Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2017, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 01.11.2017, Qupperneq 46
FYRIR FLESTAR GERÐIR BÍLA... GORMAR HÖGGDEYFAR VANRÆKTU EKKI VIÐHALDIÐ! STÁL OG STANSAR | SÍMI: 517-5000 | VAGNHÖFÐI 7 | STALOGSTANSAR.IS Bækur Galdra-Dísa HHHHH Gunnar Theodór Eggertsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 328 Kápuhönnun: Sigmundur Breið- fjörð Þorgeirsson Galdra-Dísa er framhald verð- launabókarinnar Drauga-Dísu og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um sömu aðalper- sónu, unglingsstúlkuna Dísu, sem mátti reyna sitthvað í fyrri bókinni en ekkert í líkingu við það sem hún nú stendur frammi fyrir. Í fyrstu köflunum eru lesendur leiddir inn í for- söguna; hvernig á því stendur að Dísa kunni að galdra, hvers vegna svo margir líta hana hornauga og ástæðu þess að á heimili hennar býr tánings- pilturinn Björn sem á ættir að rekja út á land og lengst aftur til fortíðar. Sagan er því vel skiljanleg þeim sem ekki hafa lesið Drauga-Dísu en að kynningu lok- inni langar eflaust flesta til þess. Ég hef alls ekki tölu á öllum þeim kynjakvikindum sem koma við sögu í Galdra-Dísu en get fullyrt að aldrei nokkurn tíma hef ég lesið um sprelllifandi og illskeyttar risaeðlur í unglingafantasíu – en þær hef ég þó lesið í gámavís. Risa- eðlurnar, skuggarnir, árarnir og fjárarnir sem spretta fram á síð- unum eru til marks um óþrjótandi ímyndunarafl Gunnars Theodórs og þess hvers ímyndunaraflið getur verið megnugt. Sköpunar- kraftur höfundar afmarkast þó ekki við ótrúleg kvikindi heldur er söguþráðurinn marglaga og flókinn. Dísa stendur í ströngu og fyrir utan að eiga við Björn frá fortíðinni, þarf hún að takast á við erfiða hljómsveitarmeðlimi, skóla- félaga sína og foreldra. Ofan á þetta bætist stúlka, Kíana að nafni, sem er flóttamaður á Íslandi en á rætur að rekja til landsins Gambíelu þar sem allt logar í átökum. Dísa fyllist löngun til að hjálpa stúlkunni og landinu sjálfu og inn í þetta bland- ast töfrar, bæði góðir og skelfilega slæmir. Dísa flækist á milli landa og tímaskeiða, allt til að bjarga vin- konu sinni, Gambíelu og Birni en þetta er hrottalega hættulegt ferða- lag. Stærsta áskorunin er þó án efa sú að Dísa þarf að horfast í augu við sjálfa sig, eigin gjörðir og mistök og sætta sig við að taka afleiðingum þeirra. Og það þurfa fleiri en hún að gera. Galdra-Dísa er vel skrifuð og spennandi bók enda Gunnar Theodór mikill fléttusmiður. Lesandinn hefur vart undan að lesa, svo mikið er á seyði. Í öllum hasarnum hefur sjálf persónu- sköpunin orðið örlítið útundan og persónurnar verða fyrir vikið heldur flatar. Ofan á bætist marg- ítrekaður boðskapur bókarinnar, sem felst meðal annars í því að líta í eigin barm og hugsa ekki aðeins um sjálfan sig en það er auðvitað nokkuð sem hvert og eitt manns- barn hefur gott af að vera minnt á oft á lífsleiðinni. Helga Birgisdóttir NiðursTaða: Vel fléttaður og ansi ógnvekjandi hasar fyrir fantasíu- aðdáendur á öllum aldri. Vel fléttuð fantasía full af hasar, ógnum og góðum boðskap LEikhús Íó HHHHH ragnheiður harpa Leifsdóttir Leikstjórn: Aude Busson Leikkonur: Aldís Davíðsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Leikmynda-, búninga- og brúðu- hönnun: Sigríður Sunna Reynis- dóttir Tónlist: Ásta Fanney Sigurðardóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Textílhönnun og búningagerð: Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir Hafrún getur ekki sofnað. Hún er lítill sveimhugi sem er nýbúin að missa ömmu sína og veit ekki hvernig tak- ast skal á við sorgina, þetta tóm sem umlykur hvarf ástvinar. Eitt kvöld birtist hvítur hrafn, sem hún gefur nafnið Íó, inni í herberginu hennar og þau halda af stað í ferðalag um undraheima sálarinnar. Áhorfendur geta slegist í för með þeim í Tjarnar- bíói um þessar mundir en þessi blíða brúðuleiksýning var frumsýnd við Tjörnina síðastliðinn sunnudag. