Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 33
verði áfram til en að starfsemi þeirra muni taka verulegum breytingum. „Flestir bankar erlendis hafa verið að segja upp mörgu starfsfólki í kjölfar þess að tæknibreytingar hafa verið innleiddar.“ Sem dæmi bárust fregnir af því í síðustu viku að stjórnendur norræna bankans Nordea hefðu í hyggju að fækka störfum um sex þúsund, sem er um 13 prósent af starfmannafjölda bankans, til þess að bregðast við breyttu umhverfi. „Við erum að búa til banka framtíðarinnar og þessar uppsagnir eru liður í því,“ sagði Casper von Koskull, bankastjóri Nordea. „Það sama gerðist raunar hérlendis þegar tölvur og heimabankar komu fram á sjónarsviðið að einhverju ráði upp úr 1990,“ segir Ásgeir. „Í kjölfarið hefur starfsmönnum í útibúum og afgreiðslu til dæmis fækkað verulega. Þær breytingar sem nú eru í vændum ná hins vegar mun dýpra inn í starf- semi bankanna þar sem ný tækni leysir af hendi störf sem hingað til hafa ekki verið talin afgreiðslustörf og hefur verið sinnt af menntuðu fólki. Raunar hefur fólki í fjármálageiranum fækkað verulega á síðustu árum. Árið 2007 unnu tæplega 5.000 manns hjá bönkum og sparisjóðum hérlendis en nú er talan um 3.000. Þetta er um 40 prósenta fækkun. Fjórða iðnbyltingin og gervigreind- in hefur auk þess leitt til þess að ýmsar tegundir fjármálaþjónustu, sem fólk með háskólagráðu hefur jafnan sinnt, eru nú að einhverju leyti undirorpnar fjármálatæknilausnum. Til dæmis sjá tölvur nú í auknum mæli um að kaupa og selja verðbréf á markaði og algó- riþmar útfæra fjárfestingaráætlanir fyrir okkur. Á síðustu árum hafa vextir ytra lækkað nær að núlli og ávöxtun versn- að samhliða. Í kjölfarið hefur skapast þrýstingur á lækkun þóknanagjalda vegna eignastýringar og miðlunar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvernig það getur ávaxtað fjármuni sína með ódýrari hætti. Margir hafa brugðist við með því að kaupa í vísitölusjóðum eða öðrum sjóðum þar sem algó- riþmar sjá um að stýra eignasafninu,“ nefnir Ásgeir. Íslensku viðskiptabankarnir eru misvel í stakk búnir til þess að takast á við þá umbyltingu í bankaþjónustu sem er yfirvofandi. Friðrik Þór nefnir að hérlendir bankar séu að sumu leyti ekki eins vel búnir undir komandi breytingar og bankar í nágrannarík- jum okkar. „Til dæmis hafa bankar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sam- einast um eina greiðslulausn til þess að styðja við farsímagreiðslur og út frá því geta þeir skapað ýmsar nýjungar. Í þeim efnum erum við eftirbátar. En tæknilega séð eru bankarnir hér á landi ágætlega undir breytingarnar búnir.“ Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur á skrifstofu banka- stjóra Arion banka, segir það ekki að ástæðulausu hve mikla áherslu bank- inn hefur lagt á stafrænar lausnir. „Það gefur augaleið að þeir bankar sem laga sig ekki að kröfum og breyttri hegðun nýrra kynslóða munu sitja eftir. Mikl- ar breytingar í fjármálaþjónustu eru í farvatninu, bæði vegna reglugerða- breytinga en ekki síður vegna tækni- framfara, og verður áhugavert að sjá hve ólík viðbrögð fjármálafyrirtækja verða við þeim. Hvort og þá hvernig þau muni nýta sér slagkraftinn í breyt- ingunum. Breytingarnar munu hafa umtals- verð áhrif á þróun fjármálatengdrar þjónustu á næstu tveimur til þremur árum. Þær gefa ákveðinn möguleika á aukinni samkeppni við ýmsa þætti og að neytendur muni ekki fara varhluta af því. Þjónustur á borð við Netgíró, Aur, Kass, Konto, Aktiva