Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.11.2017, Qupperneq 38
Körfubolti ÍR-ingar hafa ekki aðeins unnið þrjá leiki í fyrstu fjór- um umferðunum í Domino’s-deild karla á þessu tímabili þeir unnu líka sjö af síðustu ellefu deildar- leikjum sínum á síðasta tímabili. Aðeins eitt annað lið hefur unnið tíu deildarleiki á árinu 2017 en það eru Íslands- og bikarmeistarar KR (12 sigrar). Leiðtogi liðsins og besti maður er leikstjórnandinn Matthías Orri Sig- urðarson sem er með 19,0 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. ÍR-liðinu var ekki spáð alltof góðu gengi fyrir mótið en með góðri byrjun hefur liðið tekið upp þráðinn frá því í fyrravor. Rökrétt framhald „Við höldum öllum leikmönnum frá því í fyrra og bætum við okkur Kana sem hentar okkur mjög vel og við getum treyst á inni í teig. Það breikkar aðeins sóknarbúrið okkar. Ég held bara að þetta sé rök- rétt framhald af því hvernig við vorum að enda tímabilið í fyrra,“ segir Matthías um góða byrjun ÍR- liðsins. Liðið hefur náð að halda sömu stemningu og í fyrra. „Þetta er samstarf á milli okkar leikmannanna og áhorfendanna sem eru náttúrulega frábærir. Það hjálpar okkur mikið að eiga ekki þessa lélegu leiki lengur. Það gerist ekki á heimavelli hjá okkur með þessa áhorfendur,“ segir Matthías en ÍR-liðið hefur nú unnið níu deildarleiki í röð í Seljaskóla. „Það var svo mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta leikinn og ná með því að tengja saman tímabilin. Mér finnst við vera með rosalega góða blöndu af leikmönnum og sterkan varnarkjarna í liðinu. Það eru fáir slæmir varnarmenn í liðinu,“ segir Matthías. „Við erum alveg með lið til að gera góða hluti en það er undir okkur komið hvernig andlega hliðin verð- ur og hvernig við náum að halda áfram þessari vegferð að vera stöð- ugt að vinna leiki,“ segir Matthías og liðið ætlar sér ofar í töfluna en síðustu ár. „Þetta er reyndar skrítin deild en við höfum alla burði til þess að vera meðal fimm til sex efstu lið- anna. Það er mjög raunhæft,“ segir Matthías. Matthías er uppalinn KR-ingur en ákvað að fara í ÍR til að fá stærra hlutverk. „Mér þykir rosalega vænt um ÍR og þetta frábæra fólk sem starfar fyrir félagið,“ segir Matthías en ræturnar eru enn þá í Vestur- bænum. Grjótharður KR-ingur „Ég er grjótharður KR-ingur og aðallega er ég bara rosalega mikill Vesturbæingur. Það mun aldrei fara. Eins og síðustu ár þegar við höfum verið að detta snemma út úr úrslitakeppninni þá er ég alltaf mættur á fremsta bekk í DHL-höll- ina að styðja við vini mína, bæði leikmenn, Bödda formann og alla. Mér þykir rosalega vænt um bæði félög,“ segir Matthías. „Eina leiðin til að sýna KR virð- ingu er að taka á þeim þegar maður keppir við þá og gera sitt allra besta. Reyna að rústa þeim. Það er bara þannig hugarfar í Vesturbænum og í KR að eina markmiðið er að vinna hvern einasta leik. Það er eitthvað sem ég er vonandi að taka með mér frá KR eftir að hafa verið uppalinn í svoleiðis kúltúr,“ segir Matthías. Matthías Orri er á því að hann hafi alltaf verið leiðtogi inni á körfu- boltavellinum en hann skilji það þó alveg þótt sumir hafi ekki séð það fyrr en á síðustu árum. Hann og ÍR- strákarnir ætla ekki að láta slæmar spár eða umfjöllun trufla sig. „Við erum meira en nokkuð annað að reyna að búa að til sigur- kúltúr og þá eigum við ekki að vera að pæla í því hvað aðrir eru að segja. Okkar hugarfar á að vera þannig að okkur líði eins og við getum ekki tapað leik,“ segir Matthías og bætir við: Þarf ekki mikið að gerast „Það tekur tíma að snúa við ein- hverju sem var í gangi hjá ÍR. Það var þetta dæmigerða áttunda til tíunda sæti og var það líka í eitt eða tvö ár á meðan ég var þarna. Þetta er að snúast við. Þetta lítur ágætlega