Fréttablaðið - 06.11.2017, Page 6

Fréttablaðið - 06.11.2017, Page 6
FLUTNINGASPÁ DAGSINS SEYÐISFJÖRÐUR 14.00 BREIÐDALSVÍK 17.00 -20° 200 t 25° 4 kg SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT LAND Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is StjórnSýSla Forsætisnefnd Reykja- víkurborgar hefur óskað eftir lög- fræðiáliti frá Trausta Fannari Vals- syni, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, og Logos lögmannsþjónustu vegna vafa um kjörgengi Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa. Þetta staðfestir Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Líf segir að óskað hafi verið eftir álitunum í síðustu viku. Ekki reyndist unnt að funda um málið í forsætisnefnd í gær þar sem álitin höfðu ekki borist. Búist er við því að þau verði tilbúin í næstu viku. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá tók Kristín Soffía sæti aftur í borgarstjórn í haust eftir að hafa snúið aftur heim frá Danmörku þar sem hún var í fæðingarorlofi. Vafi hefur leikið á kjörgengi hennar. Ástæðan er sú að í 37. grein sam- þykktar um stjórn Reykjavíkurborg- ar og fundarsköp borgarstjórnar segir: „Þegar borgarfulltrúi flytur úr sveitarfélaginu um stundarsakir má borgarstjórn ákveða, að hans ósk, að hann skuli víkja úr borgarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í Reykjavík. Slík ákvörðun skal tekin áður en borgarfulltrúi flytur um stundarsakir. Sé ekki tekin ákvörð- un samkvæmt þessari málsgrein missir borgarfulltrúi kjörgengi við skráningu lögheimilis í öðru sveitar- félagi.“ Helga Björk Laxdal, skrifstofu- stjóri borgarstjórnar, hefur sagt í svari til Fréttablaðsins að Kristín Soffía hafi verið í fæðingarorlofi frá júnímánuði 2016 til júlímánaðar 2017. Enn fremur að borgarstjórn hafi enga aðkomu að málefnum borgarfulltrúa í fæðingarorlofi enda sitji þeir ekki í borgarstjórn á meðan á því stendur og þiggja hvorki laun né önnur réttindi á þeim tíma. Það er mat Helgu Bjarkar að Kristín Soffía hafi uppfyllt öll kjörgengis- skilyrði þegar hún tók sæti í borgar- stjórn á ný eftir fæðingarorlof. Síðar hefur Fréttablaðið greint frá því að upplýsingar úr Þjóðskrá benda til þess að Kristín Soffía hafi flutt lögheimilið sitt til Danmerkur hinn 8. apríl 2016. Samkvæmt upp- lýsingum úr fundargerðum Strætó bs. gegndi hún engu að síður skyld- um borgarfulltrúa 18. apríl 2016 með því að taka þátt í stjórnarfundi Strætó í gegnum síma. Hún tók aftur þátt í fundi stjórnar Strætó í gegnum síma föstudaginn 29. apríl.  jonhakon@frettabladid.is Borgarstjórn fær tvö álit á kjörgengi Kristínar Óskað hefur verið eftir áliti frá dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Logos lögmannsþjónustu um kjörgengi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Skrifstofu- stjóri borgarstjórnar telur engan vafa leika á kjörgengi borgarfulltrúans. Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti að nýju í borgarstjórn Reykjavíkur í haust eftir að hafa dvalið í Danmörku. FRéttablaðið/ERniR Kristín Soffía Jónsdóttir BErMÚDa Breska krúnan, ráð- herra úr ríkisstjórn Trump og stór alþjóðleg fyrirtæki eru meðal þeirra sem nýttu sér aðstoð App- leby lögmannsstofunnar til að koma fjármunum í skjól á lág- skattasvæði. Þetta sýna gögn úr leka frá stofunni. Lekinn hefur hlotið nafnið Para- dísarskjölin. Appleby er fyrirtæki staðsett á eynni Bermúda