og Síminn Pay og fleiri eru að feta sig inn á þessa braut og við munum sjá meira frá þeim og öðrum,“ nefnir Einar Gunnar. Hann segir bankann vel í stakk búinn til þess að bregðast við yfirvof- andi breytingum. „Í gegnum sérstaka deild, Stafræna framtíð, hefur bankinn kynnt til leiks tólf stafrænar lausnir á undanförnum átján mánuðum. Sem dæmi geta fyrirtæki nú stofnað til við- skipta við bankann á innan við fimm mínútum sem er bylting frá því sem áður var. Viðskiptavinir geta einnig, svo annað dæmi sé tekið, sjálfir skipt kreditkortareikningi, stýrt yfirdráttar- heimild, fengið rafrænt greiðslumat, tekið íbúðalán og fryst og opnað kreditkort með mjög einföldum hætti í netbanka eða appi, án þess að þurfa nokkurn tímann að hafa samband við bankann. Það er ákveðinn og sístækkandi hópur neytenda sem upplifir það sem þægilegri bankaþjónustu að geta afgreitt sig sjálfir, hvenær sem er dags. Síðan er annar hópur sem kýs að eiga hina mannlegu snertingu, ef svo má segja, og vill afgreiða sín mál símleiðis eða í bankaútibúinu. Við erum allavega að bjóða fólki að eiga þessa snertingu í sínu rúmi og tómi, hvenær sem er sólarhringsins.“ Skila ekki endalausum hagnaði Ásgeir bendir á að framfarir í tækni hafi leitt til þess að fyrirtæki hafa þurft að hagræða í rekstri, segja upp starfsmönnum og hugsa hlutina upp á nýtt. „Það kostar oft blóð, svita og tár. En þegar ríkið fer með völdin, og gerir ekki skýra arðsemiskröfu líkt og aðrir eigendur, er alltaf ákveðin freisting fyrir stjórnendur að slaka á klónni og vera ekki til leiðinda með því að segja upp fólki eða taka erfiðar ákvarðanir. Þess í stað mun ríkið sem eigandi bankanna hafa hvata til þess að reyna að vernda þá fyrir samkeppni og koma í veg fyrir að tæknibreytingar verði innleiddar sem koma þeim illa. Það er ekkert efamál að ríkiseignar- hald á bönkum mun verða þjóðinni mjög dýrt til lengri tíma. Það verða ávallt að vera sterk vel- ferðarrök fyrir því af hverju ríkið eigi að taka að sér rekstur fyrirtækja. Ég sé engin slík rök fyrir því að ríkið eigi að eiga bankana, nema að því leyti að erfitt verður að koma þeim í verð og finna kaupendur að þeim.“ Ásgeir segir að í opnu umhverfi hljóti bankarnir að vera undir miklum samkeppnisþrýstingi frá erlendum bankastofnunum, fjártæknifyrirtækj- um og skuggabankastarfsemi. „Það er dálítil skammsýni að álíta að íslensku bankarnir þrír geti haldið áfram að hagnast nær fyrirhafnarlaust og þeir séu örugg eign fyrir íslenska ríkið. Bankarnir eru ekki einhver peningavél sem getur skilað hagnaði eins og ekk- ert sé og ég áleit að hrunið 2008 hefði fært heim sanninn um það.“ Áhrif PSD2 reglugerðarinnar á tekjur viðskiptabanka í Evrópu Núverandi tekjugrunnur viðskiptabanka Lækkun vaxtatekna Lækkun þóknanatekna Núverandi tekju- grunnur eftir PSD2 Mögulegar PSD2 viðbætur Tekjugrunnur eftir PSD2 100% -20% -5% 75% 5% 80% Heimild: Sopra Banking Þegar ríkið fer með völdin, og gerir ekki skýra arðsemiskröfu líkt og aðrir eigendur, er alltaf ákveðin freisting fyrir stjórnendur að slaka á klónni. Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði við Háskóla Íslands Veldu samferðamann með úthald og reynslu Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfum með traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 . n ó V E M b E R 2 0 1 7 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 0 -9 0 2 4 1 E 2 0 -8 E E 8 1 E 2 0 -8 D A C 1 E 2 0 -8 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.