Fréttablaðið - 06.11.2017, Blaðsíða 38
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Chelsea hjálpaði bæði sér og
Manchester City með 1-0 sigri
á Manchester United á Brúnni.
Spánverjinn Álvaro Morata
skoraði sigurmarkið á 55. mínútu
með skalla eftir fyrirgjöf landa
síns César Azpilicueta en þeir hafa
náð vel saman í vetur. City er þar
með komið með átta stiga for-
skot á toppi deildarinnar.
Hvað kom á óvart?
Staðan var ekki björt fyrir liðs-
menn Everton þegar aðeins 25
mínútur voru eftir af leiknum og
liðið 2-0 undir á heimavelli á móti
Watford. Gylfi Þór Sigurðsson og
félögum tókst hinsvegar á ótrú-
legan hátt að snúa leiknum við,
skora þrjú mörk á lokakaflanum
og tryggja sér þrjú stig sem komu
liðinu upp úr fallsæti.
Mestu vonbrigðin
Ekkert gengur hjá lærisveinum
Jose Mourinho í Manchester
United á útivelli í deildinni. Liðið
hefur aðeins fengið eitt stig og
skorað eitt mark í síðustu þremur
útileikjum sínum og er fyrir vikið
komið átta stigum á eftir ná-
grönnum sínum í City.
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 11. umferðar 2017-18
Stoke - Leicester 2-2
0-1 Vicente Iborra (33.), 1-1 Shaqiri (39.), 1-2
Riyad Mahrez (60.), 2-2 Peter Crouch (73.).
Southampton - Burnley 0-1
0-1 Sam Vokes (81.).
Newcastle - Bournem. 0-1
0-1 Steve Cook (90.+2).
Swansea - Brighton 0-1
0-1 Glenn Murray (29.).
Huddersfield - WBA 1-0
1-0 Rajiv van La Parra (45.).
West Ham - Liverpool 1-4
0-1 Mohamed Salah (21.), 0-2 Joël Matip
(24.), 1-2 Manuel Lanzini (55.), 1-3 Alex
Chamberlain (56.), 1-4 Salah (75.).
Tottenham - Cry. Palace 1-0
1-0 Heung-min Son (64.).
Man. City - Arsenal 3-1
1-0 Kevin De Bruyne (19.), 2-0 Sergio Agü-
ero, víti (50.), 2-1 Alexandre Lacazette (65.),
3-1 Gabriel Jesus (74.).
Chelsea - Man. United 1-0
1-0 Álvaro Morata (55.).
Everton - Watford 3-2
0-1 Richarlison (46.), 0-2 Christian Kabasele
(64.), 1-2 Oumar Niasse (67.), 2-2 Dominic
Calvert-Lewin (74.), 3-2 Leighton Baines,
víti (90.+1). Cleverley klikkaði á víti í upp-
bótartíma leiksins.
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 11 10 1 0 38-7 31
Man. Utd 11 7 2 2 23-5 23
Tottenham 11 7 2 2 20-7 23
Chelsea 11 7 1 3 19-10 22
Liverpool 11 5 4 2 21-17 19
Arsenal 11 6 1 4 20-16 19
Burnley 11 5 4 2 10-9 19
Brighton 11 4 3 4 11-11 15
Watford 11 4 3 4 17-21 15
Huddersf. 11 4 3 4 8-13 15
Newcastle 11 4 2 5 10-10 14
Leicester 11 3 4 4 16-16 13
Southamp. 11 3 4 4 9-11 13
Stoke City 11 3 3 5 13-22 12
Everton 11 3 2 6 10-22 11
West Brom 11 2 4 5 9-14 10
Bournem 11 3 1 7 7-14 10
West Ham 11 2 3 6 11-23 9
Swansea 11 2 2 7 7-13 8
C. Palace 11 1 1 9 4-22 4
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék fyrstu 85 mínúturnar í
3-2 endurkomusigri Ever-
ton á heimavelli á móti
Watford.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Var ekki með Cardiff
vegna meiðsla í tapleik á
móti Bristol City.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Gat ekki spilað vegna
meiðsla þegar Reading
vann 4-2 útisigur á Derby.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Búinn að vinna sér sæti í
liðinu og lagði upp sigur-
markið í 2-1 sigri á Cardiff City.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Lagði upp sigurmark
Burnley níu mínútum fyrir
leikslok í útisigri á Southampton.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Sat allan tímann á
bekknum í 2-1 tapi fyrir
Sheffield Wednesday heima.
30. október 2017 á Turf Moor
Stoðsending á Jeff Hendrick á 74.
mínútu í 1-0 sigri Burnley á New-
castle
FóTBolTi Jóhann Berg Guðmunds-
son ætti að koma í góðu skapi til
móts við félaga sína í landsliðinu
þegar strákarnir okkar hittast í
Katar í dag. Lið hans Burnley er í
hópi sjö efstu liða ensku úrvals-
deildarinnar eftir þriðja útisigur-
inn á tímabilinu um helgina.
Engin útivallarvandræði lengur
Liðið sem fékk 83 prósent stiga
sína á heimavelli sínum á síðustu
leiktíð (33 af 40) hefur blómstrað
á útivöllum í vetur og er nú með
þremur fleiri stig þar (11) en á
hinum einstaka heimavelli þess á
Turf Moor (8).