en brot- ist var inn í tölvukerfi stofunnar fyrr á þessu ári. Alls 13,4 milljónum skjala var stolið frá stofunni. Er þetta næst stærsti leki í sögunni á eftir Panamaskjalalekanum. Meðal þess sem kemur fram í skjölunum er að milljónum punda frá bresku krúnunni hefur verið komið fyrir í sjóði á Caym- an-eyjum. Ekki var vitað um til- vist peninganna fyrr en nú. Þegar blaðamenn The Guardian spurðu krúnuna um féð fengust þau svör að þau hefðu ekki vitað af félaginu og fjárfestingum þess. Nafn Gary John, eins efnahags- ráðgjafa Donald Trump, kemur fyrir í skjölunum en hann tengist 22 mismunandi félögum sem Gold- man Sachs hafði komið fyrir á Ber- múda. John er einn þeirra sem kom að frumvarpi Trump sem ætlað er að ná bandarískum fjármunum úr skattaskjólum. Af skjölunum má ráða að John hefur nokkra þekk- ingu á efninu. Nafni Rex Tillerson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, bregður einnig fyrir í skjölunum en þar er hann skráður sem stjórnandi skúffufyrirtækis; orkufyrirtækis- ins ExxonMobil. Þá er nafn Steve Mnuchin, fjármálaráðherra lands- ins, einnig að finna í skjölunum sem og Jon Huntsman, nýs sendi- herra Bandaríkjanna í Rússlandi. Skjölin varpa einnig ljósi á að tvö rússnesk fyrirtæki, með ríka teng- ingu við forsetann Vladimír Pútín, hafi komið töluverðu fjármagni til Facebook og Twitter í gegnum lág- skattaríki. Fjárfestingarnar voru gerðar í nafni Yuri Milner en sá er viðskiptafélagi Jared Kushner, tengdasonar Bandaríkjaforseta og ráðgjafa í Hvíta húsinu. Nöfn nokkurra tuga Íslendinga er að finna í gögnunum sem lekið var. Af Norðurlöndunum á Ísland fæsta viðskiptavini stofunnar. Nöfn ríflega þúsund Norðmanna er hins vegar þar að finna. – jóe Fyrirmenni um víða veröld nýttu sér skattaskjól í Bermúda breska krúnan nýtti sér meðal annars þjónustu appleby. FRéttablaðið/EPa Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SIMBaBVE Bandarísk blaðakona, sem starfar í Simbabve, hefur verið handtekin fyrir að móðga Robert Mugabe, forseta landsins. Konan sendi frá sér tíst sem yfirvöldum þótti niðrandi. „Við erum leidd áfram af sjálf- elskum og sjúkum manni,“ tísti Martha O‘Donovan. Með tístinu fylgdi mynd sem gaf til kynna að líf- inu væri haldið í Mugabe með hjálp tækja. Brot O‘Donovan, að tala illa um þjóðarleiðtogann, getur varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Mugabe, sem er 93 ára, hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra en síðar sem forseti. Með hækkandi aldri hefur dregið úr því að hann komi fram opinberlega og eru margir sem telja að heilsa hans leyfi varla að hann stýri landinu áfram. Handtaka O‘Donovan er sú fyrsta eftir að sérstöku netmálaráðuneyti var komið á fót í landinu í síðasta mánuði. Tilgangur þess er að hafa auga með samfélagsmiðlum og heimasíðum til að sjá hvort eitt- hvað ólöglegt eigi sér stað þar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Mugabe, og stjórn hans, á samfélags- miðlum í landinu og aldrei meir en í fyrra. Var ráðuneytinu komið á fót vegna þessa. – jóe Handtekin fyrir tíst um Mugabe O’Donovan sést hér fyrir miðju skömmu áður en hún var leidd fyrir dóm og úrskurðuð í gæsluvarðhald. FRéttablaðið/EPa 6 . n ó V E M B E r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -8 9 8 8 1 E 2 6 -8 8 4 C 1 E 2 6 -8 7 1 0 1 E 2 6 -8 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.