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar handritið og sér um listræna stjórnun en Aude Busson leikstýrir. Söguþráðurinn er fallegur og geymir hugljúf skilboð um sorgarferlið en er á tíðum aðeins of hnykkjóttur. Stórar opinberanir virðast koma eins og þrumur úr heiðskíru lofti frekar en að vefjast saman við framvinduna. Handritið virkar best þegar lítið er sagt og krákukórinn er einkar smell- inn sem uppbrot og öðruvísi sögu- menn. Aude hefur starfað mikið við leikhús fyrir okkar yngstu leikhús- áhorfendur. Hún byggir þennan heim upp hægt, leyfir atriðum að lifa með afslöppuðum skiptingum og tekst vel upp í heildina. Sýningin er nýstárleg blanda af brúðuleikhúsi, dansi og skuggaleik í leiðsögn Grímu Kristjánsdóttur sem leikur Hafrúnu. Yfirhöfuð leikur hún af natni en á til að láta einfaldleikann yfirtaka túlkun sína á þessari ungu stelpu sem er að reyna að fá botn í spurningu sem á sér ekki skýrt svar. Brúðuhönnunin, og reyndar öll hönnun sýningarinnar, gleður augað og þá sérstaklega Íó sjálfur sem er lipurlega stjórnað af Aldísi Davíðs- dóttur sem einnig sér um brúðugerð- ina. Skuggamyndirnar eru sérlega vel heppnaðar og Íó birtist áhorfendum ljóslifandi. Henni til halds og trausts er Sigríður Sunna Reynisdóttir sem sér nánast um allt annað. Leik- myndin er hugvitsamlega gerð, þó að stundum fari of mikill tími í að koma henni saman, en það eru búningarnir hennar Sigríðar Sunnu sem glansa hér. Glitrandi kjólar, dansandi sand- öldur og hafdjúpið bláa eru ævin- týraleg, marglaga og koma sífellt á óvart. Textílhönnun og búningagerð Tönju Huldar Leví Guðmundsdóttur lyftir hönnuninni á enn hærra plan. Tónlist Ástu Fanneyjar Sigurðar- dóttur leikur einnig stórt hlutverk með ljúfsárum hljóðgervlatónum og einföldum melódíum sem henta sýningunni vel en hefði mátt vera fjölbreyttari. Þess væri óskandi að ljósahönnun Arnars Ingvarssonar hefði verið jafn ævintýragjörn og lif- andi á borð við búningahönnunina því á tímum var hún alltof dimm. Barnasýningin Íó býður upp á eitthvað nýtt og lifandi í íslensku barnaleikhúsi með gífurlega fallegri hönnun og dansskotinni framvindu en handritið hefði mátt slípa aðeins betur til. Hér er tekist á við stórar hugmyndir um lífið eftir dauðann og dauðann í lífinu, eitthvað sem öllum börnum er hollt að læra. Sigríður Jónsdóttir NiðursTaða: Metnaður listrænna aðstandenda skilar þeim Hafrúnu og Íó næstum því alla leið. Svifið hátt á vængjum sorgarinnar Barnasýningin Íó býður upp á eitthvað nýtt og lifandi í íslensku barnaleikhúsi, segir í gagnrýni. Mynd/LiLJa BirgiSdóTTir Í öllum hasarn- um hefur sjálf persónusköpunin orðið örlÍtið útund- an og persónurnar verða fyrir vikið heldur flatar. 1 . N ó v E m B E r 2 0 1 7 m i ð v i k u D a G u r26 m E N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -7 7 7 4 1 E 2 0 -7 6 3 8 1 E 2 0 -7 4 F C 1 E 2 0 -7 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.