Fréttablaðið - 02.11.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 02.11.2017, Síða 8
NorðurþiNg Norðursigling hefur ekki greitt hafnasjóði Norðurþings farþegagjöld frá ársbyrjun 2015 og mun sveitarfélagið að óbreyttu leita til dómstóla. Fyrirtækið telur gjald- tökuna ólögmæta en það skuldar hafnasjóðnum rúmar 30 milljónir króna. Þá hefur hvalaskoðunar- fyrirtækið Gentle Giants á Húsavík ekki heldur greitt gjöldin fyrir 2015 og einn reikning frá árinu 2010. Ágreiningur er á milli sveitar- félagsins og Norðursiglingar, sem selur hvalaskoðunarferðir frá Húsa- vík, um stofn gjaldtökunnar og upphæð. Fyrirtækið fór árið 2011 fram á endurgreiðslu  á farþega- gjöldum. Á fundi hafnanefndar Norðurþings á mánudag kom fram að önnur fyrirtæki sem stunda far- þegaflutninga við Húsavíkurhöfn- ina hafi greitt gjöldin. Uppbygging þar hafi verið umtalsverð síðast- liðin ár og var meðal annars nefnt að flotbryggjum hafi verið fjölgað og höfnin dýpkuð. Stjórnendum hafnarinnar hafi því verið falið að vinna áfram með lögfræðingum og sækja málið. „Þessi gjöld hafa verið nýtt í almennar hafnarbætur en okkar sjónarmið hefur verið að þau megi einungis nota til aðstöðu fyrir far- þega. Við erum í vináttu að ræða þessi mál og leita lögfræðiálita en við teljum að skýrar reglur séu fyrir því í hvað eigi að nota þessi gjöld. Við teljum að Norðurþing hafi ekki getað sýnt fram á í hvað pen- ingarnir verða notaðir og þá hvort upphæðin sem verið er að leggja á sé rétt,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Norðursiglingar. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjórninni var innheimta farþegagjalda ekki í föstum skorð- um hjá höfnum Norðurþings árið 2015 og nokkru fyrr. Það geti skýrt af hverju Gentle Giants hafi ekki heldur greitt það ár. „Þetta er bara misskilningur. Ég ætla ekki að ræða það við þig,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri og skipstjóri hjá Gentle Giants, spurður um afstöðu fyrirtækisins gagnvart kröfu Norðurþings. haraldur@frettabladid.is Rukka Norðursiglingu í deilu um gjaldtöku Hafnanefnd Norðurþings reynir nú að innheimta vangoldin farþegagjöld hjá Norðursiglingu á Húsavík. Hvalaskoðunarfyrirtækið skuldar rúmar 30 milljónir og telur gjaldtökuna ólögmæta. Gentle Giants ekki heldur greitt vegna 2015. Norðursigling rekur hvalaskoðun og veitingasölu á Húsavík. Fréttablaðið/SteFáN Við teljum að Norðurþing hafi ekki getað sýnt fram á í hvað peningarnir verða notaðir og þá hvort upphæðin sem verið er að leggja á sé rétt. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Norðursiglingar orkumál Orkusalan hefur óskað eftir viðræðum um uppbyggingu vindorku í Fljótsdalshéraði. Bæjar- stjórinn segir fyrirtækið hafa óskað eftir rannsóknaleyfi í landi sveitar- félagsins og leyfi til þess að setja upp vindmyllur. „Það er í sjálfu sér ekki tekið nei- kvætt í þetta en við gerum ákveðna fyrirvara og teljum að eðlilegt sé að ganga frá formlegum samningi og auk þess þarf að kynna þetta á nær- svæðinu áður en slíkt leyfi yrði gefið út,“ segir Björn Ingimarsson, bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs. Svarbréf til Orkusölunnar var kynnt og samþykkt í bæjarráði á mánudag. Fyrirtækið er það eina sem hefur óskað formlega eftir við- ræðum um uppsetningu vindmylla til raforkuframleiðslu í héraðinu. „Þeir hafa samband við okkur fyrri hluta þessa árs og það kom fram á fundi með þeim að það væri hugur í þeim til tilrauna með þetta. Við lítum það mjög jákvæðum augum en leggjum áherslu á að vandað verði til verka.“ – hg Vill setja upp vindmyllur björn ingimars- son, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Klæðskerasniðin fyrir þá sem þurfa gleraugu til að sjá bæði vel frá sér og nær sér. Hægt er að breyta uppsetningunni á glerinu eftir því hvort þú ert í mikilli lestrarvinnu eða þarft að nota fjarlægðarstyrkinn meira. afsláttur til 20. nóvember 25% MARGSKIPT GLER VARIO Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 P ip ar \T BW A \ S ÍA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Gleraugu með FL-41 gleri geta hjálpað þeim sem þjást af mígreni Mígreniglerið er litað og síar burt u.þ.b. 80% af bláu og grænu ljósi frá skjám og flúorsentljósum. Glerin hafa reynst mörgum vel sem fá birtutengdan höfuð- verk eins og mígreni. Prófaðu að fá mígrenigler í umgjarðirnar þínar, með eða án styrkleika. Við tökum vel á móti þér í Augastað. MÍGRENIGLER 365.is+ 2 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 F i m m T u D A g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 2 -3 5 1 0 1 E 2 2 -3 3 D 4 1 E 2 2 -3 2 9 8 1 E 2 2 -3 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.