Fréttablaðið - 02.11.2017, Side 56
Útbreiðsla rafsígaretta hefur aukist verulega hér-lendis síðustu misseri og
sérstaklega meðal unglinga. Einn
af hverjum tuttugu fullorðnum
hefur prófað rafsígarettur en það
er enn meira sláandi að annar
hver framhaldsskólanemi hefur
prófað að veipa.
Fyrir utan nikótín hafa mörg
önnur skaðleg efni fundist í raf-
sígarettum, en þær gefa ekki
eingöngu frá sér vatnsgufu eins
og oft er haldið fram. Megin-
uppistaða vökvans í rafsígarett-
um er própýlen glýkól og/eða
glýseról. Þegar fólk veipar hitnar
rafsígarettuvökvinn og við það
myndast formaldehýð sem er
krabbameinsvaldandi efni, en
það er þekktur áhættuþáttur hvít-
blæðis og krabbameins í nefkoki
og eitlum. Sýnt hefur verið fram
á að því hærri hita sem tækið er
stillt á, því meira magn myndast
af þessu skaðlega efni. Í veipvökva
hafa fundist fleiri skaðleg efni,
t.d. akrólein sem getur skaðað
lungnavef. Nikótín er það efni
sem flestir sækjast eftir með því
að veipa en nikótín hækkar blóð-
þrýsting, eykur hjartslátt og hefur
örvandi áhrif. Taugakerfi barna er
sérstaklega viðkvæmt fyrir nikó-
tíni því það hefur ekki náð fullum
þroska.
Börn eru þess vegna í aukinni
hættu á að ánetjast rafsígarettum,
jafnvel þótt þær eigi ekki, sam-
kvæmt innihaldslýsingu, að inni-
halda nikótín. Því miður er ekkert
eftirlit með hvaða veipefni eru í
umferð á Íslandi. Þeir sem nota
rafsígarettur geta því ekki verið
vissir um hvaða efni þeir eru að
anda að sér eða í hvaða magni.
Sumir telja að rafsígarettureyk-
ur sé skaðlaus fyrir þá sem anda
honum að sér óbeint en í reykn-
um hafa fundist eiturmálmar, t.d.
tin, kadmíum, blý og kvikasilfur,
og jafnvel í hærri skömmtum en í
sígarettum.
Það er því bæði varasamt að
veipa og að vera innan um raf-
sígarettureyk.
Niðurstaða: Skaðleg efni
finnast í rafsígarettuvökva
og þeir sem hafa aldrei reykt
sígarettur ættu ekki að byrja
að nota rafsígarettur.
Lesendum er bent á að senda
sérfræðingum okkar spurningar
tengdar heilsu og lífsstíl á
heilsanokkar@frettabladid.is.
Er varasamt
að veipa?
Heilsan
okkar
Lára Sigurðar-
dóttir, læknir
og doktor í lýð-
heilsuvísind-
um, svarar
spurningum
lesenda.
Fyrir utan
nikótín HaFa
mörg önnur SkaðLEg EFni
FundiSt í raFSígarEttum,
En þær gEFa Ekki Eingöngu
Frá Sér vatnSguFu EinS og
oFt Er HaLdið Fram.
þingmenn
þá og nú
FroSti SigurjónSSon
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis
norður 2013–2016
Framsóknarflokkur
F. 19. desember 1962
Kom inn í stjórnmálin eins og stormsveipur
og heillaði marga með hugmyndum sínum.
Nafn hans hefur dúkkað upp að undanförnu
í stjórnarmyndunum og benti Jón Baldvin
Hannibalsson á að hann gæti vel verið
utanþingsráðherra bankamála en
hann situr í Bankaráði Seðla-
banka Íslands auk þess að
sinna stjórnarmennsku
hjá Dohop.com sem
hann stofnaði.
Þótt flestir séu búnir að fá nóg af pólitík og
innihaldslausu þvaðri eru nokkrir sem hafa
skilið eftir sig eftirminnileg spor. Á síðustu
fjórum árum hafa margir fengið sér sæti
sem alþingismenn og lítið gert, en öðrum
tókst að gera sig gilda um aldur og ævi.
öSSur SkarpHéðinSSon
Alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis norður 1991-2016
alþýðuflokkur, samfylkingin
F. 19. júní 1953
Einn af uppá-
halds þing-
mönnum
landans
enda
auð-
þekktur á
skegg-
inu og
slaufunni.
