Fréttablaðið - 02.11.2017, Qupperneq 2
Veður
Suðvestanátt í dag, víða 8-15 m/s, en
hvassari á stöku stað. Skúrir síðdegis.
Skýjað en að mestu þurrt um landið
norðaustanvert og þar birtir til síð-
degis. sjá síðu 36
Ásgeir lék fyrir troðfullu húsi á Grund
Fullt var út úr dyrum þegar tónlistarmaðurinn Ásgeir mætti á dvalarheimilið Grund í gær til að spila fyrir heimamenn. Leikskólabörn úr nágrenn-
inu fengu líka að vera með. Einar Georg Einarsson, faðir Ásgeirs, tók þátt í skemmtuninni. Tónleikarnir voru í tilefni af Airwaves. Fréttablaðið/Ernir
PFAFF - GRENSÁSVEGI 13 - SÍMI 414 0400 - PFAFF.IS - Fylgstu með okkur á Facebook
Verð: 8.500 kr.
Tilboð: 5.950 kr.
Verð: 14.900 kr.
Tilboð: 9.990 kr.
HELGAR-
SPRENGJA
Vönduð loftljós
á sérstöku helgartilboði
LögregLumáL Talið er líklegt að
börn hafi kveikt í niðurgröfnum
strætisvagni í Grafarholti í gær.
Ásgeir Pétur Guðnason, lögreglufull-
trúi hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu, segir allt benda til íkveikju
og að lögreglan telji sig komna á
spor þeirra sem kveikt hafi eldinn.
Tilkynnendur hafi séð börn á
svæðinu og þau hafi einnig sést á
öryggismyndavélum Krónunnar
sem er þarna rétt hjá. Talið er að þeir
sem kveiktu eldinn séu á aldrinum
tíu til tólf ára.
Tilkynning um eldinn barst um
klukkan fimm í gær og hafði slökkvi-
liðið ráðið niðurlögum eldsins rétt
eftir klukkan átta um kvöldið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slökkvi-
liðinu hafði vagninn verið niður-
grafinn og notaður sem geymsla
um áraraðir. Þess vegna var mikill
eldsmatur í honum og slökkvistarfið
snúið. – skó
Telja börn hafa
kveikt eldinn
Útivist „Þetta sækir enn nokkuð á
mig, þessi ferð, og ég hef fengið sím-
töl frá mönnum sem týndust í þoku
á fjöllum fyrir um þremur áratugum
síðan og þetta er enn þá að plaga
þá,“ segir Valdimar Gunnar Jónsson,
sem lagði upp frá Slitvindastöðum
á Snæfellsnesi þann 5. nóvember í
fyrra og tapaði áttum í þoku.
„Leit að tveimur rjúpnaskyttum
á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir
í hálfan sólarhring hefur enn engan
árangur borið.“ Þannig hófst frétt á
Vísi að morgni 6. nóvember 2016.
Höfðu þá Valdimar og systursonur
hans, Daði Rúnar Jónsson, verið
týndir í svartaþoku. Fjölskylda og
vinir biðu heima eftir frekari fregn-
um í óvissu og ótta.
Víðtæk leit var gerð að þeim
félögum og komu á annað hundrað
manns að henni. Þoka skall á og
hírðust þeir í litlu klettabyrgi um
nóttina. Snemma morguns brast
svo á með hvassviðri svo leitarskil-
yrði voru erfið. „Við þekkjum þetta
svæði vel og höfum margoft gengið
þetta svæði. En svæðið gerbreytist í
fimm metra skyggni og við vorum
rammvilltir,“ segir Valdimar.
Þegar Valdimar hugsar til baka
hefði verið hægt að koma í veg fyrir
það að týnast á fjalli þessa helgi. Nú
sé hann búinn GPS-staðsetningar-
tæki, aukarafhlöðu fyrir tækið auk
þess að vera með hleðslugeymi fyrir
símann þannig að hann verði aldrei
straumlaus.
„Við viljum öll læra af mistök-
unum og við urðum fyrir því að
týnast á landi sem við töldum okkur
þekkja nokkuð vel. Við fórum því
aftur á fjallið í ágúst og þá náðum
við að setja saman púslin. Þetta
er eitthvað sem mun aldrei gerast
aftur og ég er mun betur búinn en
áður. Einnig hafa vinir mínir sett
sig í samband við mig því þeir vilja
koma með mér á rjúpu. Þeir telja sig
örugga um að sömu mistök verði
ekki gerð aftur.“sveinn@frettabladid.is
Leitin enn að angra
rjúpnaskyttu ári síðar
Hinn 5. nóvember lögðu tveir menn upp til rjúpnaveiða frá Slitvindastöðum á
Snæfellsnesi. Þeir urðu rammvilltir í svartaþoku. Lífsreynslan og sjálfsásökunin
hefur ekki horfið. Nú er Valdimar með GPS-staðsetningartæki og aukarafhlöðu.
Skyggni til leitar var lítið sem ekkert en á annað hundrað manns kom beint
eða óbeint að leitinni að Valdimar og Daða í fyrravetur. MynDir/lanDSbjörg
Valdimar gunnar
jónsson.
DómsmáL Árið 2016 bárust Hæsta-
rétti Noregs 829 beiðnir um áfrýj-
unarleyfi og voru 102 áfrýjunarleyfi
veitt, eða sem nemur tæpum 12 pró-
sentum. Hefur þetta hlutfall verið
svipað frá árinu 2013. Á árinu 2016
var 869 málum skotið til Hæstarétt-
ar Íslands með áfrýjun eða kæru og
var fjöldi afgreiddra mála á því ári
762 talsins, sem er svipaður fjöldi og
árin 2013-2015.
Sendinefnd frá Hæstarétti Íslands
heimsótti Hæstarétt Noregs í síð-
ustu viku til að kynna sér verklag
norska réttarins við veitingu áfrýj-
unarleyfa. Ferðin var liður í undir-
búningi Hæstaréttar Íslands við að
móta nýtt verklag við veitingu áfrýj-
unarleyfa þegar Landsréttur tekur
til starfa. Þá mun málum sem fara
fyrir Hæstarétt Íslands fækka. – jhh
Kynntu
sér verklag
Norðmanna
BretLanD Sir Michael Fallon, varn-
armálaráðherra Breta og æðsti yfir-
maður hersins, hefur beðist lausnar.
Talsmaður hans staðfesti í gær
að blaðakona hefði kvartað undan
honum fyrir að hafa lagt hönd á
hnéð á henni í kvöldverði árið 2002.
Í bréfi sem sir Michael sendi
vegna afsagnar sinnar segir hann
að þingmenn hafa sætt margvís-
legum ásökunum. Þar á meðal hann.
„Margar af þessum ásökunum hafa
verið rangar. En ég viðurkenni að ég
hef gerst sekur um athæfi sem mætir
ekki þeim kröfum sem við gerum til
hersins.“ – jhh
Ráðherra hættir
vegna áreitni
Sir Michael
Fallon,
varnarmálaráð-
herra breta
2 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 F i m m t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
2
1
-F
9
D
0
1
E
2
1
-F
8
9
4
1
E
2
1
-F
7
5
8
1
E
2
1
-F
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K