Fréttablaðið - 06.11.2017, Side 16

Fréttablaðið - 06.11.2017, Side 16
Emma Stone, Sally Field og Lamar Odom virðast við fyrstu sín ekki eiga margt sameigin- legt en eiga þó öll afmæli í dag. Í dag eiga óvenjumargar stór-stjörnur afmæli. Emma Stone, Sally Field og Lamar Odom eru fædd 6. nóvember, en auk þeirra eiga Ethan Hawke, Glenn Frey, Conchita Wurst og Maria Shriver líka afmæli í dag. Kvíðafull kvikmyndastjarna Emma var aðeins ellefu ára þegar hún steig á svið í fyrsta sinn í heimabæ sínum í Arizona. Það þótti mikill sigur fyrir hana því Emma þjáðist mjög af kvíða sem barn. Hún vakti fyrst almenna athygli fyrir leik í kvikmyndinni Superbad en Emma er nú orðin súperstjarna og hlaut Óskarsverðlaunin í fyrra fyrir frammistöðu sína í La La Land. Hún er ein hæst launaða leikkona í heimi og getur valið úr hlutverkum. Nýjasta myndin hennar heitir Battle of the Sexes og segir frá tenniseinvígi sem átti sér stað á milli Billie Jean King og Bobby Riggs árið 1973. Litríkur ferill Sally Field hefur átt fjölbreyttan og litríkan feril og er hvergi nærri hætt að leika þótt hún sé orðin löglegur ellilífeyrisþegi. Hún hóf ferilinn í sjónvarpsþáttum á borð við The Flying Nun og The Girl With Somet- hing Extra. Hún sneri sér síðan að kvikmyndaleik og fékk Óskarverð- laun fyrir hlutverk sitt í Norma Rae þar sem hún fór á kostum. Hún hlaut sín önnur Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Places in the Heart, auk fjölda Golden Globe verðlauna. Sally hefur leikið í fjölmörgum myndum sem eru löngu orðnar klassískar, eins og t.d. Mrs. Doubtfire, Forrest Gump og Aldrei án dóttur minnar. Árið 2006 sneri hún sér að leik í sjónvarpsþátt- unum Brothers & Sisters sem gekk í áraraðir. Sally Field er mikill jafn- réttissinni og studdi Hillary Clinton til forsetaembættis í Bandarríkj- unum á síðasta ári. Svo skemmtilega vill til að afmælissysturnar Sally Field og Emma Stone munu leika saman í Netflix-þáttunum Maniac á næstunni. Fagnar deginum Þá er körfuboltakappinn knái, Lamar Odom, 38 ára í dag. Hann spilaði með Los Angeles Lakers og varð tvisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Lamar skaust hátt upp á stjörnuhimininn þegar hann gekk í hjónaband með raunveru- leikastjörnunni Khloe Kardashian árið 2009 en hjónin voru um tíma í aðalhlutverki í eigin raunveruleika- þætti. Fyrir átti hann þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Liza Morales. Eitt barnanna lést á unga aldri og fékk það svo mikið á Lamar að hann segist aldrei muna jafna sig á missinum. Lamar fagnar því eflaust að eldast því aðeins tvö ár eru frá því að hann lá á milli heims og helju eftir að hafa fundist meðvitundar- laus á vændishúsi eftir ofnotkun á m.a. kókaíni. Lamar náði sér betur en nokkur þorði að vona og hefur komið fram í myndbandi til varnar fíkniefnum. Stjörnum prýddur dagur Emma Stone þjáðist af kvíða sem barn. Sally Field fagnar 71 árs afmæli í dag. Ethan Hawke leikari á afmæli í dag.Lamar Odom fagnar eflaust hverjum afmælisdegi. Netverslanir athugið! Föstudaginn 10. nóvember gefur Fréttablaðið út sérblaðið Singles day. Ólafur H. Hákonarson markaðsráðgjafi Fréttablaðsins. Sími 512 5433. Netfang olafurh@365.is Nánari upplýsingar um verð auglýsinga gefur Singles day er lang stærsti söludagur netverslana um allan heim. Þennan dag taka verslanir / netverslanir sig saman og veita viðskiptavinum verulega góð afsláttarkjör í 24 klukkustundir hið minnsta. Markar þessi dagur upphaf jólavertíðar hjá milljónum vefverslana um allan heim. Singles hefur einnig skotið rótum hér á Íslandi og fengið frábærar undirtektir. Í Singles day blaði Fréttablaðsins verður dagurinn kynntur fyrir lesendum auk þess sem fjöldi íslenskra netverslana mun kynna þar Singles day tilboðin sín. Kl. 00.00 laugardaginn 11. nóvember verða svo tilboðin virk og fólki gefst færi á að gera frábær innkaup á meðan birgðir endast. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . N Óv E m B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 0 6 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :5 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -7 F A 8 1 E 2 6 -7 E 6 C 1 E 2 6 -7 D 3 0 1 E 2 6 -7 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.