Sigurinn á mánudagskvöldið
var þó á Turf Moor þegar liðið
vann Newcastle 1-0.
Jóhann Berg sem endaði fjög-
urra ára og 34 leikja bið sína eftir
marki í íslenska landsliðsbún-
ingnum þegar íslensku strákarnir
tryggðu sig inn á HM í síðasta
mánuði kom til baka til Burnley
með sjálfstraustið í botni.
Jóhann Berg kom íslenska lið-
inu í 1-0 úti í Tyrklandi sem og
nánast gulltryggði sigurinn með
því að koma Íslandi í 2-0 á móti
Kósóvó á Laugardalsvellinum.
Mikilvægi markanna verður aldrei
metið að fullu en íslenska liðið var
komið í báðum tilfellum í allt aðra
og betri stöðu í hreinum úrslita-
leikjum um sæti á HM í Rússlandi
næsta sumar.
Þrjár stoðsendingar í 4 leikjum
Frá því að hann kom til baka þá
hefur Jóhann Berg gefið þrjár stoð-
sendingar í fjórum deildarleikjum
Burnley og þessar stoðsendingar
hafa skilað Burnley-liðinu samtals
sjö stigum. Auk þess að leggja upp
sigurmarkið í leikjunum á móti
bæði Newcastle og Southampton
þá lagði Jóhann Berg einnig upp
jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli við
West Ham.
Sex stiga
stoðsendingar
á sex dögum
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley unnu tvo 1-0 sigra á sex dögum í ensku úrvalsdeildinni,
þann fyrri á mánudag og þann seinni á laugardaginn. Í báðum leikjum var það gullsending Íslendingsins
sem skóp sigurmarkið og Burnley er nú öllum að óvörum í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Jóhann Berg sat á bekknum í
síðasta leik Burnley fyrir þetta
sögufræga landsleikjahlé í byrjun
október en kom aftur út sem ein af
hetjunum sem komu litla Íslandi
á heimsmeistaramótið í fyrsta
skiptið. Hann byrjaði reyndar á
bekknum í fyrsta leik eftir lands-
leikina en kom þá inná og lagði
upp jöfnunarmark liðsins á móti
West Ham.
Sean Dyche, knattspyrnustjóri
Burnley, hefur verið með okkar
mann í byrjunarliðinu í síðustu
tveimur leikjum og sér ekki eftir
því í dag. Jóhann Berg lagði upp
sigurmark Jeff Hendrick á mánu-
daginn og svo lagði hann upp
sigurmark Sam Vokes um
helgina.
„Þetta er eitt af
bestu skallamörkum
sem ég hef séð. Þetta
var frábær fyrirgjöf
og frábær afgreiðsla,“
sagði Sean Dyche
um sigurmark-
ið hjá Sam
Vokes sem
kom níu
m í n ú t -
um fyrir
l e i k s -
lok. „Við
þ u r f t u m
a ð h a f a
mikið fyrir
þ e s s u m
t v e i m u r
sigrum en
það mátti
ekki mikið
útaf bera.
Við vitum
h v e r j i r
við erum
og ég er
m j ö g
ánægður
með hvar
við erum.
Það eru krefjandi verkefni á leið-
inni en liðið veit að það kemur ekk-
ert til okkar nema að við vinnum
fyrir því,“ sagði Dyche.
Frábær bolti
Sam Vokes kom inn á sem vara-
maður á móti sínu uppeldisfélagi.
„Ég veit að þegar Jóhann er með
boltann þá vill hann skipta yfir
á vinstri fótinn sinn. Hann náði
frábærum bolta fyrir og það var
æðislegt að ná að skalla boltann í
markið. Þetta snýst um liðið og við
erum með sterkt lið núna, sterkasta
liðið okkar í nokkur ár,“ sagði Sam
Vokes.
Jóhann Berg hefur gefið 3 stoð-
sendingar á 242 mínútum frá því
að hann kom aftur til Burnley eftir
að hafa hjálpað Íslandi að komast
á HM í fyrsta sinn sem þýðir að
hann er að gefa stoðsendingu á 80
mínútna fresti.
Nýtt persónulegt met
Með þessum þremur stoðsend-
ingum þá er Jóhann Berg búinn að
setja nýtt persónulegt met í ensku
úrvalsdeildinni en hann náði
„bara“ að gefa tvær stoðsendingar
á síðasta tímabili sem hans fyrsta í
vinsælustu deild Evrópu.
Þá var hann ellefu stoðsending-
um á eftir landa sínum Gylfa Þór
Sigurðssyni en nú er hann þremur
stoðsendingum á undan Gylfa sem
á enn eftir að gefa stoðsendingu á
ensku úrvalsdeildinni á þessu tíma-
bili. ooj@frettabladid.is
80
mínútur milli stoðsendinga
Jóhanns Berg í síðustu
fjórum deildarleikjum.
6 . N ó v e M B e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r14 S p o r T ∙ F r É T T A B l A ð i ð
0
6
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:5
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
2
6
-6
2
0
8
1
E
2
6
-6
0
C
C
1
E
2
6
-5
F
9
0
1
E
2
6
-5
E
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K