Mælskur með
eindæmum en var settur í bak-
sætið eftir hrunið. Nýtur lífsins í
rauða botn enda birtust fréttir fyrir
skömmu um að hann væri búinn að
skafa af sér fjölmörg kíló og hefði
sjaldan litið jafn vel út.
vigdíS HaukSdóttir
Alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis suður 2009–2016
Framsóknarflokkur
F. 20. mars 1965.
Þegar Vigdís
talaði þá
hlustaði
fólk og
yfirleitt
brást
við. Einn
allra eftir-
minnilegasti
þingmaður
síðari tíma. Sagði það
sem henni lá á hjarta og hafði bein
í nefinu. Hlustaði lítið á nettröllin.
Hún var fyrsti fagdeildarstjóri og
kennari við blómaskreytingabraut
Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í
Ölfusi 1988–1991 og eigandi Jóns
Indíafara. Sló í gegn sem veislustjóri
Miðflokksins á kosninganótt.
róbErt marSHaLL
Alþingismaður Suðurkjördæmis
2009–2013
samfylkingin, utan flokka
Alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis suður 2013–2016
Björt framtíð.
F. 31. maí 1971.
Fréttamaðurinn sem gerðist pólitík-
us. Fann sig illa í Samfylkingunni
og sat utan flokka um skamma
stund áður en hann gekk í raðir
Bjartrar framtíðar þar sem hann sat
í þrjú ár á þingi en hætti í upphafi
árs þar líka. Barðist
aðallega fyrir styttri
vinnuviku og þeirri
frábæru hugmynd
að færa frídaga
að helgum. Er nú
ritstjóri Vertu úti,
tímarits um
um útivist,
hreyfingu
og áskor-
anir í
íslenskri
náttúru.
guðmundur
StEingrímSSon
Alþingismaður Norðvesturkjör-
dæmis 2009–2013
Framsóknarflokkur, utan flokka
Alþingismaður Suðvesturkjör-
dæmis 2013–2016
Björt framtíð.
F. 28. október 1972.
Pistlahöfundurinn sem fetaði
í fótspor föður síns, Steingríms
Hermannssonar, en fann sig ekki í
grænum lit Framsóknarmanna og
gerði Bjarta framtíð að
sinni. Situr nú við hlið
félaga síns, Róberts
Marshall, og ritstýrir
tímaritinu Vertu úti,
auk þess sem Bak-
þankar hans eru
farnir að
sjást á ný
– sem er
fagnað-
arefni.
ELín HirSt
Alþingismaður Suðvesturkjör-
dæmis 2013–2016
sjálfstæðisflokkur
Fréttakonan sem bundnar voru
miklar vonir við enda hafði hún
verið lengi á skjáum lands-
manna og þurft að taka margar
stórar og erfiðar ákvarðanir
á sínum langa fjölmiðlaferli.
Lagði til eina tillögu, Aðgerða-
áætlun gegn súrnun sjávar á
norðurslóðum, og fór 72
sinnum upp í hið háa
ræðupúlt Alþingis.
aðrir EFtirminniLEgir þingmEnn SEm
HaFa HorFið á SíðuStu árum
unnur Brá Konráðsdóttir
l Alþingismaður Suðurkjördæmis
2009–2017
sjálfstæðisflokkur
Kristján L. Möller
l Alþingismaður Norðurlands
vestra 1999–2003,
l Alþingismaður Norðausturkjör-
dæmis 2003–2016
samfylkingin
Einar K. Guðfinnsson
l Alþingismaður Vestfjarða
1991–2003.
l Alþingismaður Norðvesturkjör-
dæmis 2003–2016
sjálfstæðisflokkur
Ásta Guðrún Helgadóttir
l Alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis suður 2015–2017.
Píratar
Birgitta Jónsdóttir
l Alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis suður 2009–2013.
Borgarahreyfingin, Hreyfingin
l alþingismaður Suðvesturkjör-
dæmis 2013–2016,
l alþingismaður Reykjavíkurkjör-
dæmis norður 2016–2017
Píratar
Benedikt Jóhannesson
l Alþingismaður Norðausturkjör-
dæmis 2016–2017
Viðreisn
2 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r48 l í F I ð ∙ F r É T T A b l A ð I ð
Lífið
0
2
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
2
-3
5
1
0
1
E
2
2
-3
3
D
4
1
E
2
2
-3
2
9
8
1
E
2
2
-3
1
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K