út hjá okkur en það þarf ekki mikið að gerast til að við skítum í buxurnar og missum þetta hugarfar sem við erum með núna. Við þurfum því að fara varlega og halda alltaf áfram að vinna í því að verða betri,“ segir Matthías. ooj@frettabladid.is Vill sjá sigurkúltur í Seljaskóla Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR eru í hópi toppliða Domino’s-deildar karla með þrjá sigra í fyrstu fjórum umferðunum. Matthías hefur farið á kostum og er kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar. Matthías Orri Sigurðarson á ferðinni með ÍR í vetur. FRéttablaðið/antOn Það er eitthvað sem ég er vonandi að taka með mér frá KR eftir að hafa verið uppalinn í svoleiðis kúltúr. Matthías Orri Sigurðarson Heldur starfinu en fyrsti sigurinn lætur bíða eftir sér Ringulreið Arnar Gunnarsson stýrði Fjölni gegn FH í Olís-deild karla í gær þrátt fyrir að í síðustu viku hafi borist fréttir af því að hann hafi verið rekinn. Arnar hélt hins vegar starfinu og var á hliðarlínunni þegar Fjölnismenn steinlágu fyrir FH-ingum, 41-29, í Kaplakrika. FRéttablaðið/eyÞóR Domino’s-deild kvenna í körfubolta Valur - Stjarnan 85-83 Stigahæstar: Hallveig Jónsdóttir 28, Guð- björg Sverrisdóttir 14/5 stolnir, Alexandra Petersen 13/7 stoðsendingar - Danielle Vic- toria Rodriguez 23/9 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 20/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/5 stolnir. Skallagrímur - Haukar 68-65 Stigahæstar: Carmen Tyson-Thomas 41/19 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst - Cherise Michelle Daniel 23/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/16 fráköst. breiðablik - Snæfell 85-89 Stigahæstar: Ivory Crawford 29/12 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst - Kristen Denise McCarthy 41/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 34. Keflavík - njarðvík 74-54 Stigahæstar: Brittanny Dinkins 27/6 frá- köst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10 - Shalonda R. Winton 15/20 fráköst, María Jónsdóttir 9/8 fráköst. Nýjast Stig liðanna efst Valur 12 Haukar 10 Stjarnan 8 Skallagrímur 8 neðst Keflavík 6 Snæfell 6 Breiðablik 6 Njarðvík 0 olís-deild karla í handbolta FH - Fjölnir 41-29 Markahæstir: Einar Rafn Eiðsson 9, Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Einar Rafn Eiðsson 7/5, Óðinn Þór Ríkharðsson 5 - Kristján Örn Kristjánsson 9/2, Björgvin Páll Rúnarsson 8/1, Breki Dagsson 3. e-riðill liverpool - Maribor 3-0 Salah, Can, Sturridge. Sevilla - Spartak Moskva 2-1 F-riðill napoli - Man. City 2-4 Insigne, Jorginho - Otamendi, Stones, Agüero, Sterling. Shaktar- Feyenoord 3-1 G-riðill besiktas - Mónakó 1-1 Porto - leipzig 3-1 H-riðill tottenham - Real Mad. 3-1 Alli 2, Eriksen - Ronaldo. Dortmund - apoel 1-1 Man. City og Tottenham eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild evrópu Í dag 09.00 abu Dhabi ladies Golfst. 17.55 Maccabi - astana Sport 3 17.55 lyon - everton Sport 2 19.05 Stjarnan - ÍR Sport 20.00 arsenal - Cvrena Sport 2 20.00 lazio - nice Sport 3 21.45 búrið Sport Domino’s-deild ka. í körfubolta: 19.15 tindastóll - Haukar 19.15 Stjarnan - ÍR 19.15 Höttur - Grindavík 19.15 KR - Þór ak. 19.15 njarðvík - Valur Olís deild kv. í handbolta: 19.30 Valur - Fram Sigrar töp KR 12 3 ÍR 10 5 Tindastóll 9 6 Stjarnan 9 6 Keflavík 9 6 Grindavík 8 7 Njarðvík 8 7 Þór Þorlákshöfn 8 7 Þór Ak. 7 8 Haukar 7 8 ✿ besti árangur í deildinni á almanaksárinu 2017 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f i m m t u D A G u r30 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð spoRt 0 2 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 2 -2 B 3 0 1 E 2 2 -2 9 F 4 1 E 2 2 -2 8 B 8 1 E 2 2 -2 7 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.