkt kaup bankans á Virðingu. Í lok september var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna skuli að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöll­ inni fyrir árslok. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 946 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 26,2 prósent en eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir króna um mitt þetta ár. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með rúmlega fjórðungshlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,93 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,55 prósenta hlut og fjárfestingafélag í eigu Svan­ hildar Nönnu Vigfúsdóttur, fjárfestis og stjórnarformanns VÍS, með lið­ lega átta prósenta hlut. hordur@frettabladid.is Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir fyrir fjármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is. Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að fjölbreyttum lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu. Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggjum við okkur fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum. Netbanki fyrirtækja er upp- lýsingaveita sem eykur yfir- sýn og auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku. Við bjóðum upp á greinargóðar innheimtu- skýrslur, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup. Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestinga- lán og aðstoðum við fjár- mögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins. Fjármögnun og eignastýring Öflugar netlausnir Vönduð fyrir- tækjaþjónusta Jónas Hagan Guðmundsson, varaformaður stjórnar Kviku. Grímur Garðarsson, einn eigenda Vörðu. Félag varaformanns selur allt í Kviku Fjárfestingafélagið Varða Capital hefur selt 7,7 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum. Jónas Hagan, einn eigenda félagsins, tók við sem varaformaður stjórnar í mars. Á meðal kaupenda voru Einar Sveinsson og eigendur heildverslunarinnar Johan Rönning. Varða Capital átti tæplega 112 milljónir hluta að nafnverði í Kviku og má áætla að félagið hafi fengið í kringum 700 milljónir króna fyrir 7,7 prósenta hlut sinn í fjárfestingabankanum. Fréttablaðið/GVa 700 milljónir má áætla að Varða Capital hafi fengið fyrir 7,7% hlut í Kviku miðað við á hvaða gengi bréf hafa verið að ganga kaupum og sölum. markaðurinn 3M I Ð V I K U D A G U R 1 . n ó V e M b e R 2 0 1 7 K 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -9 0 2 4 1 E 2 0 -8 E E 8 1 E 2 0 -8 D A C 1 E 2 0 -8 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.