Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 8
SUBARU XV FJÓRHJÓLADRIFINN – SJÁLFSKIPTUR SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5 stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Subaru XV BOXER bensín, sjálfskiptur. Eyðsla 6,5 l/100 km* Verð 4.690.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 8 4 3 S u b a ru X V 5 x 2 0 n ó v *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Náttúra Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í mynd- bandinu sést fé rekið yfir  gróður- snautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegs- fræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkíló- metra lands ekki hæfa til beitar. Sauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar fag- hóp um kortlagningu gróðurauðlind- arinnar. Oddný Steina Valsdóttir, for- maður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðs- ráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skóg- ræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skað- vald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagn- vart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarð- rof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri fram- þróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einn- ig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróður- framvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rann- sóknir.“ sveinn@frettabladid.is Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Á meðan tugþúsundir ferkílómetra lands eru ekki beitarhæfir að mati Ólafar Arnalds jarðvegsfræðings ráfar sauðfé um landið að sumri. Landgræðslan og sauðfjárbændur ósammála um hvort sauðfé haldi aftur af gróðurframvindu. Skortur sé á rannsóknum. Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Sauðfjárbændur segja rannsóknir skorta á áhrifum á gróðurauðlindina. Gróðursnautt land má sjá í auglýsingunni. Fréttablaðið/icelandic lamb Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður landssamtaka sauðfjárbænda Ólafur arnalds prófessor 6 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 m á N U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -8 4 9 8 1 E 2 6 -8 3 5 C 1 E 2 6 -8 2 2 0 1 E 2 6 -8 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.